Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Bjartsýni ríkti í peningaheiminum í kringum aldamótin, fólki var ráðlagt að kaupa verðbréf og sagt að þau myndu margfaldast i verði. Árni Bergmann skrifar um þessa bólu sem sprakk i andlitið á fólki um heim allan. Kauphollin f New York „Sérfræðingar og ráðgjafar urð.L,sér t'Mrskammar. Þeir voru allt fram á slðasta sæludag I kauphöllum vissir um að þær væntingar um nAABm' °t 9rÓðu UPP á VÍ6’ ættU Við góð og gild efnahagsleg rök að styðjast. ’ ‘ Frétt í íslensku blaði: 129 miljarð- ar króna gufa á fáum dögum upp úr verðmætasjónum - verðbréf hafa fallið hratt í verði. Þeim tíðindum fylgja huggandi athugasemdir um að við þessu hafi allir mátt búast. Verð- fallið sé ekki skrýtið heldur hitt, hve mikið íslenska verðbréfavísitalan hafði hækkað á þremur árum, eða úr 1000 súgum í 4000. Og sakleysingjar klóra sér í skaila og velta því fyrir sér hvað þessar sveiflur merki, hvort þessir miljarðar hafi verið til? Rétt eins og menn hafa í alþjóðlegu sam- hengi orðið að velta því fyrir sér í hvaða skilningi sex trilljónir dollara voru til, sem hurfu rétt upp úr alda- mótunum 2000 þegar verðbréfaból- an stóra sprakk yfir kauphallir heims- ins. Um bóluna stóru hefur margt ver- ið ritað, um þá bjartsýni sem hlaðist hafði upp í peningaheiminum og blés hana út þar til hún sprakk fram- an í menn með stórum hvelli árið 2000, fýrst í Bandaríkjunum og þar eftir um heim ailan. Síðasti áratugur 20stu aldar var hagstæður Bandaríkjunum og til þess fallinn að spana menn upp í ALLT FYRLR Z JÓLAGL UGGANN 1 ■8 Alnabær Síðumúla 32 • Sími 588 5900 bjartsýni. Stjóm Clintons tókst að rétta við fjárlagahaliann sem Reagan og Bush eldri skildu eftir sig. Nokkuð dró úr útgjöldum til hermála sem hluta af þjóðarframleiðslu. Atvinnu- leysi var fremur lítið, framleiðni jókst hratt og feiknavonir voru bundnar við hagnað af svonefiidu „nýju hag- kerfi" sem tengdist tölvuiðnaði, líf- tækni og öðmm tískugreinum. Meira í dag en í gær Verðbréfamarkaðurinn naut góðs af. Hann tók við þessari jákvæðu þróun og beitti sfnu sérfræðingahjali óspart til að kjafta upp á við verð á hlutabréfum. Dow Jones vísitalan hækkaði jafnt og þétt, úr 2588 stigum í janúar 1991 í 11302 súg í janúar 2000. NASDAQ, sem skráir verð á hátæknifýrirtækj- um, skaust upp um 32% á ári ailan áratuginn. Skyndilega springur svo blaðran, verð á verðbréfamarkaði hríðféll, sex trilljónir dollara gufuðu upp. Eitt- hvað hafa vísitölur skriðið upp á við aftur en Dow Jones hefur samt ekki náð sér enn. Sérfræðingar og ráðgjafar urðu sér til stórskammar. Þeir vom allt fram á síðasta sæludag í kauphöll- um vissir um að þær vænúngar um arðsemi og gróða sem ráku verðlag upp á við, ættu við góð og gild efna- hagsleg rök að styðjast. Enda spáðu þeir því margir hverjir, rétt eins og verðbréfaunglingamir sem fengu að kjafta upp sína vöm í Kasújósi hér heima á bjartsýnistímanum að verð á hlutabréfum mtmdi halda áfiam að hækka um ófyrirsjáanlegan tíma. Frægt dæmi um þetta var bók efúr þá Glassman og Hasset sem hét „Dow 36000" sem spáði því að verð í kauphöllum mundi þrefaldast á skömmum tíma. En þar segir til dæmis: „Hlutabréfamarkaðurinn er pen- ingavél: settu dollara inn í annan endann og fáðu þessa dollara aftur og meira til við hinn endann... Dow Jones-vísitalan ætti í rauninni að fara upp í 36000 súg, en við viljum vera raunsæir og teljum að það muni taka nokkurn úma, ef til vill þrjú til fimm ár.