Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Síða 88
Hveraorkan er laus við þessa annmarka og yrði
senniiega öruggari í starfrækslu. Mest er hættan á
því, að hverahitinn geti breytt sér við landskjálfta;
þó virðist miklu minni hætta á þessari breytingu, ef
hverahitinn er sóttur djúpt í jörðu. Önnur hættan
er, að hveraloftið eyði eða skemmi vélar og annan
útbúnað. Brennisteinsvetnið er áfjáð í að eyða málm-
um og standast fá efni ágang þess. ítölum hefir tek-
izt allvel að komast yfir þessa örðugleika, að því er
virðist, og getum vér væntanlega fært oss í nyt reynslu
þeirra. Samt er margt að athuga i þessu efni.
Porkell Porkelsson.
Hrafn spænski.
Ýmsir liafa saknað Dýravinarins, sem Pjóðvinafélagið gaf út
fyrrum annaðhvert ár. Ekki hefir félagið lagt niður útgáfu þess rits
af þvi, að það teldi þá stefnu, er þar lýsti sér, ómerka til afskipta;
iangt frá því. Pað, sem veldur, er að stofnað hefir verið, um það
bil er Dýravinurinn kom síðast út, sérstakt félag til þess bein-
línis að vinna að þessu göfuga marki, mannúðlegri meðferð á
skepnum, og að glæða skilning á eðli þeirra og athöfnum. Petta
félag hefir siðan gefið út mánaðarrit i þessa átt (Dýraverndarann).
htjórn Pjóðvinafélagsins hefir þvi ekki viljað spilla fyrir þvi riti
með öðru sams konar samtimis, enda næg hlutverk fyrir hendi,
þó að Dýraverndunarfélaginu sé látið þetta eftir Hins vegar getur
félagið ekki stillt sig um í þetta sinn að birta eina fagra dýrasögu
eftir sænska skáldið August Blanche, (f. 1811, d. 1868), alkunnan
rithöfund; fer hún hér á eftir og er tekin úr bók hans einni, er
nefnist »Hyrkuskens beráttelser«; er það stórfrægt rit. Mun þetta
vera að geði margra, er saknað hafa Dýravinarins, og þó vart geta
spillt fyrir hinu ritinu.
Fyrsti þáttur um menn, annar um hesta, segja
menn, en stundum mætti snúa þessum orðum við.
(84)
L