Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Page 33
frá því að prentöld hófst á Norðurlöndum. Hin eldri
tunga hafði þó lifað, ekki til muna skæld, á vörum
almúgans fram i lok 16. aldar; upp frá þvi hafði hún
stórspillzt, bæði fyrir sakir þess, að ritmálið var
danska, og hin tungan hafði því engan stuðning af
bókmálinu, og enn af því, að mál embættismanna,
predikanir presta o. s. frv. var danska. Er því ekki
að undra, hversu tókst til í þessu efni smám saman.
Samt sem áður lifðu á vörum almúgans víða um
^yggðir Noregs leifar og blendingur hinnar fornu
tungu, en um langan aldur litu flestir lærðir menn
þarlendir með fyrirlitningu á allar slíkar málminjar.
Þetta gerbreyttist, er þjóðernisvakningin hófst með
Norðmönnum. Tóku þá hinir mætustu menn að
kynna sér rækilega þetta efni allt, og hugðu þá margir,
er bezt voru að sér og þjóðræknastir, að hér væri
fundin undirstaða, er reisa skyldi á sjálfstæða þjóð-
tungu, með tilstyrk islenzkrar tungu, þannig að varp-
að yrði burt og hreinsað til um danskt tungumál, en
Þjóðtungan ella héldi þeim blæ og breytingum, sem
almúgamálið hafði þá á sig fengið smám saman (t. d.
um niðurfall endinga o. s. frv.), þó svo, að í sam-
ræmi væru settar mállýzkur byggða um meginhluta
landsins. Pess má geta, að sumir merkir íslendingar
samtímis fylgdu máli þessu af mikilli athygli; t. d.
Var Jón Sigurðsson mjög hlynntur þessari hræringu
frá stofni. Er það og öllum auðsætt, þótt einungis sé
litið á frá sjónarmiði þjóðrækilegra málfræðilegra
Visinda, aö t. d. íslenzkri tungu er beinn gróði að
Því, að kannaðar séu frá rótum jafnskyldar mállýzkur
sem þessar eru, er dulizt hafa með Norðmönnum.
Einn þeirra manna, sem jafnan hljóta að verða
nefndir í fremstu röð, þegar rætt er um viðreisnar-
baráttu Norðmanna í þessari grein, er Henrik Krohn.
Eann var af kaupmannakyni í Björgvin (f. þar 10.
biaí 1826), prýðilega menntaður maður, víðlesinn, vel
ritfær og skáldmæltur. En einkum bar það af, að
(29)