Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Síða 70
Mannbjörg varð. — Hret mikið olli talsverðu
fjártjóni.
Mai 11., aðfn. Drukknaði maður af botnvörpungi, ólafi.
— 23. Brann bill til stórskemmda í Eskihlið hjá Rvík.
— 24. Drukknaði unglingsmaður i Laxá í Laxárdal.
Júní 5. Datt barn á Akureyri í nótabörkunarpott.
Það náðist með lifsmarki, en dó skömmu síðar.
Júlí 13. Brann til kaldra kola íbúðarhús ásamt inn-
anhússmunum o. fl. í Litia-Bárugerði á Miðnesi.
— 18. Skemmdist af bruna hús á Smiðjustíg í Rvík.
— 19. Sprakk sandbakki á Seltjarnarnesi og varð
maður undir og beið pegar bana.
— 28. eða 29. Sökk gufuskip, Nordpolen, á Breiða-
firði. Mannbjörg varð.
Agúst 1. Strandaði síldveiðiskip, Varanger, við
Skagatá. Mannbjörg varð.
— 7. Beið maður bana við sprengingu i ishúsinu i
Vestmannaeyjum.
— 12. Féll maður út af bryggju á Siglufirði og
drukknaði.
— 28. Rákust 2 vélbátar á á Siglufirði og fórust 2
menn af öðrum bátnum, Trausta, er sökk.
Sept. 7. Var islenzkur sjómaður myrtur í Rúðuborg
í Frakklandi.
— 9. Drukknuðu 3 Færeyingar á Húnaflóa.
— 17. Hvolfdi báti á Hvítá í Borgarfirði og drukkn-
uðu 2 menn, en einn bjargaðist á sundi.
— 20. Brann simastöðin á Raufarhöfn. Engu bjargað.
Okt. 14. Brann gamla skólahúsiö á Hólum í Hjalta-
dal. Litlu varð bjargað af neðstu hæð, en engu
teljandi af lofti.
— 16., aðfn. Brunnu 2 pakkhús í Rvík, og vörur
miklar skemmdust og ónýttust.
— 21. Beið Þorsteinn Arason frá Stuðlum í Reyðar-
firði bana af byssuskoti. Var á rjúpnaveiðum.
Nóv. 13., aðfn. Ofsaveður og flóðgangur austanlands.
A Norðfirði brotnuðu um 30 árabátar, og smá*
(66)