Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Jasir Arafat er við dauðans dyr. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður og rithöfundur fylgdist með þess- um leiðtoga Palestínuaraba áratugum saman og hitti hann meira að segja sjálfan. Hún segir að hann hafi endurreist sjálfsmynd Palestínumanna eftir harkarlega meðferð ísraela en síðan orðið fyrir þeirri ógæfu að lifa sjálfan sig. Kveðjustund terroristans sem fékk fpiðarverðlaun Nókels „Þú verður að vera mjög varfærin, þú mátt ekki spyrja formann- inn um það þegar PLO var hrakið frá Líbanon... þú mátt heldur ekki spyrja hann um það þegar Hussein Jórdaníukonungur rak PLO úr landi á sínum tíma... það er heldur ekki vert að þú talir mikið um Saddam Hussein... þetta gæti komið honum í upp- nám og hann er mjög þreyttur. Hann gæti brugðist við með því að hætta viðtalinu." Þessi fyrirmæli fékk ég hjá aðstoð- armanni Jasirs Arafats í Túnisborg þegar við vorum á leið til bækistöðva formannsins - því þetta var fyrir stofnun Palestínuríkis - ríkis sem í reynd hefur lítinn veruleikablæ yfir sér nú. Þetta var vorið 1991. Lúinn og vansvefta Það var mið nótt og allan daginn hafði ég setið uppi á hótelherbergi og beðið eftir að égyrði látin vita hvenær menn kæmu að sækja mig því ég hafði fengið þetta loforð um viðtal við Arafat. Inn á milli hringdi ég í númer sem mér hafði verið afhent til að spyrjast fyrir um hvort Arafat hefði nokkuð gleymt mér. Ég var fullvissuð um að það væri ekki hætta á því en likindi til að ég yrði að bíða enn um hríð. ídukkan var þrjú um nóttina þegar ég var loksins sótt til að fara á fundArafats. Þegar mér var vísað inn á skrifstof- una mátti sjá að Arafat var meira en h'tið lúinn og vansvefta. Hann var í örgu skapi og þótt hann væri kurteis við mig hreytti hann ónotum í að- stoðarmenn sína sem vom á þönum í kringum hann. Ég hafði haft nægan tíma ailan daginn til að semja spumingar en þar sem æði margar lutu að þeim efnum sem ég mátti ekki minnast á hvarflaði ég augum yfir blaðið og sá að það vom ekki margar eftir. Svo ég ákvað að láta bara vaða og taka áhættuna á því vera vísað út. Mér til ánægju tók Arafat öllu vel, hann forðaðist þó að gefa bein svör og vildi h'tið gera úr því að PLO hefði orðið fýrir auðmýkingu þegar hann og hðsmenn hans vom reknir frá Beirút og þaðan af síður gerði hann mikið úr ágreiningi sínum við Jórdan- íumenn enda vom þeir Hussein, þá- verandi kóngur, sáttir þegar hér var komið sögu. Þegar þetta viðtal fór fram var fyrra Flóastríðinu nýlokið. Palestínumenn höfðu staðið með Saddam Hussein enda hafði hann lofað að frelsa Pal- estínu úr höndum ísraela. Þess í stað unnu bandamenn vitaskuld stríðið vegna hernaðarlegra yfirburða en Palestínumenn margir lém samt ekki af stuðningi við Saddam Hussein. Vorkenndi Arafat Ég get ómögulega státað af því að þetta viðtal hafi verið sérlega merki- legt. Arafat var á þessum árum farinn að veita erlendum blaðamönnum viðtöl í stórum stíl, þjóðarleiðtogar vom farnir að hafa samband við hann og almennt hafði viðhorf fólks til mál- efna Palestínumanna breyst mjög mikið. Hann þekkti allar spuming- arnar og hafði við þeim dáhtið frasa- leg og stöðluð svör. Hann sagði þó eitt sem ég áttaði mig ekki á þá, og reyndist merkilegt, að það liði ekki á löngu uns tíma- mótafréttir bæmst af Paiestínumál- inu. Hann sagði að hann