“ Með öðrum orðum: einhvern ú'ma á árunum 2002-2004 átti að fást þrisvar sinnum meira fýrir verðbréf- in en skömmu fýrir aldamót. Allt fór á annan veg, bólan sprakk sem fyrr segir. Síðan hafa verðbréfasérfróðir verið hógværari í spásögnum, flesúr haldið sig við að tala út og suður um að allt geti gerst - um leið og þeir tala niður ótta við enn stærri dýfur en þegar eru yfir gengnar. Lýðskrum og svindl Á þessari þróun eru ýmsar skýr- ingar gefnar. Til þess er m.a. tekið að á sjálfu blómaskeiðinu hafi stórfyrir- tækin bandarísku komið sér undan ýmsu eftirliti og reglum sem stjórn- völd höfðu sett á tii að forða slysum í efnahagslífi. Lýðskrum gegn „boð- um og bönnum" ríkisins hafði mikið að segja. Það auðveldaði stórfor- stjórum að leika sér að því að gera sjálft hugtakið „upplýsingaþjóðfé- lag“ að öfugmæli og lygi. Þeir fengu betri möguleika en nokkru sinni fyrr til að einoka upp- lýsingar um raunverulega stöðu sinna fyrirtækja og láta allt h'ta sem allra best út í skýrslum til stjórna og hluthafa (sem sátu undarlega lengi rólegir í þeirri trú að þeir ættu fyrir- tækin og hefðu áhrif á rekstur þeirra). Þeim tókst líka ágæúega að blekkja svokallaða óháða sérfræð- inga. Haft er fyrir satt að snjall stór- forstjóri hafi í rauninni fært sérstakt bókhald fyrir fyrirtækið, annað fyrir skattinn og hið þriðja fyrir sjálfan sig - og það eitt var marktækt. Allt þetta undirbjó hneykslin miklu, þegar risafyrirtæki eins og Enron og WorldCom urðu uppvís að margs- konar svindli og þjófnaði - sem að sínu leyti hlaut að grafa undan trú manna á að raunverulegur hagnað- ur væri á bak við yfirborð fallegra ársskýrslna. Og varð þar með til að 1 Árni Bergmann skrifar um gullgerðarlist sem brást. Heimsmálapistill fella verðbréf í gengi yfir línuna. Gullgerðarlist brást í annan stað reyndist oftrú manna á „nýja hagkerfið" sem tengdist hátækni og tölvuvæðingu allra hluta, afar skaðleg þegar fram í sótú. Efúr á að hyggja undrast menn það stórlega, hve mikill vöxtur hljóp í þessi fýrirtæki og hve hátt þau voru skrifuð í vísitölum þótt þau reyndust í rauninni hinn versta fjárfesúng og skiluðu aldrei neinum hagnaði. Þetta er kallað gullgerðarvillan. Ekki í þeim gamla skilningi að eitt sinn trúðu menn því að hægt væri að finna töfralausn á því að breyta ógöfugum málmum í gull. Gullgerð- arvillan er í því fólgin að menn halda að þegar búið sé að finna aðferð til að gera gull úr blýi þá muni gullið halda áffarn að vera fágætur málm- ur og gullgerðarmenn verði ævin- týralega ríkir. Eitthvað svipað var á seyði í þeirri gullgerðarlist samtfrn- ans að hægt var að breyta elektrón- um, ljósleiðurum og leynilegiun for- ritum í peninga. Menn hunsuðu þá lærdóma fyrri sögu, að eftir að tækninýjung kemur í heiminn fellur verð á vörum henni tengdum hratt - sem og gerðist í tölvuheimi og víðar. Ekki bætú það svo úr skák að við tók villt og galin fjármálastjórn Georges Bush yngri. Sem á örskammri stund sneri afgangi á fjárlögum í gífurlegan halla (sem stefnir í hálfa trilljón dollara á næsta ári), hikaði ekki við að lækka skatta stórlega, einkum á ríku fólki og snar- hækkaði um leið útgjöld til hernaðar og þá til ævintýra í írak sem ekki sér fýrir endann á. Hann var víst rétt í þessu að tryggja sér endurkjör til forsetaembætús og hafði þá brennt fleiri dollurum í kosningabaráttu en nokkur maður hefur áður gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.