Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Side 85
við mörgum kvillum. Hér á landi hefi eg prófað all-
marga hvera fyrir radíumlofti, og hefir það pá komið
í ljós, að pað, ásamt öðru hveralofti, streymir út við
alfa hvera, en pó töluvert mismunandi mikið. Hugs-
anlegt er, að liin heilsubætandi áhrif hveranna standi
að einhverju leyti i sambandi við petta radíumloft,
en varla er pað eitt um pau áhrif. Heitt jarðloft úr
Bjarnarflagshrauni, skammt frá purrabaðinu forna,
reyndist mér litið geislamagnað, og hveraloft frá
peim hverum i Oifusi, sem heilsusamlegir hafa reynzt,
virtist við prófun, sem eg gerði síðastliöið sumar,
eigi vera geislamagnað meira en i tæpu meðallagi
samanborið við annað íslenzkt hveraloft. Brenni-
steinsvetni og fleiri efni og efnasambönd í hveravatni
og hveralofti, ásamt hitanum, eiga sjálfsagt tölu-
verðan pátt í peim áhrifum, sem hveraböð og hvera-
vatn virðist hafa á heilsu manna. Pótt undarlegt sé,
hafa engar tilraunir verið gerðar hér til pess að hag-
nýta hvera og laugar til baðstaða í seinni tíð. En ef,
eins og hin litla reynsla helzt bendir til, baðstaðir við
hvera eru heilsusamlegir, er pað ekki efunarmál, að
peir mundu verða rnikið notaðir bæði af íslending-
um og erlendum mönnum, ef eitthvað væri til pess
gert að laða menn að peim.
Pað hefir nú hin síðari árin vaxið áhugi manna
fyrir hagnýtingu hverahitans. Sérstaklega hefir pessi
áhugi lýst sér í pví að reisa skólahús og sjúkrahús,
par sem peir geti notið hverahitans. Petta er góðs
viti, og hagkvæmt að nota hverahitann til upphitunar,
baða og matsuðu, pví að við pað sparast allmikil
útgjöld og húsin verða vistlegri. Skóiar pessir ættu
einnig að verða til fyrirmyndar í pví, hvernig megi
nota jarðhitann, ekki að eins til upphitunar i hús-
um, heldur einnig til annarrar nytsemdar, jarðræktar
og fleira. Sjálfsagt á sú kvöð að hvíla á öllum slík-
um skólum, sjúkrahúsum og öðrum stofnunum, sem
reistar eru fyrir almannafé, að pær geri áframhald-
(81) 6