Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Side 44
44 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Helgarblað X3V ^Hún lék í 24 mynd- um á síðasta ára- tug og var í ellefta sæti yfir dugleg- ustu leikarana í Hollywood. En Julianne Moore hefur meira til .„brunns að bera en dugnaðinn. Henni hefur verið líkt við leikkonur á borð við Michelle Pfeif- fer, Jessica Lange og Meryl Streep og á þann samanburð fyllilega skilið. Moore leikur aðal- hlutverkið í The tForgotten sem nú er sýnd í íslensk- um kvikmyndahús- um. DV skoðaði feril þessarar hæfi- leikaríku leikkonu sem tvívegis hefur verið tilnefnd til óskarsverðlauna. Hún fæddist í Norður Karólínu 3. desember 1960 og var skírð Julie Smith. Pabbinn, Peter, var dómari í Bandaríkjaher og mamma hennar, Ann, var æskuást hans. Hún var skosk og gerðist síðar fé- lagsráðgjafi. Vinna Peters gerði það að verkum að þau urðu stöðugt að flytjast á milli herstöðva um öll Bandaríkin og reyndar víðar. Julianne segir að þetta hafi gagnast sér siðar meir, hún hafi átt auðvelt með að aðlagast nýjum hlutum. „Ég var algjör nörd," segir hún um sjálfa sig í æsku. Julianne var elst þriggja systkina, hún var mjó og með gleraugu. „Það er alltaf krakkinn sem er mjög lítill, t svo er það krakkinn með gleraugun og svo krakkinn sem getur ekkert í íþrótt- um. Ég var allir þessir krakkar." Fann sig í Þýskalandi Það var margt sem stuðlaði að því að Julianne fékk áhuga á leiklist. Hún las mikið og þakkar það því að hún eigi í nú auðvelt með að velja rétt handrit. Hún taldi sig vanta sjálfstraust og fluttí til Þýskalands á menntaskólaárunum, en hún útskrifaðist úr bandarískum menntaskóla í Frankfurt árið 1979. Þar klipptí Julianne á sér hárið og fékk sér linsur. „Alit í einu varð fólk miklu al- ..mennilegra við mig. Það kom mér mik- ið á óvart," segir hún. Breytingin kom foreldrum hennar líka á óvart. Þegar þau fylgdust með henni í uppfærslu á Þymirós í skólanum á móðir hennar að hafa kallað upp yfir sig hversu falleg dóttirin væri. Enskukennari Julianne hvatti hana til að reyna fyrir sér í leiklist og hún ákvað að kýla á það, þvert á vilja foreldr- L anna sem vildu að hún fyndi sér ömgg- ari starfsvettvang. Að lokum fundu þau þó málamiðlun og Julie, eins og hún hét þá enn, lærði í Háskólanum í Boston. Leiklist var aðalgrein hennar, en hún fékk þó einnig nauðsynlegan bakgmnn í öðrum greinum. Julianne útskrifaðist með BA-gráðu og fluttí til New York til að finna sér vinnu. Fyrsta verkið var að skipta um nafn eftír að hún komst að því að öll afbrigði nafhs hennar höfðu þegar ver- ið skráð í leikaraskránni þar í borg. Hún tók nafn móður sinnar og skeyttí við sitt og tók miðnafn föður síns sem ættar- nafn. „Bara svo ég myndi ekki særa neinn," sagði hún. Julianne Moore var fædd. Ber að neðan í Short Cuts Julianne einbeittí sér að því að leika Julianne Moore Rauðhærði vinnuhesturinn sem ersvo hæfíleikarlk að þvl er spáð aö hún hreppi óskarsverölaun innan tlðar. Hún hefur ein- stakt lag á að velja sér rétt handrit og skilar ávallt slnu. á sviði og fékk ýmis hlutverk off-Broad- way. Stóra tækifærið fékk hún samt í sápuóperum í sjónvarpi. Hún fékk hlut- verk í As