Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Side 63

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Side 63
DV Síðast en ekki síst LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 63 Kennslukona í Laugalækjarskóla, með 30 ára reynslu, fær ekki að kjósa um miðl- unartillögu ríkissáttasemjara vegna gigtarsjúkdóms sem hefur haldið henni frá vinnu nokkur misseri. Elín Gréta Kortsdóttir segir að farið sé með sig og aðra eins og sveitarómaga á 19. öld. | Elín Gréta Kortsdóttir Komin í kápuna á leið á kjör- stað þegarhún fékk að vita að hún væri ekki gjaldgeng. Gigtveikur kennari fær ekki að kjósa „Ég var komin í kápuna og var á leið út til að kjósa þegar ég hringdi fyrir tilviljun á skrifstofu Kennara- sambandsins og fékk þá að vita að ég er ekki á kjörskrá," segir Elín Gréta Kortsdóttir, sem kennt hefur í Laugalækjaskóla og víðar í 30 ár en er samt ekki gjaldgeng í kosningum um miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara. Ástæðan sú að hún er með gigt. Heldur starfinu „Ég held starfl mínu í Laugalækj- arskóla en eftir annað veikindaárið féll ég út af launaskrá en þigg í stað- inn dagpeninga frá Kennarasam- bandinu. Þeir peningar koma úr öðrum vasa og því missi ég kosn- ingarétt minn,“ segir Elín Gréta sem er alls ekki hress með þróun mála. „Sérstaklega ekki vegna þess að ég stefni að því að fara að kenna aftur næsta vetur ef guð lofar og þá eftir kjarasamningum sem ég nú fæ ekki að hafa nein áhrif á. Þetta er súrt eftir 30 ára starf," segir hún. Vottorð breytir engu Elín Gréta fær þær skýringar að hér sé um að ræða reglur á almenn- um vinnumarkaði sem ekki er hægt að hrófla við. Vottorð frá skóla- stjóra hennar um að hún sé einn af kennurum skólans, þrátt fyrir tíma- bundin forföll, skipta hér engu. „Ég er ekki ein um að vera í þess- ari stöðu. Hér lendi ég og fleiri eins og á milh stafs og hurðar og í raun farið með okkur eins og sveitarómaga hér áður fyrr sem fengu heldur ekki að kjósa. Að þiggja sjúkradagpeninga er orðið nýtt hugtakyflr sveitarómaga," seg- ir Elín Gréta. Snýr aftur Ljóst er að lögum og reglum um stöðu kennara í veikindaleyfum Að þiggja sjúkradag- peninga er orðið nýtt hugtakyfir sveitarómaga. verður ekki breytt fýrir mánudag- inn þegar kosningu um miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara lýkur. Eftir situr þá Elín Gréta heima hjá sér í Barðavoginum og heldur áfram að kljást við gigtina. Þrátt fyrir það er hún staðráðin í að mæta aftur til leiks í skólastofunni í Laugalækjar- skóla næsta vetur og taka upp þráð- inn þar sem frá var horfíð fýrir tveimur árum. Á launum sem hún hefur ekkert haft um að segja. Ný bensínstöð Orkunnar á Súðavík skekur ísafjörð Samráðsstöð lækkar bensínverð Bensinorkan á Súðavík Örtröð hefur verið síöan stöðin opnaði. Verð á bensíni varð það lægsta á landinu á Súðavík eftir opnun nýju Orku bensínstöðvarinnar þar í vik- unni. í gegnum tíðina hefur bensín- verð á Vestíjörðum alltaf verið í hærra lagi og er þetta því mikið gleðiefni fyrir Súðvík inga og nágranna þeirra. í kjölfar opnunarinnar lækk- aði dýrasta bensínstöð landsins, á Isafirði, verð sitt niður í 104,6 krónur úr 107,5 krónum, sam- kvæmt fréttum Bæj- I ómar Már Jónsson arins besta. En fyrir J Sveitastjórinn á Súðavík mánuði síðan borg- uðu ísfirðingar 110,5 krónur