hefði verið í sambandi við „athyglisverða" stjóm- málamenn og hann bindi vonir við að ýmislegt stórbrotið kæmi út úr því. Þar sem ég hafði heyrt svo ótalmörg viðtöl við Arafat áður, þar sem hann hafði gefið svipaðar yfirlýsingar, gerði ég ekki mikið úr þessu. Seinna kom á daginn að það vom þegar hafiiar undirbúnings- og könnunarviðræður með milhgöngu Norðmanna sem leiddi tíl samningagerðar við ísraela. En þessa túm'sku nótt þar sem hann sat við skrifborðið sitt með mynd af sjálfum sér á veggnum fyrir aftan mig, lá við að ég vorkenndi honum og þótti rétt að ljúka viðtalinu hið bráðasta svo hann kæmist í bóhð. Hitti Arafat fyrst í Jemen Ég hafði hitt Arafat sex árum áður. Það var í Sanaa í Jemen. Þá var Arafat enn „hryðjuverkamaður" í heims- pressunni og enginn viðurkenndi rétt hans til eins né neins. Samt hafði hann fengið að ávarpa þing Samein- uðu þjóðanna allmörgum árum áður og bar byssu við belti og ólífurgrein í hendi. Þá smddu Jemenar nokkuð vel við bakið á PLO og leyfðu þeim að hafa þjáhunarbúðir fyrir andspyrnumenn á nokkrum stöðum í Jemen. Stjómin í landinu afhenti honum einnig hús til umráða og hann gerði sér tíðförult til Jemen á þessum tímum. Sá fundur var nokkuð sögulegur því ég hafði ætíað mér að fá leyfi tíl að fara í þessar þjálfunarbúðir og sjá hvað þar færi fram. Þeirra erinda ætl- aði ég að leita á fund sendiherra Pal- estínumanna í Sanaa. Hann var þá ekki við og einhver missti út úr sér að líklega væri hann upptekinn því Jasir Arafat hefði komið th landsins um morguninn. Þá fór ég að sperra eyrun, væri ekki þjóðráð að reyna að hitta Arafat? Og kannski rétt að taka fram að á þeim árum var langtum erfiðara að ná samtah við hann en síðar varð. Tedrykkja með vörðum og hermönnum Ég fékk bhstjóra th að keyra að enda þeirrar göm sem hús Arafats stóð við. Eftir mikið þref og þras og óheyrhega mikla og vinsamlega te- dryldcju með vörðum og hermönnum var mér hleypt inn í húsið. Þar beið ég nokkra klukkutíma og drakk meira te og lægra settir starfsmenn reyndu að fá mig ofan af þessu: Arafat væri sof- andi og svo biðu hans fundir fram eft- ir öhum degi. Ég sagðist ætía að bíða. Loks kom sendiherrann í eigin per- sónu og samræður okkar voru eigin- lega ahar í kross. Loks gafst hann upp og sagði að Arafat ætíaði að hitta mig á aðalskrifstofunni. Það hafði verið leitað á mér th að tryggja að ég væri ekki komin th að skjóta Arafat og myndavélin mín var prófuð. Þetta var endurtekið nokkr- um sinnum og svo var mér vísað inn á skrifstofúna og þar var borið í mig meira te. Svo sviptí Arafat sér inn, klæddur kakifötum og með derhúfu, bar byss- una við beltið og byrjaði á að spyrja mig hvemig ég hefði vitað að hann væri kominn th landsins. Ég var kom- in í dáh'tið gálgahúmorsskap eftir aht standið að ég sagðist hafa frétt það hjá Mossad, leyniþjónustu ísraels. Arafat skemmti sér vel yfir orðum mínum og við hófum viðtahð. Virtist vita heilmikið um ísland Hann talaði lágt og notaði hend- umar mikið og mér fannst hann ekki jafii ófrýnhegur og á myndum. Hann hafði falleg augu en ég fann hvorki þá né síðar þá útgeislun sem margir hafa talað um og hlýtur eiginlega að hafa verið einhvers staðar þegar haft er í huga hversu ótrúlega miklu þessi lág- vaxni, skeggjaði náungi féldc áorkað einkum á sínum yngri árum. „Þú ert af íslandi, þar em eldfjöh. Þið þekkið kraftinn