Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 10
1 0 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Hann hafði þá nokkru áður gengið í hjónaband með stúlkunni Suha sem var af kristnu Palestínufólki. Fram að þeim tíma hafði Arafat h'tið sem ekk- ert verið við kvenfólk kenndur. Sjálf- ur tók hann svo til orða, þegar hann var inntur eftir hjónabandsmálum áður fyrr, að baráttan fyrir frjálsri Pal- estínu væri konan sín. Spilling og ósætti Lyktir urðu að hann fékk ekki að setjast að í Jerikó, var um hríð í Gaza en flutti svo höfuðstöðvar sínar til Ramallah sem er á Vesturbakkanum. Fljótlega komst á kreik orðrómur um spilhngu innan raða nánustu sam- starfsmanna hans. Alþjóðstofnanir höfðu lagt fram mikla fjármuni í upp- bygginguna í Palestínu en marga grunar að þeir fjármunir hafi runnið í vasa annarra. Arafat sjálfur var þó ekki sakaður um spillingu. Á fyrstu árunum sem hann var forseti eða eftir 1996 gekkþó ýmislegt í haginn og bjartsýni gætti í auknum mæh meðal Palestínumanna um að þeir fengju sitt land í alvöru og gætu ferðast innan þess án hindrana. Ara- fat var sjálfur orðinn nokkuð heilsu- tæpur og þótti erfiður í samstarfi, ósveigjanlegur og ráðríkur. Ýmsir ágætir ráðherrar í fyrstu stjóm hans sögðu af sér vegna ósættis við forset- ann og heimastjóminni gekk erfið- lega að koma sér saman. Allt varð það vatn á myllu öfga- manna í ísrael og versnaði um allan helming eftir að Ariel Sjaron varð for- sætisráðherra ísraels með loforði um að tryggja frið. Seinni intifadan var hafin meðal Palestínumanna en ísra- elar beittu ólýsanlegri grimmd og hörku að bæla hana niður og sér ekki fýrir endann á því. Æska og uppvöxtur Mohammed Abdel Raouf Arafat al Quadwa al-Husseini fæddist 24.ágúst 1929. Ýmsar útgáfur em um fæðing- arstað hans, opinberlega taldi hann æskilegast að vera fæddur í Jerúsal- em, en aðrar heimildir nefna Gaza og flestir hallast að því að hann hafi raunar verið fæddur í Kairó. Faðir hans var vefnaðarkaupmaður, Pal- estínumaður, en átti ættir að rekja til Egyptalands. Móðir hans var af virðulegri palestínskri fjölskyldu í Jer- úsalem. Hún lést þegar Jasir var fimm ára gamall og þá var hann sendur til móðurbróður síns í Jerúsalem. Pal- estína var þá undir stjórn Breta sem Palestfnumenn, sem og og nýfluttir gyðingar, börðust gegn. Arafat hefur aldrei fengist til að ræða æsku sína að neinu marki en hefur þó sagt að ein af fyrstu bernskuminningum sfnum sé um þegar breskir hermenn réðust inn í hús frænda hans um nótt, lúbörðu fjölskyldumeðlimi og skemmdu inn- anstokksmuni. Eftir nokkur ár í Jerúsalem kom faðir hans frá Kairó og þar bjó hann síðan ásamt föður síntnn og systkin- um. Ákveðinnar beiskju hefur ailtaf gætt hjá Arafat í garð föður síns sem virðist h'tið hafa sinnt bömum sínum. Þegar faðir hans lést 1952 var hann ekki við útför hans. Frístundabarátta gegn ísrael- um Arafat virðist ungur hafa tekið þátt í baráttu Palestínumanna og vitað er að hann var innan við tvítugt þegar hann smyglaði vopnum til Palestínu- manna í stríðinu 1948 eftir að ísraels- ríki hafði verið komið á laggirnar. Hann var um þær mundir verkfræði- nemi við Kairóháskóla en stofnun Ísraelsríkis gekk svo nærri honum að hann íhugaði að flytja til Bandaríkj- anna og vitað er að hann sótti um áritun til Bandaríkjanna og ætlaði að halda áfram námi í Texas. Hann jafh- aði