Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 72
Jarðhiti.
Menn eru þeirrar skoöunar, að lieitt sé alstaöar
niðri i jörðinni. Ef boraðar eru holur djúpt í jörð,
reynist hitinn í holu hverri raeiri eftir því sem
dýpra er komið. Sama er að segja um námur, sem
liggja djúpt i jörðu; þar er bitinn meiri en á yflr-
boröinu og vex eftír því sem neðar dregur. Telst
mönnum svo til, að hitinn muni vaxa um 3° á hverj-
um 100 metrum niður. Pó getur þessu munað nokkru
eftir því, hvar menn eru á jörðinni. Annað, sem
bendir i sömu átt um hitann niðri í jörðinni, eru
eldgosin og hin bráðna hrauneðja (jarðeldur), sem
þá vellur upp úr jörðu. Ætla menn, að hraunlögur-
inn komi neðan úr fylgsnum jarðar, þaðan sem hit-
inn er svo mikill, að hann heldur hrauninu bráðnu.
Víða kemur og heitt vatn og heitar lofttegundir og
gufar upp úr jörðu, og bendir þetta á hið sama, að
mikill sé hitinn niðri í jörðinni.
Par sem uppsprettur eru heitar eða heitar loftteg-
undir streyma upp, segjum vér, að sé jaröhiti, og
vita menn um allmarga staði á jörðu vorfi, þar sem
þessi jarðhiti gerir vart sig. í Ameríku er meðal
annars þessi jarðhiti í Chíle, Californíu og Alaska,
og þó mest kunnur í Bandaríkjunum við Yellow-
stone River. Par eru afar-merkilegir goshverar, sem
gjósa hátt og mikið, og er allt það svæði nú frið-
heilagt, enda er það að öllu hið merkilegasta. í
Japan er og jarðhiti og eins á Nýja-Sjálandi. Par
eru og miklir goshverar. í Evrópu er jarðhiti sum-
staðar. Merkust lönd þar vegna jarðhita eru Ítalía og
ísland, en í nokkurum öðrum löndum vottar fyrir
jarðhita.
ísland er að öllu samanlögðu eitthvert merkasta
jarðhitalandið. Hér fundu menn iyrst goshvera, og
um langan aldur þekktust eigi goshverar annar-
(68)