Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 105
því dyrnar siðast brotnar upp, Var pá annar bónd-
inn i roti á gólfinu, en hinn hafði troðið presti upp
fyrir stóra kistu og var þar að þjappa að honum.
Var presti þá bjargað. En svo hafði leikurinn byrjað,
að þegar þeir höfðu læst sig inni, þá sló prestur
annan bóndann i rot, með þeim hætti, að hann hafði
tóbakspontu sina i knefanum. En hinn beið þá
eigi boðanna og rauk á prest. Hafði presti eitthvað
þókt vangoldin landskuld hjá þeim og vildi jafna
sakirnar við þá.
Gangnadagskvöld eitt hitti Eggert prestur bóndann
frá Geldingaholti á bökkunum niður undan Glaum-
bæ. Bar þeim eitthvað á milli um beit, því að þeir
voru nágrannar, og löndin liggja saman. Flugust þeir
á mikinn part nætur, en eigi er getið, hver hærra
hlut bar að lokum.
I Miklagarði, hjáleigukoti frá Glaumbæ, bjó Jón
nokkur, fátækur barnamaður; var hann stór og sterk-
ur og harðfengur. Eitt sinn sagði síra Eggert við
Jón: »Hvernig ætli standi á, að okkur hefir aldrei
borið neitt á milli«. Jón kvaðst ekki hafa ætlað að
gera á hluta hans að fyrra bragði. »Að fyrra bragði«,
hafði prestur upp eftir honnm og gekk burtu. Kunn-
ugir héldu, að presti hefði þótt Jón karl óárennilegur.
(Að mestu frásögn Hjartar Kr. Benediktssonar í Marbæli, cn hann
hafði eftir gömlum manni, Magnúsi Hannessyni, er andaðist 1
Marbæli 1921, hálfníræður, en sá hafði eftir föður sinum, Hannesi
Arnasyni i Marbæli, næsta bæ við Glaumbæ, en hann fæddist
árið 1800 og mundi vel síra Eggert).
5. Visur eftir Geir byskup og síra Pál Hjálmarsson.
Geir byskup Vídalín var manna skemmtilegastur
bréfritari á sinni tíð, orðheppinn jafnan og glettinn
i tali, en aldrei svo, að bituryrði væri í né öðrum
til miska. Peir voru aldavinir hann og síra Páll
Hjálmarsson á Stað á Reykjanesi, er áður hafði
verið rektor á Hólum, hinn siðasti. Síra Páll var og
gáfumaður, skemmtinn og orðheppinn, sem hann
(101)