sig á þunglyndinu, lauk námi og var í forsvari fýrir palestínska náms- menn í Kairó. Haim lauk verfræðináminu 1956 og vann síðan í átta ár í Kúveit. Hann efnaðist þar eins og allir sem í þeim ríkjum vinna. Þar stofnaði hann eigin verktakafýrirtæki. En öllum frístund- um sfnum varði hann í að hvetja til baráttu gegn ísraelum og í það gaf hann stórar fúlgur á þessum árum. Hann stofnaði Fatah-hreyfinguna, neðanjarðarhreyfingu sem var byggð upp af leynisellum og hófu að gefa út rit sem hvöttu til vopnaðrar baráttu gegn ísraelum. í árslok 1964 flutti hann frá Kúveit og upp frá því helgaði hann sig baráttumálum Palestínu- manna. Fram til þess tíma að Arafat stofnaði Fatah hafði allur sá fjöldi Palestínumanna sem enn bjó á svæðinu í reynd ekki haft neinn til- verurétt og ekki var litíð á þá sem þjóð í fullri merkingu þess orðs. Fræg eru ummæli Goldu Meir, ísra- elsráðherra, þegar hún var spurð hvernig ætti að leysa vandamál Pal- estínuþjóðarinnar og hún svaraði: „Hvaða Palestínumenn ertu að tala um? Þetta eru bara fáeinir hryðju- verkamenn." Fékk heitustu ósk sína ekki uppfyllta Palestínumenn telja að Arafat hafi með stofnun Frelsissamtaka PLO 1974 gefið þeim þá þjóðarímynd sem svo sárlega skorti. Hann var vakinn og sofinn að berjast fyrir málstað þjóðar sinnar og menn Utu á hann sem eins konar dýrðling. Síðustu árin sat hann veikur, auð- mýktur og niðurlægður í hálfhruninni stjómarbyggingu sinni í Ramallah og þó ýmsir forystumenn heimsæktu hans var hann hundsaður af Sjaron og það sem meira var, og afdrifam- eira, af Bush Bandaríkjaforseta sem sumir segja að hafi örlög þessa heimshiluta í höndum sér. Hvemig svo sem sagan dæmir hann, hygg ég að Palestínumenn muni í margar kynslóðir elska þenn- an lágvaxna og óásjálega mann og þakka honum að hann gaf þeim það sem hverri þjóð er mikilvægast. Það er frægt að alkunn kveðja gyð- inga þegar þeir vom í dreifingunni - diaspora - var: Sjáumst að ári í Jer- úsalem. Þegar við Arafat kvöddumst i Túnis þessa nótt fýrir mörgum árum fannst mér það sýna afstöðu hans og tilfinningar þegar hann sagði í kveðjuskyni: Sjáumst að ári í Jerúsal- em og þá skulum við halda veislu. Arafat fékk ekki að koma til Jer- úsalem og fær ekki heitustu ósk sína uppfyllta, að bera þar beinin. AUKIN ÖKURETTINDI Meiraprófið breytist! Nú liggur fyrir ákvörðun um miklar breytingar á meiraprófinu sem gerir það bæði erfiðara og dýrara.^ Búast má við a.m.k. 60-80% hækkun á verði en breytingin tekur gildi fljótlega. Notaðu tækifærið og taktu meiraprófið áður en breytingin tekur gildi því nú fer hver að verða síðastur. Hafðu samband við okkur ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þessar breytingar. Nœsta námskeib hefst 10. nóvember Skrábu þig núna! SímarS81 2780, 892 4124 og 898 3810 >ÖKUSKÓll Taktu SIMI 581 2780 mmiHiHiMiiinuujiinMJimni «x Uppreisn hinna ófríðu í liinni frábæm mynd Friðriles Þórs, Rokk í Reykjavík, er að einhverju leyti fjaliað um tvo póla, vinstrisinn- ann Bubba og hreinræktaðri anar- kista. Fræbbblamir gáfu afar htíð fýrir stjómmálapælingar Bubba og sungu frekar um stelpur og bjór. í eftir- minnilegum senum sitja Fræbbbl- amir með forsíðumynd af Bubba sem búið er að teikna Hitlersskegg á í bak- grunninum. Það em helst þrír þeirra sem hafa orð fýrir hópnum; Stebbi, sem er trommari með attitjúd en kannski ekld sá