Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 50
50 LAUCARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Sport DV llfaiis Fróðl í Breiðablik Færeyski knattspyrnumaður- inn Hans Fróði Hansen er genginn í raðir 1. deildarliðs Breiðabliks. Hans Fróði lék með Fram í fyrra en þótti afspymu- slakur og fékk þvíekki nýjan samning hjá félaginu. Bjami Jóhannsson, þjáifari Breiðabliks, virðist aftur á móti sjá eitthvað í Hans Fróða og samdi því við hann. Hjörvar Iiafliðason, sem var vara- markvörður hjáKRÍ fyrra, er einnig búinn að semja við Blika en hann er 24 ára gamall og lék lengst af með Val. Davies framlengir Framherji Bolton, Kevin Davies, er búinn að fratriengja samning sinn við félagið tii ársins 2007. Davies hefur blóinstrað undir handleiðslu Sam AUardyce en hann var talinn útbrunninn áður en hann kom til Bolton en hann er aðeins 27 ára gamali. Klitschko í vígahug Úkraínski bolinn, Vitali Klitschko, ætlar sér að refsa Danny Williams illilega fyrir að hafa stolið af sér draumnum um að boxa við Mike Tyson. Williams buffaði Tyson í júlí í bardaga sem Klitschko vildi fá. Hann mun væntanlega aldrei fá tækifærið að berjast við Tyson úr þessu. „Hann stal af mér draumnum. Ég mtm ekki vanmeta hann en ég ætla mér að senda hann á oftirlaun eins og ég gerði við Lennox Lewis," sagði Klitschko. Pippo í skýjuitum Sóknrmaðurinn Filippo Inzaghi er í skýjunum með nýja samninginn við AC Milan sem ■ rennur ekki út fyrr en 2009. „Þessi 1 samningur imdirstrikar það sérstaka samband sem ég við þetta félag. Ég verð æstur af tilhugsuninni að klæðast þessari I treyju í mörg ár í viðbót," sagði I Inzaghi sem verður ekki með næstu mánuðina vegna meiðsla. „Nú bið ég félaga mína bara um að standa sig vel áfram og halda okkur inn í öllum keppnum svo ég fái almennilega leiki þegar ég kem til baka á ný.“ Inzaghi hefur verið hjá Milan síðan 2001 eftir íjögur farsæl ár hjá Juventus. Hann verður 36ára ,,, þegarnýi samningurinn m rennur út. Laun og sporslur bestu íþróttamanna heims fara hækkandi ár frá ári og eru kylfingurinn Tiger Woods og ökuþórinn Michael Schumcaher þar fremstir meðal jafningja. Engin kona er á lista yfir fimmtíu tekjuhæstu íþróttamennina. Hamingjusamur Það er engin furða að Schumacher breisi brott og stökkvi hæð sína í loft upp i fullum herklæðum þvihann græðir á tá og fingri og þarfekki að hafa áhyggjur af peningum það sem eftir Þær tæplega sjö hundruð milljónir króna sem kylfingurinn Vijay Singh hefur unnið sér inn á árinu fyrir sigur á hverju golfmótinu af fætur öðru eru dágóður skildingur og nægir kappanum fyrir salti í grautinn næstu áratugi. Þrátt fyrir að vinningsupphæðin sé met í golfheiminum er Singh engu að síður meðalmaður þeg- ar kemur að tekjuhæstu íþróttamönnum heims og hæpið að hann komist á topp hundrað. Eins og íþróttaunnendur hafa orðið varir við hafa laun íþrótta- manna hækkað hratt undanfarin ár með þeim afleiðingum að mýmörg íþróttafélög eiga í bullandi fjárhags- vandræðum. Hvergi er þetta jafn augljóst og í Bandaríkjunum þar sem laun körfuknattleiks- og hafn- arboltaleikmanna hafa hækkað sér- staklega mikið síðustu tíu árin. Með- an áhorfendur láta sjá sig gengur dæmið yfirleitt upp en þó er augljóst víða að launakröfur íþróttamanna eru komnar út í öfgar. Verkfall hefur til að mynda staðið yfir í tvo mánuði í bandarísku NHL íshokkí- deildinni þar sem eigendur þeirra liða sem þar keppa viljá að sett verði launaþak á ™ ™ leikmenn. Leik- móti mega ekki á það heyra minnst og aðdáendur gjalda fyrir. Þrátt fyrir þetta er ekki marga íshokkíleikmenn að finna á lista Forbes tímaritsins yfir tekjuhæstu íþróttamennina. Sá hæsti þeirra, Svíinn Peter Forsberg, hafði aumingjalegar 750 milljónir í árslaun á síðasta tímabili sem er svipuð upphæð og Vijay Singh hefur unnið sér inn á árinu. Hvorugir þeirra kemst nálægt þeim sem sitja listann yfir hundrað launahæstu íþróttamenn í heiminum. Engin kona á topp 50 Athyglisvert er að skoða þann lista nánar. Körfuboltastjarnan Michael Jordan, sem fyrir