Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Qupperneq 21
 DV Helgarblað LAUGARDACUR 6. NÓVEMBER 2004 21 Fores Enn í dag vilja sumir helst trúa því að bein „litlu frúarinnar" sem fundust íhelli á eyjunni Flores séu einhvers konar gabb eða fölsun. Því beina- fundurinn umbyltir öllum kenningum um upp- runa mannsins. Sérfræðingar í sögu mannkynsins viðurkenna sjálfir að þeir „séu í vondum málum". Engan grunaði að fyrir svo skömmum tíma hefði verið uppi önnur manntegund en homo sapiens, hvað þá svo dvergvaxin manntegund. Algerlega ráðþrota segir Haraldur Ólafsson mannfræðingur um viðhorf vísindamanna til Flores-konunnar „lá, það er ekki hægt að segja annað en menn séu nánast alveg ráðþrota," segir Haraldur Ólafsson mannfræðingur um nið- urstöður frumrannsókna á Flores-frúnni. „Fornleifafræðingarnir sjálfir vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið, hvað þá við hinir sem treystum á sérfræði þeirra. Ég hef að undanförnu verið að vinna að bökar- korni þar sem meðal annars er komið inn á uppruna mannkynsins og nú verð ég að gjöra svo vel að setjast niður og hugsa þessi mál svolítið upp á nýtt. Og reyna svo að drífa í útgáfu bókarinnar áður en eitthvað fleira nýtt kemur í ljós! Risaheili er ekki nauðsynlegur Höfuðið er undir 400 rúmsentímetrum sem er mjög lítið. Það er heldur minna en meðalstærðin á höfði Suðurapans - forföð- ur mannkynsins sem talinn hefur verið mjög frumstæður. Og heih Flores-konunn- ar hefur verið minni en heili venjulegs simpansa. Hingað til hefur verið talið að svona í grófum dráttum fari heilastærð og hæfni saman en verkfærin sem fundist hafa hjá Flores-fólkinu eru mjög fullkomin. Það eru mjög vel gerð steinaldarverkfæri. Sam- kvæmt því virðist ekki þurfa neinn risaheila til að búa til fína hluti. Við vitum ennþá lít- ið sem ekkert um vitsmunalíf Fiores-fólks- ins en verkfærin gefa óneitanlega til kynna að þessi dvergþjóð hafi verið á háu menn- ingarstigi. Og stórmerkilegt að það skuli hafa þróast frá frummanni af allt annarri grein en við - homo sapiens. Allt annað fyrirbæri en pygmíarnir í Afríku Það gæti gefið til kynna að það hafi alls ekki verið óhjákvæmilegt að homo sapiens yrði að lokum eina manntegundin sem héldi velli. Flores-fólkið var samtíma nútímamanninum í tugþúsundir ára og líklega höfðu þessar tvær manntegundir einhver samskipti sín á milli, hvernig sem þau hafa nú verið. Það er kannski rétt að taka fram að þetta Flores-fólk er allt annað fyrirbæri en ýmsar lágvaxnar þjóðir sem við þekkjum, eins og til dæmis pygmíarnir í Afríku. Þeir eru nú í fyrsta lagi meira en 40 sentímetrum hærri en Flores-fólkið en þeir eru líka ósköp venjulegir homo sapiens þótt aðstæður á því svæði þar sem þeir búa hafi gert að verkum að það var hentugra fyrir þá að vera minni en stærri. Svipaö og hjá Flores-fólk- inu þótt það hafi minnkað ennþá meira. En þótt pygmíarnir séu lágir í loftinu þá er heilastærð þeirra alveg eðlileg." Algerlega nýtt og mjög spennandi Haraldur leggur áherslu á að enn sé of snemmt að draga of miklar ályktanir af rannsóknunum á Flores. „En þetta er algerlega nýtt og mjög spennandi og nú stendur fyrir dyrum að kanna þetta svæði svo rækilega sem kostur er. Því það gæti breytt hugmyndum manna um þróun mannsins mjög verulega. Og sýnt fram á að til hafi verið hliðartegundir við homo sapiens sem hafi þróast á svipað- an hátt en samt töluvert ólíkar að lfkams- byggingu, heilastærð og kannski hæfni. Og gætu hafa haldið velli nánast fram á þenn- mannöpum til æ háþró- aðri frum- manna. Chris Stringer, for- stöðumaður National Museum f London, hefur verið einna áhrifa- mestur þeirra sem halda fram þessari kenn- ingu um hið eina upphaf hins viti borna manns en hann viður- kennir nú fús- Ef mannkynið var ekki eitt á jörðinni og tilviljun kannski ráðið því frekar en nokkuð annað að ekki þróuðust hér tvær eða jafnvel fleiri manntegund- ir. Hvað verður þá um hugmyndina um hið guðs útvalda mannkyn? lega að hann sé í heldur vondum málum! Hann segir sjálfur að hann sé algerlega þrumu lostinn og verði að skoða málið alveg upp á nýtt. Hann kveðst bara bíða spenntur eftir að fá meira efni upp í hendurnar og þá senni- lega til að afsanna sfnar eigin kenningar! Það er alla vega ljóst að það eru spennandi tímar í vændum fyrir þá sem láta sig varða uppruna mann- kynsins." um an dag. Og hvaða ályktanir ber þá að draga af þvf, til dæmis bara í trúmálum? Ef mann- kynið var ekki eitt á jörðinni og tilviljun kannski ráðið því frekar en nokkuð annað að ekki þróuðust hér tvær eða jafnvel fleiri manntegundir. Hvað verður þá um hug- myndina um hið guðs útvalda mannkyn? Sérfræð- ingar í vondum málum Annars hefur verið deilt þróunarsögu mannsins í hálfa öld og jafnvel lengur þótt al- menningur hafí líklega þá hug- mynd að þróun- in hafi verið til- tölulega einföld fráfrumstæðum I DV-MYND STEFAN, TEIKNING INGIJENSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.