útpældasti, Valh, sem er intellektúal en berst gegn því, og Steindór, sem að einhveiju leyti sam- einar það besta úr báðum. Steindór bendir einmitt á að rétt eins og pönkið í Danmörku sé sér- danskt fyrirbæri er pönkið á íslandi séríslenskt. Ef meistari Megas (sem er jú pönkari á sinn hátt) og Spilaverkið em undanskilin, er íslenska pönk- tímabilið í fýrsta sinn sem íslendingar ná að spila rokktónhst með sérís- lenskum formerkjum, enda var það fýrst upp úr pönkinu sem fólk útí í löndum fór að fýlgjast með því sem var að gerast hér. Því er ekki að undra að deilt sé um hver hafi komið með pönkið til ís- lands. í myndinni Pönkið og Fræbbblamir sjáum við meðhm Halló og heilaslettnanna færa rök fyr- ir því að þeir hafi haldið fýrstu ís- lensku pönktónleikana, þó að sam- lcvæmt opinberri söguskoðun séu Fræbbblamir fýrsta íslenska pönk- bandið. Rokkfræðingur íslands, Dr. Gunni, sker svo úr um deiluna með því að segja að Fræbbblarnir hafi haldið út í fleiri en eina tónleika, og það sé það sem máh skiptir. Og vissu- lega var þrautsegja Fræbbblana aðdá- unarverð. Pönkið varð ekki að bylgju hér fýrr en 1980, þegar hún var meira eða minna búin að lognast út af í Bretlandi. Án þeirra er hugsanlegt að hún hefði aldrei numið land hér yfir- höfuð. Það var þó erlend liljómsveit sem í raun kom með pönkið til ís- lands, en rétt eins og stundum er sagt að allir sem hlustuðu á Velvet Und- erground hafi síðar stofiiað hljóm- sveit virðast næstum sem allir sem mættu á Stranglers hér 1978 hafi ákveðið að stofna pönkband, þó hjá sumum hafi tekið tíma að koma því í verk. Myndin hður aðeins fyrir það að enginn nema Friðrik Þór hafði vit á því á sínum tíma að vera með mynda- tökuvél á svæðinu, þannig að tak- markað er til af myndefrii frá tímabil- inu. Þó er stórskemmtilegt að sjá áður óbirt myndskeið úr Rokk í Reykjavík, sem og khpp frá Melarokki, öðrum minnisvarða íslenska pönksins, þegar það var í andashtrunum og meira að segja Fræbbblamir nenntu varla að reyna að h'ta út eins og pönkarar leng- ur. Stímdum er bætt úr á hugmynda- ríkan hátt, t.d. með að khppa fólk frá 7. áratugnum dansandi í takt við pönkið. Viðtöl eru tekin við fólk sem skoðuðu fýrirbærið bæði að innan og utan, og Raggi Bjama segir góða sögu af sínum kynnum af pönkinu. Þá er einnig minnst framlags Hrafiis Gunn- laugssonar til íslenska pönksins, sem h'tið er getið í sögubókunum. í upphafi myndarinnar em menn mikið að dásama Fræbbblana sem og pönkið almennt. En fýrir miðri mynd fara menn að ghðna í mismunandi áttir, rétt eins og pönkið sjálft. Mynd- in er fýrst og fremst um Fræbbblana, hin böndin em afgreidd með langri runu af performönsum úr Rokk í Reykjavík sem gaman er að sjá á stóm tjaldi en gerir htið fýrir myndina í heild. En þetta er htið lýti á stór- skemmtilegri mynd. Hæst rís myndin fýrir miðju, þegar Qahað er um hugmyndafræði pönks- ins. Jón Gnarr segist hafa lesið Bakun- in og farið svo niður á Hlemm til að gerast anarkisti, en mætti litlum SUS! BfiHu r T 1 :> rt 1 4 u ÆL 13 Dularfull dýr Á Internetinu fást menn við ýmis- legt. Einn maður hefur til dæmis tekið sér fyrir hendur að falsa Ijós- myndir afdýrum þannig að úr verða þær skrýtnu skepnur sem hér sjást. Og verður að segjast að sum þeirra eru furðu sannfærandi þótt aldrei hafi þau verið til i raun og veru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.