Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 71
I
bryggjur og sjóhús brotnuðu allmikið; um 20 kindur
týndust i sjóinn, einn fiskhlaða tók út af þurrkreiti.
Á Mjóafirði týndust i sjóinn þrír árabátar og á
bænum Eldleysu tók einn fiskhlaða af þurrkreiti.
Nóv 20. Drukknaði maður af e.s. Lagarfossi.
) — 23. Strandaði á Pykkvabæjarfjöru við Skaftárós
norskt skip, Nystrand. Einn skipverja drukknaði.
Snemma í þ. m. fórust 5 hestar í snjóflóði í
Hnífsdal. — í þ. m fórst maður í snjóflóði í Háa-
gerðisfjalli. — Tók snjóflóð á bænum Skeri á
Látraströnd fjárhús með 60 kindum, heyhlöðu og
4 báta og sópaði öllu á sjó út. 9 kindum bjargað.
Um mánaðamótin fórst vélbátur, Baldur, frá Rvík,
með 4 manns. Formaðurinn hét Helgi Helgason.
Dec. 7. Strandaði á Hvallátrum norskt skip, Anette.
— 9., aðfn. Sjö hús brunnu á Stokkseyri, ásamt öllu
sem í þeim var. Tjónið feiknamikið.
— 10. Féll gólfdúksstrangi í höfuð 6 ára drengi á
Akureyri og beið hann bana af samstundis.
— 26., aðfn. Féll skriða á bæinn Steina undir Eyja-
fjöllum, en þar voru 2 býli og braut niður báða
bæina ásamt útihúsum, en fólk bjargaðist með
naumindum og eins búpeningur. Mikið af innan-
stokksmunum eyðilagðist. Hey eyðilögðust, mikill
hluti túnsins og nokkuð af engjunum.
— 31. Varð drengur úti í Húnavatnssýslu. — Brann
hús á Skólavörðustíg í Rvík, til kaldra kola. Litlu
tókst að bjarga af innanstokksmunum úr kjallara
en engu af efri hæðum.
Snemma í þ. m. fórst norskt fiskflutningaskip,
| e.s. Balholtn, úti fyrir Mýrum, með allri áhöfn:
18 Norðmönnum og 5 íslendingum. Meðal þeirra
var Theódór Porláksson Bjarnar verzlunarmaður
í Rvik og Guðbjartur vélstjóri Guðmundsson. —
Brann vörugeymsluskúr hjá Ölfusárbrú til ösku
ásamt öllu, er í var.
Benedikl Gabríel Benediklsson.
(67)