Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 29
r DV Helgarblað LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 29 , £JDorrit Moussaieff Olafur RagnarOnmsson Hér er um einhverja fallegustu ástarsögu samtímans aö ræöa og erþar um sjálffor- setahjónin að ræða. Þjóðin fylgdist grannt með gangi mála þegar þau Ólafur Ragnar og Dorrit fóru að draga sig saman. Og þjóðin fékk gæsahúð þegar forsetinn féll afhestbaki og hin erlenda kona, sem fæstir kunnu skil á, hlúði að Ólafi. Forsetinn fór fram á hið fræga tilfinningalega svigrúm og fékk það. Auðvit- að. Iþessari ástarsögu er hins vegar ákveð- inn viðsnúningur áfrægðinni.„Turn ofthe screw.“l fyrstu mátti Ijóst vera að Ólafur var sá frægi. Miklu frægari. Sjálfur forsetinn. Hins vegar spurðist það að þetta væri nú svo sem ekkert„nobody" sem hann varað binda trúss sitt viö. Dorrit reyndist hátt skrifuð sam- kvæmisdama úr heimsborginni London. Og bresk blöð töldu engan vafa á leika hvers kyns væri þegar frægðin er annars vegar og skrifuðu að sjálfDorrit hefði fallið fyrir islenskum rakarasyni. Nánast affullkomnu virðingarleysi. Sólveig Péturs &Kristinn Björnsson rsaotur Bonny og Clyde Þetta par hefur verið lengi í sviðsljósinu og hvort á sínum vettvanginum. Hann sem einn afhinum miklu olíuforstjórum hún sem dómsmáiaráöherra og ein helsta sprauta kvenna I Sjálfstæðis- flokknum. Margir vilja þó meina að leiðir þeirra hafi legið saman ekki aðeins bak við gluggatjöldin heldur einnig í baktjaldamakki. En það hlýtur að heyra undir getgátur. Koddahjal um samráð er og verður Dr. Guhni lætur það þó ekki trufla sig á sinni síðu og heidur því fram að hann hafi verið með Bonnyog Clyde í llkamsrækt án þess aðgerasér grein fyrir því. „Auðvitað litu þau aidrei í áttina til manns þó pungurinn á manni sveiflaðist fyrir framan nefið á þeim, nema Sólveig heilsaði inu sinni óvart. Kristinn ægi- lega gullið boddí með diskólokkinn sinn og vondu samviskuna, en Sólveig i sokkabuxum, fölnað diskó- blóm sem var strítt með pappalöggum og gullklósetti. Hamingjan skein nú ekkert af eim, enda alkóhólistar að mér kilst, og a ha, einmitt, trú- egt að Sólveig hafi bara ekkert vitað um hundsbit''karlsins." Inga Jóna Þór , Haarde ír Þarna ernú par sem hefur látið til sln taka með prýðilegum árangri á hinu pólitíska sviði. Geir í landspnálunum sem fjármálaráð- herra og verðandi foringi Flokksins og svo Inga Jóna í borgarmálunum. Einu sinni voru menn að velta því fyrir sér því hvort Geir eða Björn Bjarnason yrðu arftakar Davíðs Odds- sonar. Það þrátt fyrir að Björn sé vitaskuld gerilsneyddur öllu því sem heita má pólitísk- urþokki. En saman lögðu þau hjónin gildru fyrir hinn lánlausa Björn sem fór í borgar- pólitíkina, sneypuför, og eftir það hefur hann ekki séð til sólar. Þrátt fyrir (kannski vegna?) sinnar foringjahollustu. Þó að stjarna Geirs skíni nú sem aldrei fyrr þá standa þau íjafn glæstum Ijóma á sviðinu. Erpur Eyvindar- son & Björit Barkar- dóttir Helgi P. var að senda frá sér sólóplötu þar sem hann tekur til flutnings sígild- ar melódíur sem hann hefur þekkt frá því hann var gutti í Kópavoginum. Frií Birna spilar diskinn ótilneydd „Stofnunin sem ég hef annars tilheyrt áratugum saman er í hefð- bundnu leyfi. Það kemur þó ekki í veg fyrir tónlistarsköpun einstakra aðila innan hennar. Mig hafði lang- að til að spreyta mig á einhverju af þessu tagi. Lög sem hafa verið í kringum mann árum saman og áratugum. Sumt eru lög sem mað- ur lærði sem lítill krakki í Kópavog- inum,“ segir Helgi Pétursson - Helgi P. í Ríó. Helgi var að senda frá sér plötu á dögunum sem ber titilinn „Allt það góða". Félagar hans í Ríó, eða því sem Helgi kallar „Stofnunina" eru