Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 36
36 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Stildaftá samloku- sttgu Fyrsta skrásetta frásögnin afsamloku- gerð er frá fyrstu öld fyrir okkar tímatal. Það var á dögum Hillel rabbla og þegar að minningarhátíðinni um brottförina frá Egyptalandi kom, þeirri sem við lát- um vera páska,þá tók rabbíinn fram tvo ósýrða brauðhleifa og lagði milli þeirra saxaðar hnetur, epli, krydd, beisk- ar jurtir og sitthvað fleira og þótti gott. .Myrkar miðaldir .Samlokumiðaldirnar ' \ eru sannarlega myrk- I ar. Vitað er að Róm- verjum þótti bestað blanda brauði sinu út i fint skorið kjöt og steikja siðan og að krossfar- ar á leið til landsins helga spöruðu tíma og fyrirhöfn með þviað rífa í sig alls konar kjötbökur. En afsamlokunni fer engum sögum. Upphaf nútimans A því herrans ári 1762 sat John Montague, fjórði jarlinn afSand- wich, í húsi sinu I Lundúnaborg og spil- aði fjárhættuspil við vini og kunningja. Hann vildi ekki líta afspilaborðinu og bað þjón að sækja snöggvast brauðsneiðar, kjöt og ost. Hann lagði kjötið og ostinn milli brauðsneiöanna og reifi sig um leið og hann spilaði. Aörir við borðið voru fljót- ir að biðja um það sama og Sandwich og þar meö hafði rétturinn fengið nafn á ensku, og heitir reyndar það sama á frönsku. Jil Nýja heimsins Jnglendingurinn i Eiizaþeth Leslie gaf 1 útmatreiðslubókog seldi til Norður-Amer- íkuárið !827.Þarer meðal aðalrétta upp- skrift að forláta samloku. En það var ekki fyrr en um aldamótin 1900 að bakarar byrjuðu að baka og selja mjúk, hvít brauð og um leið jókst áhug- inn á samlokum. Tveimur áratugum síðar höfðu flest bandarisk skólabörn samlokur l nesti, vinsælastar voru þær með skingu og eggjum. Niðursneidd brauð Árið 1930 komu niöursneidd, hvít og mjúk brauð fyrst á markað og ullu bylt- ingu i samlokuheiminum. Enda leið ekki á löngu þar til teiknimyndapersón- an Dagur, eiginmaður hinnar einu sönnu Ljósku, hófað tæma ískápinn og smiða risastóra og einkar girnilega samlokuturna. Nú er svo komið að nið- ursneiddu, mjúku og hvítu brauðin vestra geymast í skáp í þrjú ár. Þar eru pepperóní og grillaður kjúklingur vin- sælastu áleggin en hvergi í heim- inumerhægtað fá samloku með hangikjöti og ítölsku salati nema á Islandi. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST ÚT AÐ BORÐA? „Ég var í París um daginn og þáði kvöldverð hjá Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og manni hennar. Maturinn var í stuttu máli sagt geggjaður. Fyrst var það kampavínið, vatnsdeigs- bollur með kavíar og smábrauð með gæsalifur. í aðalrétt höfðu þau hjónin ofnbakað kálfafillé með salati og laukböku sem hús- bóndinn fann upp sjálfur. Þessu næst komu ostarnir, einn þeirra var bakaður og sérstaklega ljúf- fengur. Með þessu var borið fram aldrað eðalrauðvín sem sótt var í vínkjallarann. Næst siðast kom svo sítrónu- og appelsínusorbet með vodkaslettu en síð- ast af öllu vínberja- þrúgur og svo auð- vitað espresso- kaffi." IngveldurG. Ólafsdóttir dagskrár- gerðarmaöur og söngkona. Maður Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara, Hans Gústafsson, er lista- kokkur og hún nýtir sér það út i ystu æsar, enda segist hún meira fyrir að gæða sér á mat en búa hann til. Henni er þó stundum sleppt lausri i eldhúsinu og bera verk hennar þar merki skelfilegrar upplifunar i einum af stórmörkuðum borgar- innar fyrir nokkru. 