Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 115
Lögreglusljóri: »Þér eruð kærður fyrir að hafa bar-
ið átta lögregluþjóna í gærkvöldi. Hver var ástæðan?«
Sakborningur: »Hjartagæzka mín, því að einn lög-
regluþjónn mundi aldrei hafa þolað öll þau högg,
sem eg lét úti í gærkveldi«.
Slúdenlinn (með reigingi): »Hvort er þyngra eitt
pund af járni eða eitt pund af flðri?«
Smalinn (hógværlega): »Láttu það detta ofan á fót-
inn á þér; þá finnurðu muninn!«
Prófasturinn (talar huggunarorð viðekkju): »Egtek
þátt í sorg yðar og skil hana, og ráðið er að hugsa
um þann, sem veitir svölun í sorginni«.
Ekkjan: »Hver skyldi það vera, sem tæki mig,
ekkju með þremur börnum?«
Gyðingur einn kemur inn á ferðamannaskrifstofu
°g gerir svo raikið ónæði með spurningum sínum,
að loks fýkur í afgreiðslumanninn, og verður hon-
úm að orði: »Það situr helzt á yður að þykjast hafa
vit á ferðalögum, manni af þeirri þjóð, sem þurfti
10 ár til þess að komast yfir eina eyðimörk«.
Bóndi (í heimsókn i liöfuðstaðnum til sonar síns,
sem er listamannsefni): »Nú-ja-ja, drengur minn, en
eru nokkurar skuldir, sem á þér hvíla?«
Sonurinn: »Nei, pabbi! Að minnsta kosti ekki meiri
en svo, að með iðjusemi, sparsemi og alvarlegri
sjálfsafneitun mun þér takast að komast fram úr
Þeitn«,
(111)