Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 35
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 35 Fræbbblarnir eru hvergi nærri dauðir úr öllum æðum þrátt fyrir að hafa verið að í aldarfjórðung. Þeir rekja hér sögu sína og pönksins á íslandi í tilefni af stórafmælinu. DV hitti Fræbbblana á Grand Rokki um síðustu helgi þar sem hljómsveitin var að hljóðprufa fyrir tónleika sem hún hélt þar á laugardagskvöldið. Blaðamaður settist niður með þeim Valgarði Guðjónssyni söngvara, Stefáni Karli Guðjónssyni trommuleikara og Helga Briem bassaleikara, en Amór Snorrason gítarleikari bættist í hópinn skömmu síðar. Hvemíg byijuöu Fræbbblamir? Valli: „Við Stebbi höfðum verið að hlusta á mikið af skemmtilegri músik og fannst alveg ömurlegt það sem hafði verið að gerast bæði í útlöndum á und- an pönkinu og héma heima og það lá allaf í loftinu að við ætluðum að stofna hljómsveit. Einhverra hluta vegna var Stebbi settur á trommur og ég ætlaði að vera á bassa. Ég ædaði að vera í bak- grunni að spila á bassann og láta fara lítið fyrir mér. En okkur vantaði tilefni og það var ekki fyrr en okkur fannst við þurfa að svara skólameistara í MK einhverju sem við drifum í þessu og settum saman hljómsveit fyrir Myrkra- messuMK 1978.“ StebbL „Okkur var boðið í Sjón- varpið og það kveikti í okkur." Lopapeysuliðið labbaði út Vissuö þiö af einhverjum öörum pönkhljómsveitum áþessum tíma? Valli „Við heyrðum að Sarðnagg- amir hefðu spilað viku á eftir okkur á Borginni 1979. Annars var enginn að spila pönk á þessum tíma. Alveg til 1980 vom við álitnir stórskrítnir. Það vom Kampútseutónleikar í Austurbæj- arbíói í febrúar 1980. Ég held að þeir hafi svoh'tið kveikt í fólki. Þá spiluðu Snillingamir og við og einhver útgáfa af Þursaflokknum og svo Hálft í hvom eða eitthvað svoleiðis." Stebbú „Já, en við sáum helling af liði í lopapeysum yfirgefa salinn þegar við byrjuðum að spila." ValÚ: „Við æfðum mikið fyrir þetta. Ég hugsa að stór partur af Nammi- Fyrstu árin Þessir ungu herramerm voru með fyrstu pönkurunum d íslandi og hafa haldið uppi merki pönkaranna síðan. efninu hafi orðið til fyrir þessa tónleika. Bubbi sagði einhvem tímann að við hefðum opnað dymar og Utangarðs- menn svo gengið inn. Ég held að það sé alveg rétt. Þó að Utangarðsmenn hafi kannski ekkert verið á þessari pönklínu talaðum oð ponk og nýbylgjutiminn hafi nað hómarki með kvikmyndinni 1 Reykjnvik. Sumir viljuþó meina að hanwrkinu hafi verið nóð fyrr og að sýning MBXTiMimi» >: i?. ~ KtíliTBjlfcx'r kvikmyndarinnar hafi i raun verið \ * byrjunin ó endalokunum. Það voru » haldnar nokkrar pönkhdtiðir. Fyrir utan þær sem voru í Kópavogsbiói mó nefna BARÐIR TIL RÓBÓTA, stórtónleika Utangarðs- ■Ujj|L||j§UíLIjjgp^V manna, Þeysara og Fræbbblanna i Camla biói 17. s desember 1980 og RAW FLOWER-tónleikahótiðina \N sem fór fram i norðurkjallara MIT 13.og lA.mars 1981, enþar ' komu fram vel ó annan tug hljóm- V sveita. Stærstu einstöku tónleikarnir og PPA ' kannski hópunkturinn ó þessum timabili voru hljómleikar sem nefndust ANNAÐ HUÓÐI \V STROKKINN og fóru fram í Laugardalshöll 3.júli V 1981. Þar spiluðu m.a. Þeyr, Fræbbblarnir, Tauga- deildin, Baraflokkurinn, Fan Houtens Kókó, Box, Englaryk, Spilafífl, Exodus, Tappi Tíkarrass, Clitoris, N.A.S.T. og Bruni BB. A NitS AÖ HUCl>t$,níSt' - -■ ' / . uii 1 '■* * j-j j \ ; ;.y * ,V- , , U/,3 jr\9~ ~~ M W fáf •;>- i Fræbbblarnir 2004 Eftir 25 ár i bransanum eru þeir enn ferskir og skemmtilegir. Fræbbblarnir voru að senda frá sér nýja plötu og heimildarmyndin Pönkið og Fræbbblarnir er komin í sýningar f is- lenskum kvikmyndahúsum. DV-mynd Vilhelm Fræbbblabjórinn Hljóm- sveitin hefur tekið upp á þá samt opnaði þetta augu fólks fyrir því að það var hægt að hlusta á eitthvað annað en Ljósin í bænum ogMezzoforte. Þessikraftur sem fylgdi Utangarðs- mönnum gjörbreytti alveg aðstæðum og það fóm fleiri að hlusta og gefa þessu sjens.