Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 97
efnið viðs vegar og gefa mönnum leiðbeiningar. Ekki
væri heldur úr vegi að gefa út smáritlinga í þessa átt
eða halda sýningar á handavinnu, hvort sem eru
smíðar eða annað, og er þá vafalaust rétta ráðið að
sæma verðlaunnm það, sem bezt er gert. Allt þetta
mun vaka fyrir hinu unga íslenzka félagi, og sumt
af þessu hefir það þegar gert. Er og að vænta, að
enn meiri verði framkvæmdir þess í framtíðinni, en
sízt má það heyrast, að dofni framtakssemi félagsins
vegna fjárskorts; mun fáu fé betur varið en þvi, er
til þess gengur, hvort sem er nokkurra skildinga til-
lag á nef hvert félagsmanna, eða, ef nauðsyn rekur
til, styrkur af almannafé. , ,
Innlendur fræðabálkur.
í. Af Jóni smið Andréssyni.
(Eftir liandrili síra Helga Sigurössonar, síðasi prests að Mel-
utn í Lbs. 464, 8vo., og er það ritað 1884).
Jón þessi var þjóðhagi mikill á flesta málma, sem
tiðkað hefir verið að smíða hér á landi, og í sumum
þessum smíðum var hann eftir því viðburðasamur,
sem hann var liugvitssamur og þolinmóður. Hann
bjó fyrst alllengi í Breiðafjarðardölum, í Fremra-
Skógskoti,1) en síðast í Öxl upp undan Ðúða-kaup-
, stað. [Hann komst í málaferli 1817 vestur í Dölum,
vegna falsaðra peninga, er hann hafði selt; komu
þau mál til landsyfirréttar, sbr. Landsyfirréttardóma
(sögufélagsútg.), II. bindi, bls.67—74 og 93—105; slapp
hann furðanlega frá því bralli öllu]. Af smiðum hans
1) í hdr. stendur »á Pórólfsstöðum« og spurningarmerki á eftir
(93)