Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 80
kólnað í hitunartækjunuin, rennur það niður hinar
pipurnar. Petta kemur til af þvi, að kalda vatnið er
þyngra í sér en heita vatnið. Ekki er hægt að hafa
þessa aðferð nema hæðarraunurinn sé fremur litil),
og ef loft kemst í þessa hitaveitu, þarf að dæla því
út jafnharðau. Pað er því venjulega betra að taka
ekki heitt vatn úr lauginni beint inn i hitaveituna,
heldur skeyta pipurnar, sem leiða hitunarvatnið að
og frá, saman með ofni eða hitunartæki, sem sett er
niður í laugina. Hitunartækið í hvernum, pípurnar
til og frá og liitunartækin í húsinu mynda þá lokaða
hringrás, sem cr algerlega fyllt með vatni. Verður úr
þessu regluleg miðstöðvarhitun, þar sem hverahitinn
er notaður til að hita upp vatnið í því hitunartæki,
sem sett var niður í hverinn. Hið upphitaða vatn
stígur svo upp efri pipuna og fer .inn í hitunaitæki
hússins og gefur þar frá sér hitann. Við það kólnar
það og rennur nú aftur niður i hitunartæki hversins
eftir lægri pipunni. Ef haganlega er frá öllu gengið,
þarf eigi að óttast, að loft komist i pipurnar, því að
í þeim öllum getur verið meiri þrýsting en þiýsting
loftsins. Jafnvel má taka heitt vatn úr þeim lil heim-
ilisþarfa, ef vatnsgeymir er settur í samband við hring-
rásarpípurnar og hann er hærra settur en hæsti hluti
hringrásarinnar. Pað er heldur ekki nauðsynlegt að
hafa hringrásina Iokaða og nota allt af sama vatnið.
Par sem vatnsveita er, má leggja úr henni álmu í
hitunartækið i lauginni. Par hitnar vatn veitunnar
og með því að veita þvi eftir pípu heiro, má nota
hið upphitaða vatn bæði til hitunar og til annarra
heimilisþarfa. Pegar þetta valn hefir runnið i gegn-
um hitunartæki hússins, er því veilt burtu.
Ef önnurhvor þessi síðast nefnda aðferð er höfð,
fæst ekki alveg jafnhátt hitastig i hitaveituvatninu
sem þegar sjálfu hveravatninu er veitt eftir pípunum,
en munurinn er lillölulega lítili, en ýmsir kostir
fylgja þvi að þui fa eigi að hafa hveravatn í pípun-
(76)