Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 16
16 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV í dag veitir Konunglega Gustavs Adolfs-akademían í Uppsölum Gísla Sigurðssyni, vísindamanni á Stofn- un Árna Magnússonar, viöurkenningu fyrir ritið Túlkun íslendingasagna í Ijósi munnlegrar hefðar, efni doktorsvarnar hans við HÍ árið 2002 en það kom út á ensku í sumar Munnlega hefðin opnar nyjar rannsoknarleiðir „í septemberlok fékk ég ákaflega ánægjulegt bréf frá Svíþjóð,“ segir Gísli Sigurðsson, vísindamaður á Stofnun Ama Magnússonar, sposkur á svip. „Það hafði meira að segja ver- ið póstlagt á afmælisdaginn tninn. Þar er mér boðið að koma til Upp- sala að hlusta á fyrirlestur um sögu sænsku drykkjuvísunnar með tón- dæmum karlakvartetts þar í slottinu. Að því búnu er boðið til miðdegis- verðar og ég verð að vera í kjólfötum og hvftu festi þegar ég verð kallaður upp til að taka á móti viðurkenningu úr sjóði Dags Strömback fyrir rann- sóknir mínar á munnlegum fræðum, einkum bókina um túlkun íslend- ingasagna í því ljósi en hún kom út á ensku í sumar. Það hefur sjálfsagt gert gæfumuninn." GísU segir nokkra íslendinga hafa hlotið þessa viðurkenningu áður. „Og það er mikill sómi að því að vera með þeim í hópi. Þetta eru Jónas Kristjánsson, Arni Bjömsson, Stefán Karlsson, Vésteinn Ólason, Sverrir Tómasson og nýverið Guðrún Nordal fyrir sínar rannsóknir á lærdómshefð í kringum dróttkvæði á miðöldum." Logið og listrænt Ibók sinni tekur Gísli upp gamla og nokkuð þrautpínda umræðu; hvað sé hægt að segja um munnlega hefð að baki íslendingasögum, af hve miklu leyti þær geti verið upprunnar í slíkri frásagnarhefð frekar en algjört höfundaverk einstakra manna. „Menn hafa mglað nokkuð saman þessum uppmna í munnlegri hefð og hvort sagnfræðilegur veruleiki geti verið að baki þeirra, hvort þær séu þá sannar, ekki Ustrænar eða eitthvað slíkt. En það er löngu búið að sanna að munnlegar sögur geta bæði verið lognar og listrænar svo það er ekki hluti af vandamáhnu, þarf að minnsta kosti ekki að vera það.“ Af einu listformi á annað „Ég glími við munnlega hefð í íslensku miðaldasamfélagi en það var auðvitað ekki jafn kafsiglt af bók- um og ritum og við eigum að venj- ast. Og að hve miklu leyti það geti varpað ljósi á sögulega þróun og aðstæður á íslandi á miðöldum. Til þess nota ég rannsóknir í samtíman- um á samfélögum þar sem lítið eða ekkert er stuðst við ritmál. Mikið er nú vitað um varðveislu sagna og kvæða á vömm manna og margt af þeirri þekkingu er hægt að yfirfæra á íslenskt miðaldasamfélag. Þegar svo sögurnar em skráðar á bókfeU verður yfirfærsla á Ustform- inu, úr munnlegri frásagnarUst yfir í bókmenntir, rétt eins og úr skáld- sögu yfir í leikverk eða kvikmynd.“ Þekkingarpakki í farteskinu GísU minnir á að sögurnar á bók- feUinu hafi verið lesnar upp fyrir áheyrendur, einkalestur nútfrna- mannsins var ekki kominn tfi sög- unnar. „Ég tek dæmi af sögum af Austjörðum þar sem greinUegt er að gengið er út frá að hlustendur þekki margar sögupersónur, menn em ekki aUir kynntir ítarlega, þvl gert er ráð fyrir að hlustandinn komi með ákveðinn þekkingarpakka í fartesk- inu. Eins og þegar við segjum sögur og nefiidum Davíð Oddsson, Darth Wader eða Hómer, þeir þurfa ekki skýringa við, svona yfirleitt að minnsta kosti. Fjölmörg dæmi um þetta má finna í sögunum, í per- sónusköpum og í ættfræðinni er oft gert ráð fyrir að menn þekki tengsl og