Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 59
DV Fréttir LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 59 Jón Hannesson í Hrolli MC Skyldi ekkert í móttök- unum sem Hog Riders fengu á flugvellinum. Viðbúnaður i Leifsstöð Búist var viö átökum þegar mótorhjóla■ mennirnir komu til landsins. Jóhann Benediktsson sýslumaður Varánægöur meö aðgeröirnar f gær. íslendingar í sprengjuleit Tveir sprengjusérfræð- ingar frá Landhelgisgæsl- unni, Jónas Þorvaldsson og Ágúst Magnús- son, eru nú ásamt sprengju- sérfræðingum danska landhers- ins í flugelda- verksmiðjunni í Kolding í Dan- mörku. Þeir voru á námskeiði í sprengjueyðingu hjá landhernum í Dan- mörku en voru kallaðir til hjálpar eftir hörmungarnar í flugeldaverksmiðjunni. Vélmenni eru notuð til að fara að gámum sem inni- halda sprengiefni sem eld- ur hefur ekki náð að læsa sig í. Hermenn nota skrið- dreka til að fara um svæðið og afla upplýsinga um ástandið m.a. með því að taka myndir. Meðfylgjandi mynd er af Jónasi. Gáfaðasta kona heims atvinnulaus Daniela Simidchieva, þriggja barna móðir í Búlgaríu, er talin gáfað- asta kona í heimi. En það hjálpar henni h'tið í at- vinnuleit. Enginn vill ráða hana í vinnu. Dani- ela hefur fimm meistara- gráður, ma. í hagfræði, kennslu og félagsfræði og greindarvísitölu upp á nær 200 stig. Hún er á lista Mensa og er greindarvísitala hennar sú sama og Marie Curie mældist með en sú síðar- nefnda er tvöfaldur Nóbelsverðlaunahafi. Daniela hefur sent út hundruði atvinnu- umsókna en hefur enn ekki fengið vinnu. Hún segist hæf til að gegna ýmsum störfum þar sem æðri menntunar er krafist en enginn vill ráða hana. Hagfræðingar á eigin vegum „í tilefni af fréttum af greinargerð undirritaðra í olíufélagamálinu er rétt að leiðrétta þann miskilning að Hagfræðistofnun standi á einhvern hátt að greinar- gerðinni. Hið rétta er að undirritaðir gera hana í eigin nafni og bera þar af leiðandi einir ábyrgð á henni," segja hagfræðing- arnir Tryggvi Þór Herbertsson og Jón Þór Sturluson í yfirlýsingu. Fé- lagarnir tveir skrifuðu grein sem í gær var birt í Morg- unblaðinu með því fororði blaðsins að þar væri á ferð sending frá Hagfræðistofn- un. Tryggvi segir það hafa verið á misskilningi byggt. Krónan í góðum gír Gengi krónunnar hækkaði í lok vikunnar um 0,4% í miklum við- skiptum. Velta á gjaldeyr- ismarkaði var 11,2 milljarðar og hefur ekki verið meiri síðan 19. janúar. Ástæða hækkunarinnar var ekki síst fréttir af frekari stækkun Norðuráls. Gríðarlegur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í gær. Lögreglumenn stöðvuðu meðlimi mótorhjólasamtakanna Hog Riders. Þeir voru komnir hingað til lands í boði íslenska klúbbsins Hrolls MC sem er hluti af Hog Riders samtökunum. Jó- hann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir Hog Riders skipulögð glæpasamtök. Þeir hafi verið komnir hingað í leit að dópi, ofbeldi og konum. Sagðir í leit að dópi, konum og ofheldi Um 15 meðlimir Hog Riders voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli í gær. Stðrhátíð átti að vera hér á landi um helgina þar sem ís- lenski klúbburinn Hrollur MC var að hækka í tign innan Hog Riders samtakanna. Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, segir dóp, ofbeldi og konur hluta af hátíðum af þessu tagi. Stefna íslenskra stjórnvalda sé að hleypa ekki glæpa- samtökum til landsins. „Þessi samtök eru skipulögð glæpasamtök," segir Jóhann Bene- diktsson um Hog Riders klúbbinn sem ætíaði að skemmta sér á íslandi yfir helgina. Þeir voru hér í boði ís- lenska klúbbsins Hrollur MC. Sá klúbbur er hluti af Hog Riders sam- tökunum og var á dögunum að hækka í tign. Frá því að vera „hang- arounds" yfir í „prospects." Því átti að fagna um helgina. Bláa lónið og matarboð „Við ætíuðum að skella okkur í Bláa lónið og halda veglegt matar- boð á laugardagskvöld," segir Gunn- ar Eymundsson talsmaður Hrolls. DV náði tali af hon- um þar sem hann sat í Kaffi- teríunni á Leifsstöð og beið eftir félögum sínum í Hog Riders. Þeir félagar voru allir í yfirheyrslum og vísað út úr landi í dag. Engin átök komu