Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 14
14 LAUQARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Helgarblað L>V þrátl fyrir sk Vigdís Grímsdóttir hefur aldrei verið hamingjusamcri. Hún geymir í sér lifrar- bólguveiru C en segist hafa náð að láta sér líða vel með breyttu hugarfari. Vigdís nýtur lífsins um þess- ar mundir, gefur ekki út bók fyrir þessi jól, en vinnur að þeirri næstu í íbúð látins rithöfundar í Frakklandi. fttPÖIIIiSiífeiSHÉí mr Bláu augun hennar skína skærar en nokkru sinni fyrr. Gott ef blár litur þeirra er ekki aðeins dekkri en endra nær. Vigdís Grímsdóttir lítur enn betur út en hún hefur gert hingað til. Ánægð oghamingjusöm. Nýkom- in frá Frakklandi þar sem hún hefúr dvalið í vetur. Átti reyndar leið til Finnlands og Svíþjóðar þar sem bók hennar Frá ljósi til ljóss var að koma út en er á leið utan aftur. Til Frakk- lands þar sem hún situr og vinnur. „Ég var spurð um það í Finnlandi hvort ég væri eitthvað veik. Spurði á móti hvaðan það kæmi. Eg skil nefhilega ekkert í hvers vegna allir eru að velta heilsu minni fyrir sér. Ég er loksins laus við allar veraldiegar áhyggjur og get einbeitt mér að því sem mér finnst skemmtilegast. Börnin, sem ekki eru lengur börn, farin að sjá fyrir sér sjálf. Hvers vegna dettur einhverjum í hug að ég sé eitt- hvað veik?“ spyr hún og horfir undr- andi á mig. Geymi í mér lifrarbólguveiru En heilsan vai ekki sem best. Finnst þér það eitthvað skrýtið að fólk spyrji hvernig þú hafír það? „Nei, kannski ekki. Jú, ég var slæm hérna einu sinni. Man ekki hvað er langt síðan. Kannski fimm eða sex ár,“ segir hún og vill ekki gera mikið úr þeim lasleika. „Ég held samt að ég segi eins og er, svo ég fái ekki svona spurningar aftur," segir hún og strýkur yfir svartan kollinn. Hann er alitaf jafn svartur. Vigdís fel- ur nefnilega gráu hárin sem fóru snemma að vaxa. Veiran sem blossaði upp oggerði þigþreytta og slappa? „Já, ég geymi í mér lifrarbólgu- veiru sem var að hrekkja mig og ég hafði ekki hugmynd um hvaðan kom. Var alltaf slöpp og þreytt en það var ekkert við því að gera. Iik- lega hef ég fengið veiruna í mig þeg- ar ég bjó í Danmörku fyrir mörgum árum. Eina skýringin sem ég fann var að hún hefði komið þegar ég fékk tattú. Þá voru sprauturnar ekki sótt- fireinsaðar eða neitt. Aðra skýringu hef ég ekki en ég hafði aldrei kennt mér meins fyrr en veiran blossaði allt í einu upp," útskýrir Vigdís og leggur áherslu á að veiran hafi haft afar hljótt um sig í nokkur ár. Hvað kom til, gerðir þú eitthvað eða fékkstu lyf? „Nei, en ég held að ég hafi náð með breyttu hugarfari að láta mér líða vel,“ segir hún og ég horfi van- trúuð á hana. Fir og flamme og finnur hvergi til Maður smellir ekki bara putta og þá batnar manni... „Jú, það er einmitt það sem mað- ur gerir. Við getum svo mikið stjóm- að hvernig okkur h'ður. Sjáðu til, ef þú mætir þremur óðum og slefandi hundum og á eftir þeim kemur lítill sætur hvolpur, þá tekurðu upp hvolpinn og klappar honum en lætur hundana fara hjá. Þetta er ekkert öðruvísi. Maður beinir huganum að því jákvæða og hugur og líkami vinna saman. Ég hef að minnsta kosti ekki aðra skýringu," segir hún hlæjandi og ég trúi henni. Ertu þá bara fír og Qamme og fínnurhvergi til? „Já, ég trúi að maður skipti yfir í annað hugarfar af nauðsyn. Ef mað- ur vill lifa í birtu gerir maður það. Maður á alltaf vahð og í kringum mig er mikil birta eins og þú sérð," segir hún og snýr lófúnum upp orðum sínum til áherslu. Hvers vegna Frakkland, Vigdís? „Hvers vegna ekki?