Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 30
30 LAUGARDAGUR 6. NÚVEMBER 2004 Helgarblað DV Senn hefst aðventa, margir með verkkvíða, en börnin hlakka til... flest hver. Komið hefur fram að 20 þúsund manns lifi við fátæktarmörk á íslandi. Sigrún Ármanns Reynisdóttir, formaður Samtaka um fá- tækt, metur það svo að sú tala sé talsvert hærri. Mikill kvíði ríkir víða nú þegar jólahátíðin er í aðsigi. Hræðileg neyn í samlélaginu „Hvað segi ég? Ég segi nú bara það að hún er orðin hræðileg neyðin í samfélaginu. Hjá allt of mörgum," segir Sigrún Ármanns Reynisdóttir, miðill og formaður Samtaka um fátækt. Samtökin voru stofnuð árið 2000 en Sigrún hafði kynnst fátæktinni fyrr, til dæmis sem stjómarmaður í Leigjendasamtökunum í nokkur ár. Og það sem verst er... Sigrún segir ástandið fara síversnandi. Hún er afar svartsýn nú þegar hátíð ljóss og friðar gengur senn í garð. „Húsnæðismálin, fátæktin og neyðin... þetta fer síversnandi. Geng- ið er afar hart fram að fólki sem ekki getur borgað reikninga sína. Verið er að bera fólk út með lögregluvaldi, þeim sem ekki geta borgað, út úr fé- lagslegum íbúðum. Mér finnst þetta mjög hart vegið að fólki. Þetta er nú einu sinni svo að fólk sér ekki til sólar. Það hefur einfaldlega allt of lítið milli handanna. Manneskja sem stendur frammi fyrir því að þurfa að borga reikninga eða hafa fyrir mat ofan í sig og böm sín... Flestir velja frekar að borða." Eignalaus vegna skuldar við RUV f raun em ekki neinar tölur fyrir- liggjandi um neyðina í landinu. Sig- rún nefnir þó til sögunnar nýlega rannsókn Hörpu Njálsdóttur þar sem farið er eftir tölum og upplýsingum. Talið hefur verið að um 20 þúsund manns búi við afar kröpp kjör. En Sig- rún metur það svo að þeir séu miklu fleiri. Þeir em svo margir stoltir og leita sér aldrei hjálpar. Sá hópur sem um ræðir hefur kannski úr að spila tæplega hundrað þúsund krónur og er þar um að ræða atvinnulaust fólk, láglaunafólk, öryrkja og hluta eilih'f- Flestir úr þessum hópi treysta sér ekki til að koma fram í fjölmiðl- um og lýsa ástandi sínu. Óttinn ersvo mik- ill: Fólk óttast að börn sín verði lögð í einelti\, það óttast að missa vinnuna, húsnæðið og það treystir sér ekki til að fara og semja um skuldir sínar. eyrisþega, cr^rfttftvsti hópurinn sem leitar og þai sem neyðinV^^^Brst, stæðar mæður^i^^ „Margir em á leigumarkaði og er það vonlaus staða. Fólk leitar til sam- takanna og við reynum að liðsinna því eins og við getum. Svo þarf fólk að tala við einhvem. Það er mikil upp- gjöf í fólki. Ekki er hægt að segja að þetta sé mannvænt samfélag sem við búum í. RÚV hefur verið að ganga hart fram vegna skulda á afnotagjöld- um. Einstæð móðir lýsti sig eigna- lausa vegna skuldar hjá Ríkissjón- varpinu. Sérstaklega er þetta erfltt fyrir bömin sem lenda í þessu. Að horfa uppá það að svona sé komið að dyrunum hjá fólki.“ Félagsþjónustan vísar á hjálp- arstofnanir Sigrún fær um tíu símtöl á viku þar sem fólk segir farir sínar ekki sléttar í lífsins ólgusjó og það eykst. Nú kvíðir fólkjólunum. „Margir öryrkjar hfrna í félagsleg- um íbúðum, einmana. Langar ekki til að lifa og sjá engan tilgang með þessu. Sumir reyna að vinna en þá em skornar niður bætumar. Ég hef horft á fólk brotna ótrúlega fljótt und- an svona erfiðleikum, andlega og lík- amlega. Því er vísað til lækna og það- an til geðlækna. Þá spyr maður sig: Á að leysa þessi vandamál með því að senda fólk til geðlækna? Margir em komnir á þunglyndislyf vegna beinna afleiðinga af bágborinni stöðu sinni. Þessi mál þarf að leysa." Og Sigrún er þeirrar skoðunar að það sé stjórnvalda að bregðast við þessum vanda. En hún segist ekki sjá mikinn vilja á þeim bænum til þess að uppræta þennan smánarblett af íslensku samfélagi. Og hún beinir spjótum sínum að Félagsþjónust- unni. „Þeir em ótrúlega margir sem segjast ekki fá aðstoð hjá Félagsþjón- ustunni. Fólk sem ekki á fyrir mat eftir reikninga. En þá er því bara sagt: