Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 34
-1 34 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 HelgarblaB DV Q4U Ein afþeim pönknijom- sveitum sem vöktu hvaö mesta athygli, enda framlínan I band■ inu sérstaklega glæsileg. Plötur Fræbbblana gAllsherjarfrík Biafra Resturant |Englaryk |Fræbbblarnir Halló og heilasletturnar |Handriðið Heróin |Hex N.A.S.T. INautn Nefrennsli |Nema lögreglan Neskames |Purrkur Pillnikk Q4U |Riff Raff Sarðnaggar |Sjálfsfróun Taugadeildin |Te fyrir tvo Vonbrigði |Þvag Á vínyl: *Lmw FRÆBBBURNIR FK<eii)iiiuii»m False Death (mars 1980) Smásklfa gefin út af Limited Edition Records I Sheffíeid. Innihélt m.a. pönkútgáfu aflaginu Sum- mer Nights úr söngleiknum Grease. Platan, sem var úr hvítum vinyl, fékk afleita dóma. Helgarpósturinn sagöi i fyrirsögn„Hvítt er skitt". Viltu nammi væna? (des. 1980) Fyrsta stóra platan og meistaraverk sveitarinnar þó aö hljómurinn heföi mátt vera betri. Þarna eru lög eins og Hippar, I nótt, Nekróflll í paradis, Æsku- minning, Ljóö og Dauöi. Gagnrýnendur voru ekki tilbúnir fyrir plötuna og hökkuöu hana í sig, en tim- inn hefur unniö meö henni. I dag er hún talin snilldar- verk. Hún len ti 119. sæti yfir bestu plötur aldarinnar I viðamikilli kosningu fyrir bók Dr. Gunna, Eru ekki all- irlstuði? Bjór (júl( 1981) Fjögurra laga smáskifa. Lagiö Bjór náöi vinsældum langt út fyrir haröasta pönk-kjarnann, enda höfö- aði baráttan fyrir lögleiö- ingu bjórsins til margra. Poppþéttar melódfur f rokkþéttu samhengi (maf 1982) Nokkuö poppaöri en fyrri plöturnar. Olli sumum af gömlu aödáendunum von- brigöum á sínum tlma, en hefur elst vel. Plata sem ekki hefur komið úr á geisladisk, en úrþvl gæti ræst fljótlega. Warkweld in the West (des. 1982) Fjögurralaga 12‘lnnihélt m.a. kántrllagið Oh Sally og hið djassskotna Jerusal- em Lights? ÁCD: Viltu bjór væna? (júlf 1996) 38 laga safn sem inniheld- ur þrjár fyrstu plöturnar ásamt áöur óútgefnu aukaefni. Mjög vönduð og vegleg útgáfa. Uppseld eins og er en væntanleg aftur. Dásamleg sönnun um framhaldslff (okt. 2001) Fyrsta eiginlega plata Fræbbblanna eftir að sveit- in var endurstofnuö áriö 1996. Hún var tekin upp á tónieikum á Grand rokk. Dót (okt. 2004) Nýja platan. Inniheldur 16 ný lög, þar af 15 frumsam- in. Hörku plata semsýnir aö Fræbbblarnir eru enn aö þróast. ÍSLENSKA PÖNKIÐ FRÁ A-Ö Hér fer á eftir listi yfir nokkrar af þeim pönkhljómsveitum sem komu fram á árunum 1978-1982. Hér eru bæði þekktar og óþekktar sveitir. Listinn er engan veginn tæmandi, en nöfnin á hljómsveitunum gefa hugmynd um hvað fór í gegnum hausinn á íslensku pönkurunum á þessum árum: Kópavogsbíó ~~~~ :: lenska pönksins Kópavogsbíó gegndi töluvert stóni hlutverki á uppvaxtarskeiðí íslenska pönksins. Það var þar sem Fræbbblarnir spiluðu í fyrsta skipti á Myrkramessu Menntaskólans í Kópavogi 25. nóvember 1978 og á árunum 1979 - 1982 voru haldnir þar fjölmargir pönktónleikar. Kópavogsbíó var í félagsheimiii Kópavogs. Það var tekiö í notkun 1959 og tók 285 manns í sæti. Það hafði lítið komið við sögu í rokkinu fyrir pönktímann, nema hvað hljómsveitin Kinks hélt þar til, í hliöarsal og aðalsal, á milli þess sem hún spilaði á tónleikum í Aust- urbæjarbíói í september 1965. Fyrstu eiginlegu pönktónleik- arnir voru haldnir i bíóinu 3. nóv- ember 1979. Þá spiluðu Fræbbbl- arnir, Snillingarnir, Exodus og Kristján Hreinsson. 12. apríl 1980 voru svo haldnir þar iiljómleik- arnir Heilbrigð æska. Á þeim spil- uðu Fræbbblarnir, Utangarðs- menn, F/8 o.fl. Þeir voru mjög sögulegir. Utangarðsmenn voru þá nýbyrjaðir og spiluðu á undan Fræbbblunum og tóku salinn með trompi. Krafturinn í þeim var gríðarlegur. Þeir frumfluttu m.a. lagið Rækjureggí („Ég er löggiltur hálfviti/hlusta á HLH og Brim- kló“, -skilaboð sem hittu í mark hjá pönkæskunni) og í lokin mölvaði Mike Pollock gítarinn sinn á sviðinu. Tónleikagestir stóðu á öndinni eftir þessa keyrslu og Fræbbblarnir áttu í mestu erfiðleikmn með að ná stemningunni upp aftm. Á eftir fyigdu fleiri pönktónleikar og há- tíðir, m.a. ZAR-hátíðin þar sem Taugadeildin spUaði í fyrsta sinn ásamt Fræbbblunum, Jóa á hakan- um, Fan