vensl manna án þess að frá því sé sagt í textanum. Því má gera ráð fyr- ir mUdu samspUi ritaða textans og ætíaðrar þekkingar hlustenda á munnlegri frásagnarhefð af þessum sömupersónum." Miðaldavöld í krafti nýrrar tækni En GísU skyggnist víðar um með þessari aðferð. „Menn hafa löngum haldið því fram að ritunin hafi létt álagi af lögsögumönnunum, þeir þurftu þá ekki lengur að leggja laga- bálkana á minnið. En í samfélagi munnlegrar hefðar er bókaleysið hluti af valdi og virðingu þessara manna. Þegar deUt er um rétt og órétt verður að kaUa lögsögumann- inn tíl, hann hefur vald tU þess að halda fund með löglærðum vinum sínum og þeir skera úr um máfið. Þannig að valdið fylgir þekkingunni, enda voru lögsögumenn yfirleitt af miklum valdaættum. En svo fer að koma fram fólk sem hefur ekkert annað sér tU ágætis en að það er læst. Kann þessa nýju tækni eins og unga tölvufólkið núna Gfsii Sigurðsson vfsindamaður á Stofnun Árna Magnússonar Dætrun- um Jónínu Þorbjörgu Saswati og önnu Pratichi tileinkaði hann ensku útgáfuna. ■ ÉB&m rnii MtDIKVAl. ICEIANDI aga ano Oral Traditk \ Discuiiise (ui Mcthod il'I.KUN l>IN'GASAG,\.\ muwi.kguar ihd-ðar Ný aðferð til að fjalla um þátt munnlegrar hefðar f fslensku miðaldasamfélagi Enska útgáfan kom út hjá Harvard háskóla I sumar sem getur skotist framhjá valda- strúktúrnum í samfélaginu í krafti nýrrar tækniþekkingar. Á 12. öld verður togstreita á milh gömlu valdaættanna og þeirra sem ráða yfir nýju tækninni. Þessi póUtíska og veraldlega ætt, Sturlungar, nær valdi á rittækninni. Snorri Sturluson og frændur hans komast tU valda á þekkingarbylgju Snorra. Hann nær að virkja þessa þekkingu ættinni tU framdráttar. Og miðlar um leið munnlegu þekkingunni sem hann elst upp í og þjálfast í; skáldskapn- um, goðsögunum, konungasögum og jafnvel Eglu. Þar hefur verið hægt að nota arfsagnir af þessum forföður tU þess að tjá sínar tilfinningar og stöðu í veruleikanum. í munnlegu hefðinni eru menn nefnUega ekki bara að fara með gamlar sögur orðrétt, þeir sveigja hefðina að nú- tímanum, bæta við en nota hefðina tU þess að túlka sínar hugmyndir um veruleikann á hverjum tíma." Vínlandssögurnar Gísh vann að þessum rannsókn- um um árþúsundamótin þegar mestur hveUur varð út af Vínlands- ferðum. „Ég endaði því á að velta upp spurningunni um hvort slfict væri hægt. Vínlandssögurnar geta ekki verið nákvæm lýsing á atburð- um sem urðu 300 árum áður, það er tæknUega ómögulegt. Því skoðaði ég þær sem spegU þeirrar hefðar sem er lifandi á ritunartímanum og rann- sakaði myndina af þeim löndum sem siglt var tU suður og vestur af Grænlandi um árið 1000. Á Nýfundnalandi eru fornleifar sem staðfesta að norrænir menn voru þar á ferð á þeim tíma og þess vegna hljóta sögurnar að vera samfeUd minning frá sigUngunum fram á ritunartímann. Þetta er því ekki uppspunninn skáldskapur úr lærdómsritum og bókum heldur er fótur fyrfr þessum skálskap. Þama er að einhverju leyti rétt, söguleg minning. Ég komst að því að sögumar geyma heUdstæða mynd af löndun- um í vestri; sagt er frá ömefnum og stöðum sem hafa innbyrðis afstöðu hver tU annars og með því að leggja þetta ímyndaða kort sagnanna á landakort af austurströnd Ameríku með fastan puntk í fornleifunum í L’Anse aux Meadows, þá verður útkoman sú sem ég teikna upp í bókinni. Ég byrja sem sagt ekki á venjulegu landakorti heldur landa- kortí sagnanna." rgj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.