1 1 / M . j L J!ú\ „Ég varð fyrir því óláni að eiga leið fram hjá kjötborðinu í einum af stórmörkuðunum," segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari og skellihlær. „Þar lá saklaust dádýr, niðurbútað, en hafði svo verið raðað aftur í ótrúlega trúverðuga stellingu. Ég féll bókstaflega saman enda hef ég löngum haft mikla ást á Bamba litla. Og síðan hef ég ekki snert kjöt, við þessa reynslu varð sem sagt var- anleg breyting á mínu mataræði." Yfir í annað hráefni Steinunn Birna segist þó ekki hafa fundið fyrir álíka kenndum við fiskborðin. „Ég borða enn allan fisk en auðvitað getur allt gerst þegar svona hefur einu sinni komið yfir mann. Og sérvitringar eins og ég hafa úr nógu að velja nú miðað við til dæmis úrvalið fyrir áratug eða svo. Margir framleiðendur framleiða gómsæt grænmetisbuff og ffysta en oft eru þau fryst óþægilega nálægt kjötborðum verslana. Tilfinninga- verur verða að skáskjóta sér fram hjá í hvelli og þreifa sig áfram blindandi. En auðvitað þurfti ég leggja höfuðið í bleyti og kynna mér ýmislegt, læra að hugsa mataræðið svolitið upp á nýtt. En engum er hætta búinn þótt hann hætti að eta kjöt, nútíma- manninum er það að mínu mati engin lífsnauðsyn." Meðalhófið best „Við hjónin erum laus við alla fanatík í mataræði," heldur Stein- unn Birna áfram. „Við viljum um- fram allt gott hráefni, góðar olíur en ekki krydd sem búið er að blanda undurfurðulegum efnum. Við reyn- um að forðast mikið unnin hráefni og þar sem þyngdarlögmálið getur breyst auðveldlega hjá sumum er eins gott að halda sig fjarri sykri, kartöflum, hrísgrjónum og of miklu brauði. Passa sig samt á að fæðan verði ekki of einhæf, því hver vill Gdspacho spænska kokksins 6-8 tómatar skornir í báta. 1/2 græn og 1/2 rauð paprika eða bara þær paprikur sem til eru á heimilinu. 2- 3 hvítlauksrif. 1/2 dl afólffuolfu. 1 glas afköldu vatni. gott herbamarine-krydd og pipar eftirsmekk. 3- 4 brauðsneiðar (ekki ofgrófar) bleyttarí köldu vatni. Allt sett í blandarann, brauðið efst. Látið blandast góða stund svo súpan verði létt í sér og geymið I ísskáp í klukkustund. vera þrumandi óhamingjusamur en í kjörþyngd? Svo þarf maður auðvit- að að þjálfa sína bragðlauka og smám saman breytast þeir. Þegar maður hefur sleppt sykri í ákveðinn tíma verða epli ótrúleg sætindi." Eitt leiðir af öðru En Steinunn er nokkuð viss um að kúvendingin á sér nokkra for- sögu. „Ég tók á þyngdarvandamál- inu á síðasta ári enda hafði það lengi staðið til. Þá verður maður mun ^Koiuseisverjur Um 200 gr. skötuselur á mann, skor- inn f tenginga og settur á pönnu með grófsöxuðum rauðlauk. Laukurinn mýkturí olíunni og fiskurinn látinn þéttast eða loka sér, kryddað með eðalkryddi og pipar eftirsmekk. Siðan eru heilir tómatar veiddir upp úr niðursuðudós, án vökva, og látnir malla með. Þá erþessu raöað í miðjuna á vefjunum eða tortilla- kökunum, gratín-osti stráð yfír og vefjunum rúllað upp. Þær eru lagðar í smurt mót, meðal-salsasósu dreift yfír eftir lengd og enn stráð gratín- osti yfír. Bakað í ofni í 15 mín. Þeir sem ekki hafa hitt Bamba í kjöt- borðinu geta steikt kjúklingabita