The World Tums, sápuópem sem hafði verið í gangi síðan 1956. Meðal leikara sem þar höfðu stígið sín fyrstu skref vom James Earl Jones, Martin Sheen, Marisa Tomei, Courten- ey Cox og Meg Ryan. Julianne fékk Daytime Emmy-verðlaunin fyrir hlut- verk sitt árið 1988. Á þessu tímabili gift- Með eiginmanninum Bart Freundlich er eiginmaður Julianne Moore og eiga þau tvö börn saman. Hann er kvikmyndaleikstjóri og þau kynntust við gerð einnar myndar hans. Á næsta ári er von á nýrri mynd sem hann leikstýrir og Julianne fer með aðalhlutverkið I. var í Short Cuts eftír Robert Altman og Moore birtíst nakin fyrir neðan mitti. Loks fékk hún hlutverk í vinsælli mynd, The Fugitíve, þar sem hún lék lækni. Hlutverkið var lítíð en það átti eftír að hjálpa því hún vaktí athygli Stevens Spi- elberg. Einkalífið í molum Um hríð einbeitti Moore sér að krefjandi verkefnum. Hún lék í Benny & Joon á móti Aidan Quinn og Johnny Depp, var Yelena í mynd Louis Malle, Uncle Vanya, og fyrsta aðalhluverkið lék hún í Todd Haynes’ Safe. Eftir þetta komu þijár dýrar myndir; Nine Months á mótí Hugh Grant, síðan hörmungin Assassins á mótí Sylvester Stallone og Antonio Banderas og að síðustu Surviv- ing Picasso með Anthony Hopkins. Vinnan við næstu mynd, The Myth of Fingerprints, áttí eftir að breyta öllu hjá Julianne Moore. Um þær mundir var hún skflin og hafði átt í fjölda misheppnaðra ástar- sambanda. Ól ist hún leikaranum John Gould Rubin. Hlutverk í almenni- legum kvikmyndum létu á sér standa, það eina sem var f boði voru hryllings- og vísindaskáldsögukvikmyndir. Hún lék í nokkrum slikum en það fyrsta sem eitt- hvað vit var í var frekar ú'tíð hlutverk í The Hand That Rocks The Cradle. Á eft- ir kom lítíð hlutverk sem eiginkona Willem Dafoe í Body of Evidence, en í næstu mynd stal Julianne Moore sen- unni frá mörgum stærri nöfnum. Það hætt er að segja að einkalífið hafi verið í molum. Hún hefur sagt frá því að þegar hún fór á fund leikstjórans Barts Freund- lich var hún í vondu skapi yfir því að skilnaður hennar var ekki kominn í gegn, bíll- inn var á verkstæði og svo mættí lengi telja. Hún heimtaði að fá að vita af hverju hann vfldi fá hana tfl að leika í myndinni. Freundlich hélt ró sinni, út- skýrði mál sitt og vann hana á sitt band. Moore mfldaðist fljótt að innan viku við tökur á myndinni var hún orðin ást- fangin af Freundlich. Hún var 35 ára og hann 26 og þau voru að fara að vinna saman. Það gekk samt allt eins og í sögu og þau eru enn saman í dag og eiga tvö böm. Frábær í Boogie Nights og Big Lebowski Nú varð Julianne Moore heimsfræg. Hún fékk hlutverk Söruh Harding í Ju- rassic Park 2 og síðan hlutverk klám- stjömunnar Amber Waves í Boogie Nights. Þar fór hún á kostum sem syrgj- andi móðir sem misstí bam sitt en læt- ur ekki sitt eftir liggja í kókaínneyslunni á milli þess sem hún leikur í klámmynd- um. Moore fékk óskarstflnefningu fyrir hlutverkið. Næsta mynd var ekki síðri; The Big Lebowski eftír Coen-bræður. Þar lék hún fúrðulega listakonu sem heimtaði að Jeff Bridges gæfi henni sæði. Moore varð reyndar ólétt við tök- ur myndarinnar eftír eiginmann sinn og sonurinn Caleb fæddist árið 1997, fæð- ingin tók 37 