“ Helgi: „Ég fékk plötu í jólagjöf að eigin beiðni. Give Em Enough Rope með Clash. Ég fékk aldrei að spila hana í nærvem nokkurs annars manns. Hvorki vina eða fjölskvldu. Samt er þetta ýmsu igegnum tíðina og helpoppuð plata! “ þessi bjórflaska ergott Hverjir höföu mest áhrif dæmi um uppátækin. áykkur? Valli: „Það voru Ramones, Sex Pistols, Clash og Jam en líka hljóm- sveitir eins og Alberto Y Lost Trios Paranoias. Við tókum fullt af húmom- um þeirra þó að tónlistin hafi verið öðmvísi. Og Damned og Buzzcocks. Við hlustuðum líka bæði á Ian Dury og Elvis Costello, Stiff Little Fingers og Stranglers náttúrulega... “ Baráttukveðjur frá Stranglers Hvernigkom það tii að False Death vargefin út í ShefBeld? Stebbi: „Það var í gegnum Einar Öm. Hann hafði sambönd úti í Englandi. í Sheffield var eitt fyrsta sjálf- stæða plötufyrirtækið sem hét Limited Edition Records rekið af Marcusi nokkrum sem var kunningi Einars. Þetta var árið 1979 og okkur þótti mikið til um þetta." Svo kom Viltu nammi væna? í desember 1980... Valli: „Já. Við tókum hana upp þama um sum- arið og upphaflega átti þetta að vera svanasöng- ur. Við vildum bara koma efninu frá okkur, þess vegna bara á kassettu, en svo vatt þetta upp á sig og við ákváðum að búa til plötu úr þessu og sjá hvemig gengi.“ Hvernig voru viðtökur gagnrýnenda? Valli: „Hræðilegar. Meira segja þeir sem gáfu sig út fyrir að vera með opinn huga og allt hökkuðu plötuna í sig." Hvervar besta íslenska pönkhljóm- sveitin fyrir utan Fræbbblana? Valli: „F-8, Taugadeildin. Purrkur- inn var frábær sérstaklega framan af." StebbL' „Sjálfsfróun var mjög sér- stök. Þó að maður væri ekkert mjög heillaður af músikinni þá vom þeir mjög áhrifamiklir. Og Jonee Jonee." HelgL „Purrkurinn stendur upp úr.“ Valli: „Við erum að gleyma ein- hverju. T.d. Q4U. Það var sama ( þar. Svo Utangarðsmenn en < ég kannski lít ekki á þá sem \ pönkara. Þetta var meira svona amerískt rokk.“ Rifist um nafn og umslag Ánægja með Dót, nýju plötuna? VallL „Ég er rosalega sáttur. Bæði finnst mér við vera að ná ákveðinni fjölbreytni og svo er í fyrsta skipti að skila sér úr framleiðslu plata sem er eins og maður hafði hugsað sér hana. Eftir 20 ár verður þetta platan sem menn tala um en ekki Nammið." StebbL „Við vomm svolítið þirraðir þegar við vorum að byrja að vinna plötuna. Þetta var ekki allt eins og við vildum. Það heyrist. En svo hugsaði maður. Það er betra að hafa smá pirr- ing í spilamennskunni heldur en að öll slögséu nákvæmlega tímasett... “ Valli: „Platan er tekin upp á 100 tímum. Við héldum að það væri nóg, en mönnum sem við töluðum við fannst það fáránlegt. Singa- pore Sling notaði víst 500 tíma. Það er fullt af smá- atriðum þama sem maður gæti pirrað sig á. Fyrir . utan þá staðreynd að við tókum þrjá mánuði í að rífast um nafn og umslag. Það vom flestir sammála um tónlistina en svo þegar það kom að því að velja nafnið, þá varð alltbrjálað." HelgL „Það lá við að vina- og fjöl- skyldubönd slimuðu." Oghvaöa nöfn uröu undir? „Arnór vildi Nýjasta textamentið, Helgi vildi Fræbbblamir kasta fyrsta steininum... “ Pönkið hreinsaði burt allt draslið Platan ergefin útafZonet. Hvemig er Óttar Felix að standa sigípönkinu? „Það er nú Grímur (Atlason) sem hefur fyrst og fremst verið að vinna með okkur í þessu, en Óttar er ofboðs- lega jákvæður og spenntur. Þegar við komum með upptökumar þá settist hann niður og hlustaði á þetta og var rosalega ánægður." Flestar íslensku pönkhljómsveitirn- ar voru hættar áöur en þeim tókst aö gefa út plötu. Þiö eruð enn starfandi eftirmeira en 25 ár. Hver er ástæöan? VallL „Það er eiginlega sama og í upphafi, þessi trúboðsárátta hjá okkur. Okkur finnst við hafa svo mikið að segja um hvemig á að gera hlutina og þurfa svo mikið að sýna hvemig þetta á að vera.