fyrir bensínlítrann ef þeir dældu sjálfir. Aðeins ein bensínstöð er á ísafirði og hana reka samráðsolíufélögin þrjú í sameiningu. Þess ber að geta að sam- kvæmt skýrslu samkeppnis- stofnunar um olíusamráð ræddu samráðsfélögin um mann frá Olís á dökkum Vol- vo sem leitaði að lóð fyrir ÓB bensínstöð. Forstjóri Essó skrifaði þessi orð 28. júní árið 2000 vegna sam- ____keppnishættu: „Sá sem / opnar á móti sameigin- legri stöð verður settur út úr sam- starfinu." Lengra náðu áformin ekki. Verðið á Súðavík lækkaði eftir opnun Orkunnar um einar 4.90 kr. á lítrann af bensíni, en 2.60 kr. í dísel. Einnig fæst tvegggja króna afsláttur í viðbót ef keypt er svokallað „Bensín- Frelsi“. Að sögn Ómars Más Jónssonar sveitastjóra eru íbúar Súðavíkur al- veg hæstánægðir með nýju bensín- stöðina. Örtröð hefur verið hjá Bensínorkunni og fjöldi manns hef- ur keypt Bensín-Frelsis kort. „Hér er fólk mjög ánægt með það að loksins sé komin alvörusam- keppni á þessu sviði," segir Ómar Már. Hann bendir einnig á að Súðavík sé seinasta stopp á Vestfjörðum þeg- ar haldið er til Reykjavíkur um fsa- fjaröardjúp, en næsta bensínstöð langt undan; í um 200 km. fjarlægö og því sé ákjósanlegt fyrir ferðalanga að fylla á í Súðavík. Aðspurðir létu talsmenn Ork- unnar það í ljós að ástæðan fyrir því að þeir opnuðu bensínstöð á Súða- vík en ekki á ísafirði sé sú að ísa- fjarðabær hafi neitað að veita þeim lóð undir bensínstöð á ísafirði. Risapera í bæjarlækinn Ásgeir Long hefur fengið bráðabirgaleyfi til að koma fyrir risaperu f læknum í Kvosinni í Hafharfirði. Að því er segir í Fjarðarpóstinum gildir leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa fram á þrettánda dag jóla 2005. Ásgeir sótti um leyfið í umboði Samorku. Ætlunin með risaper- unni er að minnast 100 ára af- mælis raforku á íslandi. Fangelsi fyrir bensínsvindl Tæplega hálfþrítugur karlmað- ur hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að stela þremur viðskiptakortum frá fé- laginu Einari og Trygga ehf. og kaupa út á þau bensín hjá Skelj- ungi fyrir nærri 400 þúsund krón- ur. Maðurinn hefur alls þrettán sinnum áður verið dæmdur eða gengist undir dómssáttir yfir brot á hegningalögum, fíkniefhalögum, og umferðarlögum. „f ljósi þeirra hagsmuna er um ræðir og saka- ferils ákærða þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsinguna," segir Héraðsdómur Reykjavíkur. Fanndal opnar Orkuna Baráttumaðurinn Jón Fanndal Þórðarson á ísafirði mun í dag taka bensínstöð Orkunnar í Súða- vík formlega í notkun. Jón Fann- dal er þekktur fyrir hverskyns baráttu í anda alþýðunnar og stóð meðal annars fyrir heima- stjórnarhátíð alþýðunnar á ísa- firði í sumar. Að sögn fréttavefs- ins bb.is hefst athöftiin kl. 15. Hljómsveitin AppoUo mun leika á palh hertrukks Orkunnar auk þess sem boðnar verða ýmsar veitingar í tilefhi dagsins. Fær ekki biðlaun ÞórólfurÁrnason borgarstjóri á ekki rétt á biðlaunum frá Reykja- víkurborg segi hann af sér emb- ætti. í ráðningarsamningi Þórólfs við Reykjavíkurborg er skýrt kveð- ið á um að borgarstjóri þurfi að hafa gengt embætti í það minnsta tvö ár tíl að eiga rétt á biðlaunum, en Þórólfur hefur sem kunnugt er gengt embættinu í að verða tvö ár. Að öðru leyti nýtur Þórólfur sömu^ réttinda og opinberir starfsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.