Houtens Kókó og Utan- garðsmönnum. Kópavogsbíó var samastaður fyrir pönkkynslóðina. Þarna var ekkert aldurstakmark þannig að ungu pönkarnmir gátu mætt líka og salminn var ódýr þannig að ekki þmfti að hafa miða- verð hátt tU þess að endar næðu saman. Af öðrum vinsælmn tón- leikastöðum á pönktíinanum má nefna Hótel Borg, Hafnarbíó og NorðurkjaUara MH. Nýbylgjan sem kom fram seinnipart ársins 1980 þróaðist upp úr pönkinu og rann saman við það. Úr varð fjöl- breytt rokksena sem hafði orð Purrks- ins „málið er ekki hvað þú getur held- ur hvað þú gerir" að leiðarljósi. Á meðal helstu nýbylgjusveitanna má nefna Þey, Baraflokkinn, Fan Houtens Kókó, Jóa á hakanum, Lojpippos og Spojsippus, Jonee Jonee, Tappa Tík- arrass, Spilafífl, Hina konunglegu flugeldarokksveit og Bruna BB. Utan- garðsmenn voru svo alveg sér á báti. Þeir tilheyrðu eiginlega hvorugum hópnum tónlistarlega séð þar sem þeir spiluðu hrátt ameriskt blúsrokk (að vísu með Clash-áhrifum), en á sama tíma voru þeir langvinsælasta hljómsveit þessarar hreyfingar. Saga íslenska pönksins er samofin sögu Fræbbblanna, fyrstu íslensku pönkhljómsveitarinnar sem lét eitthvað að sér kveða. Hljómsveitin fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli sínu. Hún er nýbúin að senda frá sér nýja plötu, Dót, og í gær var frumsýnd heimildarmyndin Pönkið og Fræbbblarnir sem rekur sögu hennar. Trausti Júlíusson riflar upp íslensku pönkárin. 25 ár frá því að pönkið bylti íslensku tánfistarlífi Eru ekki allir í stuði? kom pönk- hljómsveitin Þvag fram á árshátíð FB vorið 1978. Stranglers komu svo og spiluðu í Höllinni í byrjun maí sama ár og þýsk-íslenska pönk- hljómsveitin Big Balls & The Great White Idiot spilaði á Rauðhettuhá- tíðinni um verslunarmannahelgina. í henni voru m.a. hinir hálfi'slensku Grund-bræður, Atli, Peter og Alfreð. Big Balls spilaði frumsamin lög eins og Go to Hell og I’m a Punk í bland við slagara eins og Anarchy In Germany, -þeirra útgáfa af Pistols- laginu Anarchy in the UK. í ágúst 1978 spiluðu Halló og heilasletturn- ar á myndlistasýningu á Kjarvals- stöðum. Sú hljómsveit, eins og Þvag á undan henni, varð þó skammlíf. Heilbrigð æska Fræbbblarnir voru stofnaðir í nóvember 1978 til þess að spila á Myrkramessu Menntaskólans í Kópavogi. Hún var haldin 25. nóv- ember 1978. Þar spiluðu Fræbbbl- arnir þrjú lög; -God Save The Queen og EMI eftir Sex Pistols og Police & Thieves eftir Clash, en með íslensk- um textum. í byrjun árs 1979 spiluðu Fræbbblamir svo í sjónvarpssal og eftir það í Verslunarskólanum, á Borginni, í Klúbbnum og fleiri stöð- um. 3. nóvember var fyrsta pönkhá- tíðin haldin í Kópavogsbíói og 9. febrúar 1980 voru haldnir tónleikar til styrktar fórnarlömbum hörmung- anna í Kampútseu í Austurbæjarbíói. Þar komu fram bæði Fræbbblarnir og SniDingamir. 12. apríl 1980 var svo haldin önnur pönkhátíð í Kópavogs- bíói. Hún fékk nafnið Heilbrigð æska og þar vöktu Utangarðsmenn mikla athygli. Eftir það fjölgaði pönk- og nýbylgjuhljómsveitum mikið og þær urðu sífellt meira áberandi í íslensku tónlistarlífi. 1982 var kvikmyndin Rokk í Reykjavík frumsýnd og í ágúst sama ár var tónlistarhátíðin Melarokk haldin á Melavellinum. Eftir það dó þessi fyrsta íslenska pönkbylgja út. Það fór að bera á pönktónlistar- mönnum bæði í London og New York strax á árunum 1975-1976. Árið 1977 sprakk pönk- sprengjan í Bretlandi með hljóm- sveitum eins og Sex Pistols, Clash, Buzzcocks og Stranglers. Pönkið hafði mikil áhrif á tónlistina sem kom fram á ámnum þar á eftir og þeirra áhrifa gætir enn í dag. Tók langan tíma að ná fót- festu Þetta var fyrir tfrna intemets og utanlandsferða í þeim mæli sem tíðkast í dag og þess vegna tók það pönkið ótrúlega langan tíma að ná fótfestu hér á landi. íslenskir ijöl- miðlar fjölluðu lítið um pönk. Það birtust að vísu einhverjar greinar í æsifréttastíl í dagblöðunum um skandala, dóp og ólæti, en tónlistin sjálf fékk litla umfjöllun. Það var helst að menn iétu sig hafa það að segja frá því hvað hún væri hörmuleg og að pönkarar kynnu ekkert á hljóðfæri. Samkvæmt rokksögu Dr. Gunna, afþeim pönkhljóm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.