“ En segiði mér, eruö þiö búnir aö fyrirgefa hippunum? Amón ,ÁUs ekki. Engin ástæða til. Pönkið tók rokkið og hreinsaði burt allt draslið sem hippamir vom búnir að klína á það." StebbL „Já, pönkið var kjaftæðissía... “ Kvikmyndin Pönkið og Fræbbblarnir var frumsýnd í gær „Hrá, kröftug og skemmtileg eins og pönkið“ Kvikmyndin Pönkið og Fræbbblarnir var frumsýnd í Regnboganum í gær. Hún er gerð afþeim Þorkeli Sigurði Harðar- syni og Erni Marinó Arnarsyni, en þeir voru einmitt tveir afþremur leikstjórum Ham-myndarinnar sem varsýnd fyrir tveimur drum við mikinn fögnum rokk- þyrstra. Myndin er byggð upp ó nýjum og gömlum viðtölum og myndskeiðum, m.a. fengu þeir félagar að nota efni sem var tekið upp fyrir Rokk i Reykjavík, en hefur aldrei verið sýnt. Blaðamaður hitti þó nokkrum dögum fyrir frumsýningu þegar þeir voru að leggja siðustu hönd d verkið. Afhverju að gera mynd um ístenska pönk- ið og Fræbbblana? „Það ernú eiginlega furðulegt að enginn skuli hafa gert þetta áður. Það er kannski út afRokk í Reykjavík. Mönnum hefur senni- lega þótt þetta timabil vera afgreitt með þeirri mynd sem er ágæt fyrir sitt leyti, en hún er samtimamynd og það var kominn tími til að gera mynd sem skoðar þenn- an tfma með smá fjarlægð. Nú eru 25 ár síðan þetta byrjaði." Hvað finnstykkur einkenna islenska pönkið? Þorkell:„Erlendis var þetta svolítið „lower class";-verkalýðs-, fátæklinga- og atvinnuleysingjadæmi, en hérna er náttúrlega miklu minni stéttaskipting þannig að fólk eryfirleittsammála um að hérna beindist þetta mest gegn mennigarsnobbi og diskóinu." Örn:„Pönkið kemur seint til Islands. Þegar pönkið er búið að blómstra úti þá loksins kemur eitthvaö hingað. 1978. Mönnum finnst ekki vera langt síðan þetta var, en þegar maður fer að skoða þetta þá varþetta bara eins og á steinöld. Við vorum enn föst i höftum og rugli. Þú þurftir að sækja um til gjaldeyris- nefndar til að fá gjaldeyri, Sambandið keypti skó á landann, það var enginn bjór og allir Kvikmyndagerðarmennirnir Þorkell Sigurður Harðarson og Örn Marinó Arnarson leikstýra kvik myndinni Pönkið og Fræbbblarnir sem komm er I bíó. Þeim finnst furðulegt að engmn skuli hafa gert slika mynd áður. DV-mynd Vilhelm barir lokaðir á miðvikudögum afþví að það var ákveðið að það væri þurrdagur. En upp úr þessu ferþetta að breytast." Er eitthvað sem kom ykkur á óvart þegar þið voruð að skoða þetta tlmabil? Þorkell:„Kannski hvaö þetta var lítil sena. I endurminningunni var þetta stærra. Það var óttalegur trú- boðsfllingur á Fræbbblunum fyrstu tvö árin þangað til allt I einu kviknar einhver rosalegur áhugi á þessu islenska pönki og rokki." Örn:„Þeir eru náttúrlega að ströggla fyrstu tvö árin. Þaö er eng- inn að hlusta á þetta, nema einhverj- ar smáklíkur. Það gerðist ekki fyrr en með Utangarðsmönnum. Svo var annað sem kom á óvart líka. Það var hvað það hefur varð- veist lítið efni frá þessum tima. Við höfum alveg efni, en það var til miklu meira. Það var tekið yfir fullt afefni niður í Sjónvarpi, ákveðið að þetta væri ekki menn- ing. Það var t.d. tekinn upp þáttur I byrjun árs 1979 meö Fræbbblunum. Þar tóku þeir tvö lög og það var viðtal við þá og fullur salur afpönkurum. Þetta væri meiriháttar heimild efhún væri til, en það eina sem við eigum ereittA4 blað með myndum sem ein- hver tók af sjónvarpsskjánum. Þetta ernátt- úrlega bara sorglegt." Eruð þið bjartsýnir á að fólk flykkist á myndina? Örn Marinó: „Þetta er skemmtileg mynd. Þetta er kannski ekki beint gamanmynd, en..." Þorkell:„Mér finnst þetta vera gaman- mynd að ákveðnu leyti. Þetta er svo súrreal- ískur tími að það kemur eiginlega að sjálfu sér þegar þú fjallar um hann þá verður það svolítið absúrd. Það er lika gaman að því hvað fólk varyfirlýsingaglatt á þessum tíma. Við nálguöumst þessa mynd dálítiö í anda pönksins. Hún er ekkert ofunnin. Hún er unn- in mjög hratt. Þetta er hrá, kröftug og skemmtiieg mynd."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.