“ spyr hún á móti og bendir á að hún hafi alltaf farið í burtu til að skrifa bækurnar sínar. „Hér áður var ég í sumarbú- stöðum í músagangi og kulda. Kapp- klædd í ullarsokkum með tölvuna eða sæg af bókum. Ég hef alltaf farið í burtu til að vinna. Ég fer bara lengra núna og hristist ekki af kulda. Og því ætti ég ekki að velja Frakkland eins og eitthvert annað land? Þar er gott að vera," segir hún og sýpur á kaffinu og kveikir sér í annarri mjórri sígar- ettu áður en hún heldur áfram: „Síð- ast var ég í Nýju Mexíkó og þar var yndislegt að vera.“ Mikil leit - miklar njósnir Nú, fjaUar þessi bók sem þú ert núna að vinna að um eitthvað sem gerist í Frakklandi? Spyr ég og vil vita um hvað hún er að skrifa. VUtu ekki segja mér um hvað bókin er? Hún svarar ekki strax. Er greini- lega að hugsa hvort rétt sé að segja eitthvað um bók sem hún er ekki enn farin að skrifa. Eftir nokkra þögn lítur hún upp og svarar: „Nei, ég held að maður eigi ekki að segja neitt. Ég trúi því sem þeir kenndu mér í Nýju Mexíkó. „Talaðu ekki um ástina þína því þá hverfur hún." Þess vegna geri ég það ekki. Þeir sögðu líka; „Lífið er leyndardómsfullt en samt aldrei leyndarmál." En þú verður ánægð með bókina," segir hún og brosir skakkt, skáskýtur bláu augunum og verður leyndardómsfull á svipinn. Ég mátti vita það. Vigdís er ekki vön að gaspra um vinnuna sína. „Ég æfia að byrja að skrifa 7. janúar," segir hún síðan og þá veit ég að hún situr og skrifar og slaifar og gerir ekk- ert annað í tvo eða þrjá mánuði. Þá nær enginn sambandi við hana og hún lokar sig inni í heimi bókarinn- ar. „Já, ég er vön að vinna þannig. Nú er ég að undirbúa mig og afla heim- ilda. Sit og les mikið, hlusta á tónlist, leita eftir skræðum, finn þær, undr- ast, furða mig, les meira, undrast aft- ur og verð sífellt fyrir áhrifum. Fólk áttar sig ekki alltaf á að í langflestum bókunum mínum er mikil sagn- fræði, mikil leit, miklar njósnir og þar skrökva ég engu um,“ segir hún sakleysið uppmálað eins og hún hafi aldrei logið einu orði. Allt verður að list hjá mömmu Og áffarn heldur hún að tala um bækur sínar; börnin hennar sem hún hefur fóstrað við brjóst sér og hafa orðið til inni í þessum svarta kolli. Ótrúlegt hvað þar getur átt upptök sín. „í öllum bókunum mínum eiga persónurnar traust jarðsamband. Eins og í Þögninni," segir hún og það riflast upp að þar er amman mikill aðdáandi Tjækovskís. „Allt sem þar stendur skrifað um „þann góða mann", var satt og rétt eins og sagn- fræðin skýrir það. Ég vann mikla heimildarvinnu áður en ég byrjaði að skrifa en reyndi alltaf að fela hana í textanum," segir hún, stendur upp og sækir meira kaffi. „í góðu leikriti verður maður ekki var við leikstjór- ann." Uppáhelling, hugsa ég, og horfi á hana á meðan hún hellir í bollann minn. „Ég veit alveg hvað þú ætlar að segja núna," segir hún sposk á svip- inn og ég veit að það er satt. Vlgdís veit alltaf hvað maður er að hugsa. „Já, þú ætlar að spyrja hvers vegna ég sé ekki búin að kaupa almennilega kaffikönnu. Ég verð ekki hissa og segi að það hafi verið einmitt það sem ég var að hugsa. Búsett hálft árið í Frakklandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.