margt löngu hætti að spila, er enn fjórði tekjuhæsti íþróttamaðurinn. Er þar fyrst og ffemst um auglýsingasamn- inga að ræða en skóframleiðandinn Nike framleiðir enn skó undir hans nafni. David Beckham er tekjuhæst- ur knattspyrnumanna en næst hon- um koma þeir Ronaldo og Zidane en allir leika þeir með liði Real Madrid. Undantekningarlítið er mest um Bandaríkjamenn á listanum og aug- ljóst að mun meiri peningar eru í íþróttum þar en í Evrópu. Konur bera nokkuð skarðan hlut frá borði. Engin kona er meðal 50 launahæstu íþróttamannanna en tennisstjarnan Serena Williams kemst næst með um 650 milljónir króna á ársgrund- velli. Fremsti kvenkyns kylfingurinn, hin sænska Annika Sörenstam, hangir nánast á horreiminni með 343 milljónir króna. Ekki allt með felldu Ef allt væri eðlilegt ættu knatt- spyrnumenn að toppa lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn heims enda er það sú íþrótt á heimsvísu sem gefur cif sér mestar tekjur vegna sjónvarpsréttar. Er um miklar upphæðir að ræða og eru sífellt fleiri fólncr com þeim tekjum þar sem algengt er orð- ið að allt að helmingi allra tekna fél- aganna hvert ár komi þaðan. Að mati endurskoðunarfyrirtækisins McKinsey voru heildartekjur knatt- spyrnunnar vegna sjónvarpsréttar árið 2002 kringum 4 milljarðar króna. Tekjur golfíþróttarinnar það sama ár numu aðeins um 300 millj- ónum króna og Formúlan fékk rúm- lega 600 milljónir. Engu að síður eru laun ökuþóra og körfuboltastjarna ekki síðri en laun fótboltakappa og í stöku tilfellum mun betri. Tekju- hæsti knattspyrnumaðurinn, David Beckham, er ekki hálfdrættingur á við golfkappann Tiger Woods eða heimsmeistarann f Formúlu 1 kappakstri, Michael Schumacher. albert@dv.is TEKJUHÆSTIR Það eru engar smá upphæðir sem íþróttamenn fá í dag. Allar tölur hér fyrir neðan eru f milljörðum. I.Tiger Woods, golf 5.5 2. Michael Schumacher, F1 5.5 3. Peyton Manning, NFL 2.9 4. Michael Jordan, karfa 2.4 5. Shaquille O'Neal, karfa 2.2 6. Kevin Garnett, karfa 2.1 7. Andre Agassi, tennis 1.9 8. David Beckham, fótbolti 1.9 9. Alex Rodriguez, hafnabolti 1.8 10. Kobe Bryant, karfa 1.8 17. Oscar de la Floya, box 1.5 22. Phil Mickelson, golf 1,4 24. Lance Armstrong, hjólr. 1.3 26. Ronaldo, knattspyrna 1.3 ig 38. Greg Norman, golf 1.1 39. Ernie Els, golf 1.1 40. RalfSchumacher.F1 1.1 41. Jason Kidd, karfa 1.1 42. Zinedine Zidane, fótbolti 1.1 * Um er að ræða allar greiðslur hvort sem um er að ræða laun, bónusa, tekjur af auglýsingasam- ingum og vinningsfé. Framtíð Þórhalls Dans Jóhannssonar ræðst væntanlega um helgina Framtíð Þórhalls hefur verið í umræðunni síðan slitnaði upp úr samningaviðræðum hans og Fylkis með látum fyrir skömmu. Hann hefur verið orðaður sterklega við Val og Fram síðustu daga en heimildir DV Sports herma að Þórhallur fari í Fram. „Þetta ræðst allt um helgina, og í síðasta lagi á mánudag," sagði Þórhallur í samtali við DV Sport í gær spurður um stöðu sinna mála í gær. „Ég er búinn að ákveða hvað ég vil gera en gef ekki upp hvaða félag um ræðir að svo stöddu." Samkvæmt heimildum DV Sports eru engar líkur á því að Þórhallur semji við Val og í raun fóru umræður á milli hans og Vals aldrei á alvarlegt stig. í viðræðum Framarar hafa aftur á móti verið heitir fyrir Þórhalli frá fyrsta degi og munu, eins og áður segir, væntanlega landa samningi við Þórhall um helgina. „Þetta verður allt að koma í ljós en ég leið tilFram. „Þetta mál er ekki alveg klárað en þetta gæti vissulega mjög vel orðið ofan - Safamýri neita því ekki að það hafa farið fram viðræður," sagði Finnur Thorlacius, formaður rekstrarfélags Fram, spurður um hvort hann muni loka samningi við Þórhall Dan um helgina. Smásprettur eftir „Þetta mál er ekki alveg klárað en þetta gæti vissulega mjög vel orðið ofan á. Það er smá sprettur eftir og vonandi tekst okkur að klára hann," sagði Finnur sem myndi eflaust fagna komu Þórhalls í Safamýrina enda hefur sárlega vantað sterka og stöðuga varnarmenn þangað. henry@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.