Farðu til hjálparstofhana og fáðu úrlausn þar! Þannig virðist Félags- þjónustan leysa hluta þeirra vanda- mála sem að þeim snýr. Margir em á götunni og duga engin félagsleg úrræði. Húsaleigubætur em skatt- lagðar en leiga er ótrygg. Eina þekki ég, ellilífeyrisþega, sem var að fá 27 þúsund í húsaleigbætur en íbúðin sem hún fór til að skoða kostar 95 Sigrún Ármanns Reynis Hún notar miðilshæfileika sina til að hjálpa fólki auk þess sem hún þiggur styrk frá aimætti: i þessari baráttu. Fátæktin iþjóðfélaginu eykst og ekkert breytist nema til verri vegar. þúsund á mánuði. Þetta er vitaskuld allt of þung greiðslubyrgði." Ekkert breytist nema til verri vegar Formaður samtaka um fátækt hef- ur þungar áhyggjur nú þegar aðvent- an er í aðsigi. Hún segir stóran hóp einstæðra foreldra örvæntingarfullan og eina konu nefrúr hún sem sagðist upplifa sig sem félagslegt vandamál. Fæstir úr þessum hópi treysta sér til að koma fram í fjölnúðlum og lýsa ástandi sínu. Óttinn er svo mikill: Fólk óttast að börn sín verði lögð í einelti, það óttast að missa vinnima, húsnæð- ið og þaðtreysúr sér ekki til að fara og semja um skuldir sínar. „Það þyrfti að koma til umboðs- maður fólksins lfkt og til er umboðs- maður bama. Einhver sem fylgir mál- um fólks eftir enda er erfitt að standa í hinu þunga kerfi þar sem fólk kemur stöðugt að lokuðum dyrum. Og upp- lýsingaflæðið þyrfti að vera miklum mun meira því að í mörgum tilfellum þekkir fólk ekki rétt sinn.“ Og ekki er laust við að vonleysi gæti hjá Sigrúnu því hún sér allt færast til verri vegar. Um hver jól er fjallað um þetta, biskupinn segir nokkur orð og allir lýsa því yfir að nú þurfi að gera eitthvað í þessum málum... svo gerist bara ekki neitt. Þó er einn sem ekki hefur lýst því yfir að nokkru þurfi að breyta. Davíð Oddsson utanrikisráð- herra sagði eitthvað á þá leið fyrir um ári að þeir sem leituðu til mæðra- styrksnefndar þyrftu margir hveijir ekkert á því að halda. Sigrún furðar sig á orðum Davíðs sem þá var forsætis- ráðherra. Gamla konan grét „Ég fór sérstaklega til að kynna mér þetta og get sagt að ég sá ekki að fólk hefði verið þarna vegna m'sku. Fólk var rrúður sín. Þarna var gömul kona grátandi. Hún hafði ekki borðað í marga daga. Hún hafði lent í veikind- um, ellilífeyrinn búinn, kona sem unnið hafði hörðum höndum við að koma bömum sínum upp og gat ekki frnyndað sér að hún þyrfti nokkum tfrna að leita sér ölmusu. En þannig var komið fyrir henni. Þetta segir ýmislegt. Davíð metur ástandið á sinn hátt, ég sé þetta með öðrum augum. Ég þekki þetta og stjómmálamönnum er velkomið að hafa samband við mig og ég skal segja þeim hvemig ástand- ið er: Hörmulegt og fólk niðurbrotið. Davíð hefði mátt kynna sér þetta betur. Sumir telja reyndar hagkerfinu hollt að þar ríki fátækt og atvinnuleysi. En þeir hinir sömu ættu að kynna sér afleiðingamar af því hagfræðimódeli. Ég tel afar ólíklegt, til lengri tfrna litið, að það felist spamaður í því að halda fólki fátæku. Og menn skulu einnig átta sig á því að þeir einstaklingar sem koma úr slíku umhverfi geta verið til alls vísir." í sfrnaskrá er Sigrún titluð miðiU. Hún segist ekkert hafa starfað við það sérstaklega. „En ég hef notað þessa hæfileika til að hjálpa fólki og margir hafa leitað til mín sem eiga erfitt. Ýmislegt sem býr þama fyrir hand- an... ég er leiðbeinandi, mjög trúuð manneskja og bið fyrir fólki. Eg nota það mikið. Almættið hjálpar mér til að hjálpa hinum. Gefur mér styrk tii að standa í þessari baráttu." jakob@dv.is Stórhöfða 17 • Suðurlandsbraut 6 • Hlíðasmára 12 Pöntunarsími 588 9899 Ef þú hringir og sækir fylgir 21. Coke með tilboðinu Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu Svínakjöt og grænmeti í Drekasósu Kjúklingur og grænmeti í Satay hnetusósu Eggjanúðlur með eggjum og grænmeti Hrísgrjón og soya sósa 1*1245^490 Ath! TUboðin eru eingöngu afgreidd fyrir 2 eða fleiri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.