upp við komu mótor- hjólamannanna til ís- lands. Fyrsti hópur- inn kom með vél Iceland Express frá Kaupmannahöfn. Níu manns. Viðbún- aður var einnig þeg- ar vélarnar frá Ósló og He- athrow komu til landsins. Um 20 manns frá Ríkislögreglu- stjóra og annað eins frá Sýslu- manni á Keflavík- urflugvelli tóku þátt í aðgerðun- um. Sjá mátti vopnaða sér- „Við ætluðum að skella okkur í Bláa lónið og halda veg- legt matarboð á laug- ardagskvöld sveitarmenn sem handléku skamm- byssur. Þær voru þó ekki notaðar í gær. Hörð stefna Á svæðinu var einnig hópur frá Útíendingaeftirlitinu með Georg Kr. Lárusson í fararbroddi. Hann var ánægður með aðgerðirnar. Sagði þetta lýsandi fyrir stefnu íslands í þessum málum. Stefnu sem hann kýs að kalla: „Zero Toler- ance." „Það er stefna íslenskra stjórnvalda að menn sem tengjast alþjóðlegri glæpastarfsemi sé vísað frá íslandi," sagði Ge- org. „Við höfum fylgt þessari stefnu undan- farin ár. Með góð- um ár- angri." Georgvið- ® urkennir að þessi stefna geti á stundum verið á gráu svæði. Hann segir að Útíendingaeftirlitið hafi fengið athugasemdir þess efnis. „Það er eitt mál í gangi varðandi sex meðlimi Hells Angel’s sem vísað var frá Georg Kr. Lárusson Sagöi norska vítisengla i máli viö Islenska rlkiö vegna frávísun ar þeirra frá Seyðisfirði. Seyðisfirði. Þeir hafa stefnt okkur og eru með norska lögmannsstofu í málinu," segir Ge- org. Vildu bara skemmta sér DV náði tali af einum íslendingi sem var í haldi á flugvellinum. Hann heitir Jón Hannesson og er meðlim- ur í Hrolli. Jón sagði móttökurnar svo sannarlega vera skrýtnar. Það væri engin ástæða til að hafa áhyggj- ur af þessmn mönnum. Dani sem beið eftir því að vera yfirheyrður kallaði að blaðamanni að þetta væru mannréttindarbrot. „We just wanted to party," sagði hann eða: „Við vildum bar^ skemmta okkur." Þá skemmtun tókst Jóhanni Benediktssyni sýslumanni að eyði- leggja. Eða eins og hann sjálfur orð- aði það sjálfur: „Já, maður er sannkallaður gleði- spillir." simon@dv.is Dæmdir í íjögurra og hálfs og fimm ára fangelsi fyrir smygl á fikniefnum sem hvergi fundust. Maitsland-bræður í sjokki Rúnar Ben Maitsland hlaut fimm ára fangelsisdóm þar sem meirihluta dómara þótti sannað að hann hefði staðið að innflutningi 27 kilóa af hassi í ellefu ferðum árið 2002. Voru fíkniefnin flutt til landsins af þremur þýskum burðardýrum árið 2002. Davíð Ben, bróðir Rúnars, hlaut einnig fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu en dómarar töldu sannað að Davíð hefði tekið á móti alls 23 kflóum af hassi á sama tímabili. Dómurinn er sérstakur að því leyti að hvorki efnin né fjármunir þeim tengdir hafa fundist. Athygli vekur að ekkert þeirra vima sem dómurinn grundvallast á bar vitni fyrir dómi hér á landi. Vimisburðir þeirra vom því að langmesm leytí byggðir á skýrsl- um frá lögreglu í Þýskalandi og fram- burði fyrir héraðsdómi þar í landi auk þess sem eitt vitnanna bar vitni í gegnum sfma. Guðjón Marteinsson dómari var ósammála meðdómur- um sínum og sagði í séráliti sínu að sekt bræðranna væri ekki hafinn yfir vafa og vitnaði í mannréttindasátt- mála Evrópu máli sínu til stuðnings. Hvorki Rúnar né Davíð mættu fyrir héraðsdóm í gær þegar dómur í máli þeirra féll. Rúnar situr nú á Litía- Hrauni vegna fimm ára fangelsis- dóms sem hann hlaut fyrir innflum- ing á 890 grömmum af amfetamíni og 979 grömmum af kannabis en efri- in fundust á honum við komu í Leifs- stöð í nóvember 2002. Veijendur Maitsland bræðranna telja nær fullvíst að málinu verði áfrýjað. „Umbjóðandi minn er í sjokki," sagði Jón Egilsson, verjandi Davíðs Maitsland, stutm eftir að Bræður fyrir dómi Rúnar Maitsland sést hér skýla andliti slnu með blaöi, fyrir aftan hann situr Daviö bróöir hans, sem einnig skýlir and- liti sinu, ásamt lögmanni slnum, Jóni Egiissyni. dómur féll í gær. Verjandi Rúnars, Ólafúr Sigurgeirsson, tók í sama streng og sagði dóminn fordæmal- ausan þar sem verið væri að dæma menn seka á sögusögnum þar senj, sönnunargögn skorti tilfinnanlega hjá ákæruvaldinu. helgi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.