í þeim. Ég segi stundum að ég sé eins og eldfjah... og þegar ég get fengið þjóð mína th að gjósa fyrir alvöru mega menn fara að vara sig,“ sagði hann bh'ðlega. Hann hafði aldrei hitt íslending fyrr en virt- ist vita heilmikið um ísland og spurði hver væri hugur íslendinga th mál- staðar Palestínumanna. „Raddir smáþjóða skipta máh á al- þjóðavettvangi," sagði hann. „Hjá Sameinuðu þjóðunum em allir jafnir. Gleymið okkur ekki. Gleymið ekki Palestínu." Hvernig dæmir sag- i \ an Arafat? \ Það er erfitt að ' spá fyrir um hvem- V ig sagan mun meta Jasir Arafat. Líklega mun þó bera hæst að hann gaf Pal- estínumönnum ! hugsjón og þá þjóðarvitund sem svo sárlega ' skorti. Hann hefur í áratugi verið tákn mynd Palestínu- manna og baráttu þeirra gegn ísrael. Hans mun einnig verða minnst fyrir merkhega kúvend- ingu þegar hann ákvað að setjast að samningaborði við ísraela, fékk Friðar- verðlaun Nóbels og var kjörinn forseti Palestínu- ríkis. Fáir menn hafa verið jafrí hataðir og fyrirhmir Vesturlöndum og Arafat. Hann greip að sönnu th miskunnarl ausra aðgerða á sínum yngri ámm og sveifst einskis th að ná markmiði sínu: að frelsa Palestínu. Hann og hðsmenn hans innan ýmissa sam- taka Palestínumanna stóðu fyrir hryðjuverkum á blásaklausum mönnum, flugvélaránum og öðm þess háttar og Arafat réttíætti aht með því benda á að heimurinn hefði rænt Palestínumenn landi sínu og þeir hefðu fuhan rétt th að heyja ffels- isstríð. Hann lenti ekki bara upp á kant við útíenda stjórnmálamenn heldur gekk honum afleitíega að lynda við arabíska þjóðhöfðingja. Hussein Jór- Jóhanna Kristjónsdóttir og Arafat „Þú ert aflslandi, þar eru eldfjöll. Þið þekkið kraftinn í þeim. Ég segi stundum að ég sé eins og eldfjall." damukongur taldi Arafat og hans menn vera í þann veginn að gera byltingu í Jórdaníu í lok sjöunda ára- tugarins og rak þá úr landi. Þá fóm Arafat og menn hans th Líbanon og tókst að koma þar nokkuð vel undir sig fótunum og sehdust th meiri valda en Líbönum þóttí viðunandi. f borgarastyijöldinni í Líbanon sem stóð 1975-1990 var Arafat og hðs- mönnum hans svo vísað úr landi og bjuggu þá um sig í Túnis. Meira raunsæi í stefnunni Með árunum gætti meira raunsæ- is í stefnu Arafats og eftir 1990 er óhætt að segja að mikh stefnubreyt- ing hafi orðið í vinnubrögðum hans. Hann varð samvinnufúsari og sveigj- anlegri og áttaði sig á því að ísrael væri komið th að vera, vegna þess stuðnings sem það naut hjá Banda- ríkjamönnum. Hann ákvað að sætta sig við það og reyna að semja um landssvæði sem Palestínumenn gæm kahað sitt land. Með velvhja margra, ekki síst Norðmanna, samvinnufiis- um Rabin, forsætisráðherra ísraels og atbeina Chntons Bandaríkjafor- seta tókst að koma Palestínuríki á laggirnar og Arafat var kosinn forsetí þess. Hann hafði áformað að hafa bækistöðvar sínar í Jerúsalem, en fékk því ekki framgengt. Þá ákvað hann að setjast að í Jerikó, þeirri fornffægu borg og það mál var kom- ið svo langt að hús hafði verið keypt handa forsetanum. Framhaldá næstuopnu „Raddir smáþjóða skipta máli á alþjóða- vettvangi," sagði hann. „Hjá Sameinuðu þjóð- L unum eru allirjafn- B ir. Gleymið okkur a ekki. Gleymið I m ekki Palest- nu. Foringinn Öllum bersaman um að dagar hans sem leiðtoga Palestínuaraba séu taldir,þótt öndin blakti enn I brjóstinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.