Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Side 83
hvernig vermiskálarnir verði haganlegast gerðir og
hverjar jurtir heppilegast sé að rækta þar.
Litið eða ekkert hafa laugar verið notaðar við
þurrkhús fyrir hey, fisk og fleira, og er það næsta
einkennilegt. Fyrir mörgum árum stakk eg upp á
því, við fésýslumann hér í Reykjavik, að reyna að
nota laugahitann til fiskþurrkunar, en fekk svo litla
áheyrn, að ekkert varð úr þvi. Engan vafa tel eg á
því, að þetta hefði lánazt vel og getað orðið öðrum
til fyrirmyndar. Viða í sveitum mundu þurrkhjailar
með hverahita koma sér vel til þess að þurrka hey
að sumrinu. Sparaði það vinnu og yrði trygging fyrir
því, að heyin fengist vel verkuð. Að mínum dómi
mundi þetta vel svara kostnaði, og ætti sem fyrst að
gera alvarlegar tilraunir með þetta. Þurrkskálarnir
þyrftu eigi að vera vönduð hús, og yrðu því
ódýrir.
Sundlaugar hafa verið gerðar viða, þar sem menn
gátu notað laugavatn til þess að gera þær mátulega
heitar. Útbúnaður er allur mjög einfaldur; hæfilega
djúpur pollur er myndaður úr laugavatninu með
fyrirhleðslu, og sundskáli er reistur þar hjá, svo að
menn geti liaft þar fataskifti, en hins vegar vantar
næstum alstaðar skjólgarða til að bægja burtu vindi.
Að því þyrfti að stefna að fá gert yfir sundlaugar,
sem mætti nota jafnt sumar og vetur. Ætti þetta að
vera kleift, þar eð liitinn fæst fyrir svo að segja
ekki neitt.
Áður fyrri noluðu menn böð í jarðhita til heilsu-
bóta; einkum voru þetta þurraböð eða jarðböð. Litlu
var þó kostað upp á þessa baðstaði. Á Grafarbakka
var baðhúsið grafið í hlýjan jarðveg og kofi hlaðinn
yfir; leiddi hita neðan úr jarðveginum, og svitnuðu
menn þar inni. Við Mývatn var hlaðið byrgi yfir
loftholur, þar sem heitt loft streymdi neðan úr jörðu.
Mátti fá mikinn hita i þessum baðklefa, þvi að loftiö,
sem kom úr loftholunum, mældist 56°—59°. Byrgis-
(79)