Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Side 38
38 LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER 2004 Helgarblað DV Það er ljóst þegar þetta er skrifað að Kerry hefur tapað slagnum um forsetaembættið hér í Bandaríkjun- um. Heimurinn er líklega jafn undrandi og við hér, en eitthvað mjög svo undarlegt virðist eiga sér stað í þessu ágæta landi sem telur sig ofar öllum öðrum hvað varðar frelsi og lífsgæði. Það var sjónhverfingum líkast að fylgjast með sjónvarps-„fréttum" í gær, þegar allar tölur litu mjög vel út fyrir Kerry og við heyrðum frá fréttamanni í Hvíta húsinu að for- setinn og heili hans, Karl Rove, röltu um áhyggjufullir í svítu vest- urvængs og létu lítið hafa eftir sér. Nokkrum tímum síðar, að sögn blaðamanns, fengu þeir kappar hringingu frá Ohio sem gladdi þá mjög, þrátt fyrir að tölur sýndu enga breytingu til hins betra fyir Bush. Hvað var þar í gangi? Og af hverju vissi Dick Cheney upp á hár hver útkoman yrði fyrir ícosning- arnar, bæði í Flórída og í Ohio? Kosið gegn eigin hagsmunum Kerry vildi ekki bíða eftir að allir kjörseðlar yrðu taldir í Ohio eða í öðrum fyikjum sem tæpt var á milli og endurtaka þar með ósköpin í Flórída fyrir fjórum árum. Margir kjósendur kunna honum litlar þakkir fyrir að taka ekki meira mark á kjörseðlum þeirra, en nú mun aragrúi fólks sem náði ekki að kjósa vegna tölvubilana, visvitandi tafa og lokaðra kjörstaða m.m., fylkja liði og taka mái sín fyrir dómstóla. Umræðan um lýðræðisleg vinnu- brögð eða skort á þeim víðs vegar á kjörstöðum var hvergi á dagskrá í stóru fjölmiðlunum í gær né í morgun, en skorti svo sannarlega ekki á sjálfstæðum öldum ljós- vakans þar sem raddir kjósenda og fréttagagnrýni fá að tjá sig án rit- skoðunar. Þótt Bush hafi unnið, var mjög mjótt á munum. Sigur repúblikana verður þó að teljast með ólíkindum, þar sem verkalýður, bændur og gengilbeinur kusu gegn eigin hags- munum eins og í dáleiðslu og án þess að múkka gáfu billjónerum enn frekari skattfríðindi og endur- greiðslur allt til ársins 2011! Ná- granni minn hér á efri hæðinni sem er gamall demókrati vill meina að Bush gamli Sr. og CIA hafi eitthvað með þetta leikhús að gera. Sjálfur var hann í Kóreustríðinu og hefur séð ýmislegt um dagana, en þessi stjórn vill hann meina, er engu lík. Grunnt á trúarofstæki Hugmyndin um að Bush sé í raun antikristur sem hafi ógnarvald yfir þegnum sínum hefur verið vin- sælt umræðuefni hér síðustu fjögur árin og meira sagt í gríni en alvöru, en eins og nú horfir eru sumir ekki í neinum vafa lengur. Jafnmargir telja Bush vera útsendara frá Guði og voru kirkjunnar menn margir á kjörstöðum að útbýtta flugumiðum með skilaboðum þar sem haldið var fram að Guð stæði með Bush og styrkti hann gegn fóstureyðingum og réttindum samkynhneigðra. Skyldu menn kjósa Kerry væru Sigurreifur Bush „Hugmyndin um að Bush sé íraun antikristur sem hefur ógnarvald yfir þegnum sínum hefur verið vinsælt umræðu- efni hér síðustu fjögur árin og meira sagt i gríni en atvöru, en eins ognú horfir eru sumir ekki íneinum vafa lengur." þeir að kjósa gegn vilja Guðs. Svart- ir kjósendur, sem margir eru mjög virldr í kirkju og trúarefnum kusu nú gegn samkynhneigðum með- borgurum sínum. Það virðist sem þeir séu búnir að gleyma þeirri samhyggð og bræðralagi sem sam- kynhneigðir hafa ávallt sýnt þeim í þeirra baráttu fyrir jafnrétti, en það eru ekki nema fáeinir áratugir frá því svartir fengu kosningarétt hér í Bandaríkjunum. Margir afrískir Ameríkanar eru þó ekki á því að látta nappa sig í þessari andúð á meðbræðrum sínum og minna sitt fólk á að fókusera á það sem við eig- um sameiginlegt frekar en það sem skilur oss að. Að baki þessari sund- urleitu taktfk er að sjálfsögðu ein- hver hættulegasti maður í heimin- um í dag sem Bush hefur kallað „Turd Blossom", þar sem hann fær hvaða skít til að blómstra, Karl Rove. Dágóð eftirherma Clintons Enn og aftur, eins og í Flórída í síðustu kosningum, þurftu margir svartir kjósendur frá að hverfa vegna einhvers misskilnings á kjör- stöðum, hvort sem um var að ræða nafnarugl, samnefni við fanga á sakarskrá eða „röng" heimilsföng. Til að bæta gráu ofan á svart fengu svo margir úr fátækari hluta Ohio dularfulla og vægast sagt óvænta hringingu frá manni sem sagðist vera Bill Clinton fyrrverandi Banda- ríkjaforseti. Hvatti „Clinton" fólk til að fara sér að engu óðslega, því kjörstaðir væru opnir daginn eftir kosningar fyrir kjósendur sem áttu erfitt með að komast á kjörstað sök- um vinnu eða anna. Þeir sem vissu betur hringdu inn til útvarpsstöðva og annarra aðila og vöktu athygli manna á þessum ágæta en augljósa fúskara. Þetta er bara ein saga af mýmörgum sem einkennir ástandið í landinu. Beiskjan sem ríkir hér gegn þessum óforskömmuðu atlögum gegn lýð- ræðislegum réttindum borgara er í hámarki og víst þykir að ekki hafa öll kurl komið til grafar enn í þess- um efnum. Þeir sem að öllu jöfnu þyrftu að svara til saka ef upp um þá kemst, eru og verða líklega áfram enn á lausu og líklega mjög ánægðir með útkomuna í þessum kosning- um. Það eina sem vitað er nú fyrir víst er að forsetinn á fyrir höndum gríðarlega erfiða vinnu í að reyna að sameina mjög svo klofna þjóð, þar sem trú á stjórnarskrá og lýðræði ríkir annars vegar og trú á Guð og heimsveldi hins vegar. Fyrir Kaliforníubúa var smá huggun í sigri öldungadeildarþing- konunnar ágætu Barböru Boxer sem vann yfirburðasigur yfir repúblikananum Bill Jones. Hennar bíður þó ekki auðvelt verk, þar sem repúblikanar bættu við sig sætum bæði á þingi og í öldungarráði. Lára Martin Lára Martin er i öngum sín- um eftir úrsiit kosninganna. Bréf frá LA > / é TJEBOÐ BIÖ LAUGA 5* KAUPTU1 KG Ai SÉRMERKTUM GOTTA í HAGKAUP 0G ÞÚ FÆRD BÍÚMIÐA Á BARNAMYNDINA LÍF 00 FIÖR Á SALTKRÁKU ÍKAUPDÆTI r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.