Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 112
lenli honum einu sinni saman viö kaupmann þeirra
bræöranna, sem einnig var i söfnuöinum, og þóktist
rangindum beittur af honum. Pá varð Grimsa að
orði: »Ef eg væri ekki orðinn andlega hugsandi, pá
mundi eg lumbra á þér, en fyrir bragöið verö eg nú
i minn stað að kaupa annan til þess, sem ekki er
freisaður!«
Láki (spekingur og landshornamaður): »Ja, eg segi
nú: Hvar væri mannkynið, ef mennirnir hefðu ekki
bjartsýni!«
Valdi (annar landshornamaður): »Bjartsýni? Hvað
er það eiginlega?«
Láki: »Eg veit varla, hvernig eg á að skýra það.
Bjartsýnið er það, sem heldur mönnum uppi í and-
streymi lífsins«.
Valdi: »Nú, eg skil. Pað er þá brennivín og nef-
tóbak«.
Dóttir Manga í Norðurhjáleigu hafði í ógáti gleypt
eitur, en læknir bjargaði henni á siðustu stundu.
Prestar (hittir Manga nokkurum dögum siðar):
aHvernig líður stelpuhnokkanum?«
Mangi: »Jú-o-jú, henni fer fram með hverjum
degi. Eg skal lika segja prestinum það, að eitur er
ekki nærri eins hættulegt nú orðiö og fólk heldur.
Eg veit það af reynslunni. Eg keypti í fyrra rottueit-
ur til þess að eitra fyrir refl. Engum ref varð meint
við. Pá sendi eg það til efnarannsóknastofunnar, til
þess að láta rannsaka það, og þeir sögðu, að það
væri ágætt. Pá reyndi eg það á kettinum, en hann
drapst ekki heldur, sá skratti. Pá varð eg reiður og
tók eina af hænum Gunnu minnar og gaf henni gott
bragð af eitrinu. —■ Og hvernig heldur presturinn að
fari? Jú, hænan fór að verpa og verpir siðan lon og
don! Af þessu er eg viss'um, að það er ekki gagn í
eitri nú á tímum«
(108)