þó ekki alveg allir fjarri góðu gamni. Vissulegar fá þeir Ólafur Þórðarson, Ágúst Atlason og Gunn- ar Þórðarson ekki að koma nálægt plötunni, en Helgi virðist seint geta án textasmiðsins Jónasar Friðriks verið. Hann leggur til textana. „Við erum algerlega trúir upprunalegu textunum. Sem dæmi má nefna lagið „A Fool Such as 1“ sem heitir á íslensku „Þetta flón sem ég er“. Oft er auðveldara að fara í að búa til eitthvað allt annað, leika sér að einhverjum orðum, en Jónas hélt sig algerlega við þema uppruna- legu textanna. Einfaldir og skýrir textar... Já, jafhvel nævir," hlær Helgi. Gaman að vinna með topp- fólki Nokkuð er um liðið frá því Helgi sendi ffá sér sólóplötu. Hvorki meira né minna en 26 ár. Og lögin eru komin til ára sinna: Þú ert mitt sólskin (You Are My Sunshine) - Hvert eitt sinn (Anytime) - Sing ég þér blús (Singing the Blues) - Alltaf hjá þér (Let it be me) og Síðasti vals (Tenessee Waltz) svo nokkur séu nefnd. „Já, ég get ekki neitað því að ég fann til nokkurs kynslóðarbils fyrir utan ósköpin sem maður hló að sjálfum sér, þegar ungir topp- menn, sem voru að spila með mér, komu að máh við hinn aldna söngvara og sögðu: ‘Helv... eru þetta góðar melódíur. Hvaðan er þetta? Hvar fannstu þetta?“ Allt eru þetta náttúrlega alþekkt- ar melódíur en greinilega ekki svo þekktar að nýrri kynslóðir hafi náð að tileinka sér þær. Hljóðfæraleik- arar sem við sögu koma eru. Guð- mundur Pétursson, Róbert Þór- hallsson, Sigfús Óttarsson, Dan Cassidy, Haukur Gröndal, Snorri Sigurðsson, Ásgeir Óskarsson, Regína Ósk Óskarsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir. Upptökustjórn var í höndum Jóns Ólafssonar. „Ég var að bögglast með þetta og var svo drifinn í gírinn af útgef- andanum Steinari Berg. Það var líkla skemmtilegt að breyta til. Að fá toppfólk með í það...“ Spurningin: Ertu að meina að þú hafir ekki verið með toppfólki áður? hangir í loftinu. Það finnur Helgi og bætir hraðmæltur við: „...annað en það sem ég hef verið að vinna með undanfarna áratugi. Að þeim ólöstuðum. Að þeim ólöstuðum. En það var gam- an að vinna þetta með Jóni góða Ólafssyni og svo var ákveðinn há- punktur fyrir mig að fá að syngja dúett með Þuríði Sigurðardóttir. „Let it be me,“ sem er gamalt franskt dægurlag. Það sér ekki högg á vatni þar sem Þuríður er. Rosa- lega góð með sína dimmu og flottu rödd.“ Fjögur börn með sömu kon- unni Aðspurður hvers vegna Helgi hafi ekki gert meira af því að gefa út sólóplötur, 26 ár má heita langur tími, þá segir hann að þeir í Ríó hafi verið duglegir að gefa út plötur að undanförnu. Og því hefur ekki fundist neitt rými tU þess. „Ég hafði gaman að því að vinna með annan hljóm en ég á að venjast og annarri hugsun en er hjá stofnuninni." Ekki stendur til að fylgja plöt- unni eftir svo neinu nemi ef undan eru skildir tónleikar í Garðabæ sem verða 18. nóvember. Þar kemur fram listafólk búsett í Garðabæ, Björn Thoroddsen, Ragnheiður Gröndal, Þuríður Sigurðardóttir og svo Helgi en hann telst seint til inn- fæddra Garðbæinga. Kópavogsbú- ar myndu ekki skrifa undir slíkt. Helgi er fjölskyldumaður. „Já, ég á fjögur börn með sömu konunni. Sá yngsti er 20 og elsta er 27 ára. Þau eru vön því að pabbi gamli sé að brölta þetta með tón- listina sína. „Þau hafa haft sínar skoðanir á því hvað frá honum hefur komið. En ég heyri ekki betur en þau séu tiltölulega sátt við þetta. Og ég tek mikið mark á því að frú Birna spilar þennan disk ótilneydd á tón- græjurnar. Ég hef staðið hana að því tvisvar eða þrisvar og ég tek því sem verulegum meðmælum. Ýmis- legt bendir því til að þetta hafi fallið í kramið." jakob@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.