klukkustundir. Dóttirin Liv Helen fæddist 2002. Julianne lék í endurgerðinni á Psycho og einnig á móti Sigoumey Weaver í A Map of the World og í An Ideal Husband eftír sögu Oscars Wflde. Síðan kom mynd Altman Cookie’s Fortune og grínmyndin The Ladies Man áður en hún lék í stuttmyndinni Not I, mynd Nefl Jordan eftír leikrití Samuels Beckett. P.T. Anderson, sem leikstýrði Boogie Nights, hóaði aftur í Moore þegar hann gerði næstu mynd sína, Magnoiia, og stóð hún að sjálf- sögðu fyrir sínu þar. Moore hafði reyndar unnið með Neil Jordan árinu áður í The End of the Affair sem einnig var byggð á sögu Gra- hams Greene. Þar fékk hún aðra óskars- tflnefitíngu sína. Freedomland (2005) (leikur á móti Morgan Freeman) Savage Grace (2005) Trust the Man (2005) (með eigin- manninum) The Prize Winner of Defiance Ohio (2005) The Forgotten (2004) Laws of Attraction (2004) Marie and Bruce (2004) The Hours (2002) Farfrom Heaven (2002) The Shipping News (2001) World T raveler (2001) Evolution (2001) Hannibal (2001) Not I (2000) The Ladies Man (20001) Magnolia (1999) The End of the Affair (1999) A Map of the World (1999) An Ideal Husband (1999) Cookie's Fortune (1999) Psycho (1998) Chicago Cab (1998) The Big Lebowski (1998) Boogie Nights (1997) The Myth of Fingerprints (1997) The Lost World: Jurassic Park (1997) Surviving Picasso (1996) Assassins (1995) Nine Months (1995) Safe (1995) Roommates (1995) Vanya on 42nd Street (1994) Short Cuts (1993) The Fugitive (1993) Benny & Joon (1993) Body of Evidence (1993) The Gun in Betty Lou's Handbag (1992) The Hand That Rocks the Cradle (1992) Tales from the Darkside:The Movie (1990) sLaughterhouse II (1988) Ótrúlegur vinnuhestur Árið 2001 var gott ár því þá lék Moore í Hannibal. Hún fékk hlutverk Clarice Sterling eftir keppni við Helen Hunt, Gillian Anderson og Cate Blanchett og eyddi þremur dögum í þjálfun hjá FBI tfl að geta skilað hlut- verkinu sem best. Ári síðar lék hún á mótí Kevin Spacey í The Shipping News og á mótí David Duchovny í Evolutíon. í Far From Heaven léku hún og Dennis Quaid að því er virtíst fullkomið par í Connectícut á sjötta áratugnum. En hjónabandið var yfirsldn því Quaid var hommi og hún ásfangin af svörtum garðyrkjumanni þeirra. Moore þóttí standa sig frábærlega rétt eins og Qu- aid. Moore var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðmni í Feneyjum fyrir hlutverk sitt í The Hours þar sem hún lék á mótí Meryi Streep og Nicole Kidm- an. Sögðu margir að þar hefði verið saman komið besta kvenkyns leikaralið sem sést hefði lengi í einrtí mynd. Julianne Moore fer með aðalhlutverk í spennutryllinum The Forgotten sem fiumsýndur var í ís- lenskum kvikmyndahúsum um helg- ina. Á næstunni munum við svo sjá hana í Trust the Man, sem eiginmaður hennar leikstýrir, og Freedomland þar sem hún leikur á mótí Morgan Freem- an. Moore er mikill vinnuhestur og staldrar sjaldnast lengi við í íbúð sinni og Freundlichs í New York. Miðað við hæfileika hennar og dugnað munu ósk- arstflnefningamar líldega halda áfram að streyma inn á næstu árum og ekki er ólíklegt að Julianne hreppi hnossið einn daginn. hdm@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.