Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Side 93
vesalingi, og bjóst síðan á burt, en leit þó enn einu
sinni um öxl, er eg lauk upp hurðinni. Hann hafði
pá snúið höfðinu nokkuð til hliðar, og fylgdu mér
augu hans, þessi stóru dökku augu.
Eg gekk þá aftur til hans og strauk honum um
makkann, sem tekinn var að stirðna. Hann renndi
til mín augunum nokkurum sinnum, deplaði þeim til
mín; lagði sem i úða væri, að mér fannst, Ijóma af
augunum. Par kom, að glampinn slokknaði í augun-
um fyrir fulit og allt. Eg gekk á brott, dápur í huga;
mátti mig þó heldur gleðja það en hitt, að þjáning-
um hans var nú lokið.
En mörg kvöld, er eg leit inn í heslhúsið síðar,
þókti mér sem ljóma slægi á móti mér, um myrkrið,
frá jötunni, sem hann hafði eitt sinni við verið, og
eg þóktist sjá aftur rök augun í þessum svarta vini
mínum.
Heyþurrkunarvélar.
í síðasta árgangi Almanaksins er smágrein um
heyþurrkun með vélum, og er þar skýrt frá tilraun-
um þeim, sem gerðar hafa verið í því efni á Bret-
landi. Var farið eptir heimildum frá verksmiðju
þeirri, sem liafði smíðað hinar fyrstu heyþurrkunar-
vélar. Síðan heflr búnaðarmálaráðuneyti Bretlands
látið prenta bráðabirgðaskýrslu með myndum um
allar tilraunir, sem gerðar hafa verið á Bretlandi og
írlandi, árin 1923—192G, um þurkun heys og lcorns í
stökkum. Stofnun sú i Oxford-háskóla, sem annast
búnaðarvélfræði, gekkst fyrir tilraununum, og þarf
ekki að efa, að þær séu vel af hendi leystar. Sum-
arið 1925 höfðu lilraunir tekizt svo vel, að ekki
(89)