Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 98
ganga ýmsar sögur, sem saDnar munu, flestar, þar á
meöal þessar:
Pegar Jón var lögsóktur fyrir að hafa smíðað pen-
inga, er ekki þekktust frá hinum algengu, en reynd-
ust vera úr einhverri stökkri samsetningu (og brotn-
uðu sumir, þegar þeir duttu á gólf), er sagt, að hann
hafi verið tekinn fastur, þar sem haun bjó, í fyrra
staðnum, og verið settur í varðhald hjá Magnúsi
Stephensen, er þá var háyfirdómari í Viðey. Magnús
átti þá kíki, sem þurfti aðgerðar og hann því ætlaði
að senda utan, en með því að hann hafði margt heyrt
um hagleik Jóns, hugsaði hann sér að sýna hann
fyrst Jóni og vita, hvort hann gæti ekki gert að hon-
um. Pegar Jón skoðar kíkinn, segir hann ekkert um
hann, en biður að mega fara út í smiðju með hann
og vera þar einn. Pað var þegar látið eftír Jóni.
Magnús vildi þó vita, hverjar tilraunir Jón hefði þar
i frammi, til að gera að kíkinum; sendi hann því
stúlku út að smiðju, til þess að taka eftir og segja
sér síðan, hvað Jón hefðist að. Pegar Jón, sem ekki
vildi láta neinn vita, hvað hann ætti við kíkinn, sá
stúlkuna, sem var að vinkra í kringum hann, bað
hann hana að fara inn í hús Magnúsar og útvega sér
slæðu, til þess að strjúka af kíkisglerunum. Hún fer
og kemur bráðum aftur með slæðuua. En á meðan
hafði Jón átt við kíkinn, það er honuni sýndist, og
þegar stúlkan kom, stóð Jón upp, fór inn og færði
Magnúsi kíkinn. Pegar Magnús nú fer að reyna kik-
inn, hvort hann hafi nokkuð batnað, er sagt, að hon-
um hafi þókt hann miklu betri en nokkurn tíma
áður; hafi hann mjög dáðst að þessu viðviki og sagt,
að ekki hæfði, að slíkur maður sæti í varðhaldi; hafi
Magnús því á unnið, með viturleik sínum, að Jóni
var sleppt úr varðhaldinu og að mál hans, út af
peningunum, datt bráðlega niður. [Víst er það, hvað
sem hæft er í þessu, aö dómur Jóns varð mjög væg-
(94)