Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Side 56
Júlí 4. Kappreiðar við Elliðaár.
— 7. tslandsglíman háð í Rvík. Fimm tóku pátt i
glímunni. Sigurður Greipsson hlaut glimubeltið,
en Jörgen Porbergsson Stefnishornið. — Kom
stórt ameríkskt skemmtiferðaskip, Carentia, til
Rvíkur.
— 14.—26. Mót norrænna embættismanna haldið í Rvík.
— 18. Háð kappsund við Örfirisey.
— 25. Álafoss-hlaupið háð. Fyrstur varð Magnús
Guðbjörnsson. — Kom pýzkt skemmtiferðaskip
stórt, Stuttgart, til Rvíkur. — Hófst prestastefna í
Rvík. Henni lauk 27. s. m.
—- 27. Kom til Rvíkur ítalskt skemmtiferðaskip stórt,
Neptunia. Fór aftur um kvöldið.
Ágúst 8. Hafnarfjarðarhlaupið þreytt, Keppendur 5,
hlutskarpastur varð Magnús Guðbjörnsson. —
íslandssundið háð við Örfirisey. Keppendur voru
5 og syntu með frjálsri aðferð 500 stikur. Fljót-
astur varð Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn.
Synti það á 9 mín. 41,6 sekúndum.
— 19. 100 ára afmæli Helga lektors Hálfdánarsonar
hátíðlegt haldið.
Dec. 1. Fullveldisdagurinn. — 200 ára afmæli Eggerts
Ólafssonar hátíðlegt haldið.
Um veturinn hófst nýtt rnánaðarblað, Jafnaðar-
maðurinn, á Norðfirði, en prentað á Seyðisfirði. —
Um sumarið var stofnað sundfélag Reykjavíkur. —
Hafrannsóknaskipið danska, Dana, stundaði rann-
sóknir, mest við Norðurland. — Pór annaðist strand-
varnir fyrir norðan um síldveiðitímann.
b. Alþingi.
Febr. 6. Alþingi sett. Síra Árni Sigurðsson fríkirkju-
prestur predikaði í dómkirkjunni.
— 8, Fundir hófust, Forsetar sömu sem árið áður.
Maí 15. Alþingi slitið. Haldnir voru alls 158 fundir.
Samþykkt voru 51 lðg og 15 þingsályktanir af-
(52)