Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 107
svör hans. Ein slíkra sagna fer hér á eftir (eftir Lbs.
1292, 4to.).
Guttormur Pálsson, er fyrr var kennari i latínu-
skóla syöra, siöar prestur og prófastur í Vallanesi,
spuröi byskup eitt sinn aö pví, hvað þeir hefðu gert
með pað að taka fjandann úr fræðunum og setja
hann inn í þau aftur. »Það skal eg segja þér, barnið
mitt«, svaraði byskup; »enginn veit, hvað átt hefir,
fyrr en misst hefir«.
6, Vísa um Fjölni eftir Pórð justitiarius Sveinbjörnsson.
(Eflir frásögn sira Eiríks prófessors Briems).
Haustið 1868 seldi ekkja Pórðar bókarusl eftir
hann, þar á meðal Fjölni. Á kápi á einu Fjölnisári
stóð þessi vísa eftir Pórð, rituð eiginhendi, og er
hún betri en kveðskapur hans að jafnaði (sbr. Al-
manak Pjóðvinafél. 1923);
Pú, sem þér ætlar lýð að laga
og landsmanna brestum vinna bót,
lestu frásögur fyrri daga,
fúkyrðin aldrei dugðu hót;
heimur áfram sinn feril fer,
þótt freyði skammirnar út úr þér.
7. Litið eitt. af Djunka.
Svo má kalla, að Djunki hafi við frásagnir Bene-
dikts Gröndals í Heljarslóðarorustu og Dægradvöl feng-
ið sístæða mynd í bókmenntum íslendinga, þótt ekki
svari hún að öllu til mannsins sjálfs. En hverju
mannsbarni á íslandi er hann kunnur af þeim bún-
ingi, sem Gröndal hefir fært hann í: Hálfærður rúss-
neskur brennivínsberserkur, sem staupar sig og ligg-
ur á bæn til skiptis. Hér skal ekki reynt að breyta
mynd Djunka, eins og hún er orðin í hugum manna,
enda væri það lítil góðgerð. Eins og Gröndal getur
um i Dægradvöl, voru margir íslendingar í Kaup-
mannahöfn vinir Djunka, enda var hann gestrisinn
(103)