Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 100
hana svo eigandanum. Var reizlan þá jafnviss sem
áður. Er hún enn til sýnis hjá mér (þ. e. síra Helga).
Gísli Konráðsson minnist á .Tón Andrésson í nokk-
urum línum að eins í syrpu sinni einni (Lbs. 1292,
4to.) og segir: »Dæmafátt var smíðavit Jóns, manns
þess, er ekkert heflr slíkt af öðrum numið og engin
verkfæri, efni né tíma heflr frá búhnauki; heflr hann
þó smíðað stundaklukku að öilu og fleira þess háttar.
Oft var Jóu í járnum í máli sínu, en gat allt af losað
sig úr þeim . . . , en aldrei reyndi hann að strjúka«.
Jón var geðspektarmaður mikiil, en kona hans svarri ;
tók hún fram hjá Jóni, en ekki hafði hann orð á
þvi. Nokkuru síðar henti hið sama Jón sjálfan.
Var hann þá spurður, hvort honum hefði orðið það
á að óviija. Kvað hann því fjarri fara; hitt kvað hann
verið hafa vana sinu á ferðalagi, ef á hallaðist, að
hengja kútholu sína á léttara baggann. Ekki hafði
hann fleiri orð um það, segir Gísii.
2. Lýst síra Eggert á Ballará og frá erft eftir hartn.
Síra Eggert á Ballará (d. 1846) er enn nafnkunnur
maður vestra og víðar um land. Kom hann við
margt um sína daga. Eru þar mikil söguefni og sum
einkennileg. Getur hans víða í handritum. Hann
kemur allmjög við Skarðstrendingasögu eftir Gísla
Konráðsson (t. d. í Lbs. 550, 4to.). Báttur eða drög
að þætti eftir sama eru í Lbs. 947, 8vo. (uppkast að
sama í Lbs. 946, 8vo.). Njóta sín slíkir menn, þeir
sem ekki eru að almannaskapi, oft betur í fjarska og
í frásögnum eftir á en samtímis. Hér er ekki rúm að
rekja sagnir um síra Eggert, enda þyrfti þá jafnan að
bera þær saman við fyllstu frumgögn. En mannlýsing
eftir Gísla er til í enn einu handriti (Lbs. 1464, 4to.,
í sendibréfi til Sigurðar málara Guðmundssonar 23.
sept. 1853). Hún er af þeim skilrikjum gerð, að henni
sýnist mega treysta; er hún því tekin hér orðrétt
eftir Gisla; má gera ráð fyrir því, að margur hafi
(96)