með rauðlauknum og I stað tómat- anna er hægt aðnota hickory- hunangs- barbequesósu.. meðvitaðri um líðan sína og við- brögð lrkamans við alls konar mat. Upplifir mat einhvern veginn öðru- vísi en áður," og Steinunn Birna vindur sér að eldhúsborðinu og undirbýr kvöldverð að hætti Spán- verja. „Þetta er hollur matur, fljót- legur og ótrúlega bragðgóður. Spænskur kokkur kenndi mér að elda þetta þetta bullandi holla gaspacho en með ætla ég að hafa það sem spænskir hafa í jólamatinn; skötuselsvefjur." rgj&dv.is íslenzk Ítalía Ítalía við neðanverðan Laugaveg sló í gegn á fýrsta degi og hefur síð- an verið fullsetið gestum á kvöldin, bezt heppnaða veitingahús lands- ins, sannur hornsteinn íslenzkrar veitingamennsku. Enda er það íslenzkasta veitinga- hús landsins. Þar sitja gestir afar þröngt með brött stólbök í bakinu, glerplötu borðsins í fanginu og þunna pappírsservéttu í beltinu, allt að íslenzkum sið, snæðandi íslands farsælu þjóðarrétti, pítsu eða pöstu á 1700 krónur eða örbylgjuhitaðan fisk með bakaðri kartöflu. Einhvem tíma verður komið með stórvirk tæki og allt úthaldið flutt upp í Ár- bæjarsafn. Það ítalska við staðinn er fremur létt og góð matreiðsla, sem leggur þó meiri áherzlu á kryddbragð en eðlisbragð; svo og umhyggja ítal- skra eigenda um gesti sína. Hvort tveggja er mun betra en tíðkast á öðmm veitingahúsum borgarinnar, sem segjast vera ítalskrar ættar, en eru það auðvitað alls ekki. Á sumum sviðum er valið það betra úr báðum heimum, gæðabrauð að íslenzkum hætti, ekkert crostini, og viðbit að ítölskum hætti, ekkert smjör. Smálúðan var ekki ofsteikt, held- ur rétt rúmlega hæfilega; mikið af krydduð sveppum og kryddjurtum; fljótandi að íslenzkum hætti í mikilli sósu, hvítvínsrjómasósu, sem var léttari og betri en ostasósurnar á Þremur frökkum. Rúmlega hæfilega eldaður saltfiskur var á kafi f mikilli tómat- og ólífusósu. Með öllum fiski fylgdi einkennistákn íslenzkrar matreiðslu, bökuð kartafla. Hvítar væru betri á þessum árstíma. Og hvað með feneyskt risotto, mætti ekki prófa það? Fiskisúpan var þykk tómatsúpa með rækjum og örlitlum keim af fiskbragði. Blaðlaukssúpan var þykk hveitisúpa að hefðbundnum ís- lenzkum hætti. Ferska salatið var gott og fjölbreytt ítalskt salat með íslenzkum fetaosti, smátómötum, klettasalati og ólífum ofan á hefð- bundara jöklasalati, rauðkáli og gul- rótaraspi. Kræklingurinn var borinn fram í skelinni ofan á chili-krydd- aðri tómatsósu, sem yfirgnæfði kræklingabragðið. Ef borðaður er hefðbundinn matur á Ítalíu, kostar þríréttað 4800 Ítalía ★★★ Veitingarýni krónur, sem er nálægt miðjuverði veitingabransans í Reykjavík, svipað og önnur Ítalíuhús og Þrír frakkar. Sami seðill og enginn afsláttur af verði er í hádeginu og þá er Ítalía dýrari en flest önnur hús f miðborg- inni. Hér vantar ekkert nema eftirrétt- inn tiramisu til að gera staðinn full- komlega íslenzkan að upplagi. Eftir- réttir eru fínir, á kafi í þeyttum rjóma, einnig að íslenzkri hefð. Mér fannst athyglisvert og ánægjulegt, hversu létt í maga perutertan var, gott dæmi um, að ítölsk áhrif eru í matreiðslunni. Espresso var fínt, aðeins beizkt að feneyskum hætti, en 25% of þunnt að íslenzkum hætti. Jónas Krístjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.