Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Side 84
dyrnar voru lágar, urðu menn að skríða inn um
þær, og baðhúsið var eftir því lilið og óvistlegt.
Samt varð mörgum gott af þessum þurraböðum, og
komu menn oft úr fjarlægum héruðum til þess að
leita sér þar heilsubótar. Mér hefir verið sagt,
að þurrabaðið i Jarðbaðshólum við Mývaln hafi
lagzt niður af þeim orsökum, að þangað leituðu
margir lioldsveikir, því að þeim virtust böðin hafa á
sig bætandi áhrif, þótt eigi fengist fullur bali. En
aðrir fældust þá frá baðinu af ótta við veikina. Að-
sóknin fór því smá-minnkandi, og þurrabaðið mun
hafa lagzt alveg niður snemma á 19. öld. Um þetta
leyti varð gömul kona, Aldís að nafni, bráðkvödd i
baðklefanum, og hefir það sennilega átt sinn þátt í
því, að baðið lagðist niður. Með því að heitt hvera-
loft streymdi neðan úr jörðu iun í baðklefann, getur
verið, að konan hafi kafnað í kolsýrulofti, sem þá
sennilega af einhverri tilviljun hefir komizt í hvera-
loflið. Annars mun hveraloftið á þessum stað hafa
verið Uþphitað andrúmsloft. Eg heíi prófað hveraloft
úr Bjarnarflagshrauni, og reyndist samsetning þess
mjög lík andrúmsloftsins. Efalaust hafa fyrr á tímum
verið hlaðnir baðklefar við fleiri hvera. Yztihver í
Reykjahverfi var áður nefndur Baðstofuhver, og hjá
Reykjum í Ölfusi er annar Baðstofuhver. Pessir
hverar draga vafalaust nöfn sín af því, að baðklefar
hafa verið við þá.
»Hveravatn, þráfaldlega drukkið, meina menn sé
þeim mönnum gott, er brjóstveikir eru«, segir Hálf-
dan lögréttumaður snemma á 18. öid í lýsingu sinni
á Ölfusi, og reynsia, sem fengizt hefir nú á síðustu
árum við hverana á Reykjum i Ölfusi, virðist stað-
festa þetta. En þar sem að eins er um fá dæmi að
ræða, er eigi hægt af þeim að draga öruggar álykt-
anir um heilnæmi hveravatns og hverabaða. í út-
löndum tíðkast nú mjög að nota hið geislamagnaða
radíumloft í böðum o. íl. Rykir það vera heilnæmt
(80)