Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 94
þurfti að gera nerua lítil.s háttar umbætur á þeira
vélum, sem þá voru notaðar. Hinar endurbættu vé!-
ar voru reyndar í fyrra (1926) og þóktu þá gefast svo
vel, að félagi einu í Lundúnaborg var veitt einka-
leyfi til þess að smíða þær, en ekki eru þær enn
komnar á markað, þegar þetta er ritað (í marsmán-
uði 1927), Heyþurrkunar-aðferð Breta var reynd vest-
ur í Bandarikjum síðastliðið sumar og gafst vel.
þjóðverjar hafa einnig gert heyþurrkunarvélar, en
þær munu vera öllu margbrotnari og dýrari en hin-
ar brezku.
Síðustu tilraun, sem gerð var um heyþurrkun i
fyrra sumar, er lýst á þessa leið í skýrslunni:
»Grasið var slegið 30. júní og lá einn dag í ljánni.
Annan júlí var það stakkað og var því lokið eftir
5s/* klst. Pá var heitu lofti dælt inn í stakkinn í
átta stundir samfleytt, og var heyið þá skraufþurrt
orðið, nema allra neðst og yzt í stakknum fannst
ofurlítil rekja, og var því um kennt, að neðst í
stakknum hefði verið döggvolt gras, en hitt allt gras-
þurrt, þegar það kom í stakk. Auðvelt hefði verið að
eyða rekjunni, en þess gerðist ekki þörf, því að
heyið þornaði af sjált'u sér í stakknum. Heyið var
hér um bil 10‘/s smálest af ljánum, en um 7'/» smá-
lest þurrt«.
Ekki hefir enn tekizt að fá vitneskju um, hversu
hinar nýju vélar verði dýrar, og um kostnaðinn við
þurrkunina verður ekki annað sagt en það, sem getið
er í Almanakinu í fyrra. Hinar nýju vélar munu
koma á markað í vor eða suraar. B. Sv.
(90)