Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 113
A: »Svei, að þú skulir vera að þrátta um þykk-
höfða, eins rangeygur og þú ert!«
B: »Sagðirðu rangeygur? Ja, þá ættir þú að sjá
systur mína, sem er í Ameríku! Augun í henni eru
svo skökk, að þegar hún grætur, streyma tárin í
kross á bakinu á henni!«
Pórður gamli formaður hafði ætíð verið allheiðinn
í háttalagi, andvigur prestum og lengi saupsáttur við
sóknarprest sinn, síra Pétur. Nú varð Pórður snögg-
lega veikur. Pegar hann hafði legið nokkura daga
og neytt þeirra ráða, sem hann taldi lieilsusamlegust,
en þau voru mest kaffi og brennivín, þá sendi hann.
boð eftir prestinum. Var það um miðja nótt. En ekki
lét prestur samt á sér standa, enda þókti honum nú
mikið í húfl, er vænta mátti hughvarfs hjá slíkum
manni.
»Góðan daginn, Pórður minn«, sagði prestur, er
hann kom inn til Pórðar. »Er nú komið að því, að
stundin nálgist, og er nú hjartað farið að láta undan?«
»0-nei—nei«, svaraði Pórður, »ja—ja, það er að
segja svo og svo. En mig dreymdi svo undarlega í
nótt«.
»Nú, og hvernig var sá draumur?«
»Jú, lítið þér á; mig dreymdi, að eg kom til sankti
Péturs og ætlaði þar inn. En hann sagði: ,Sussu,
Pórður', segir hann, ,þetta hjálpar ekki; allir verða
að skripta og fá þjónustu, áður en þeir koma hér‘,
segir hann. Pá spurði eg hann, hvort eg gæti ekki
lokið mér af hér. ,Uss—nei, Pórður,1 segir hann,
,það hjálpar ekki; hér eru engir prestar', segir hann«.
A: »Pá höfum við nú fengið átta stunda vinnu-
tímann«.
B: »Og loksins fengið tíma til að hugsa um okkar
sorglegu kjör, segðu!«
(109)