Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 29
1
Thorvald Stauning.
Af stjórnmálamönnum þeim á Nordurlöndum, sem
nú lifa, er Thorvald Staunirig án efa þekktastur. Hann
hefir um langt skeið verið áhrifaríkastur allra stjórn-
málamanna í Danmörku og auk þess haft œrin af-
skiþti af alþjóðasamtökum jafnaðarmanna.
Stauning er fæddur í Kaupmannahöfn 26. okt. 1873,
og er þannig tæpra 63 ára. Hann er af alþýðlegu
bergi brotinn og alinn upp í milrilli fátækt. Hefir
hann sjálfur í prýðilegri grein lýst uppvaxtarárum
sínum í »Almanaki alþýðu« (Arbejdernes Almanak)
árið 1932, og nefnir hann þessa frásögn sína »Inn-
gangurinn eldhúsmegin«. Verður bernsku Staunings
vafalaust ekki betur lýst en með hans eigin látlausu
og' hlýju orðum i grein þessari. Fer því hér á eftir
stuttur kafli úr þessum endurminningum lians.
»í gömlu Kaupmannahöfn var inngangurinn eld-
húsmegin i litlu áliti. Hann var venjulega á bakhlið
húsanna, út að dimmum og þröngum húsagarði. Eld-
húsinngangurinn var þröngur og oftast lítið í hann
borið, til þess að auka ekki kostnaðarverð húsanna
meira en brýna nauðsyn bar til. Eldhúsinngangurinn
var dimmur, og á myrkurn vetrarkvöldum stóð sendi-
sveinum og þjónustustúlkum geigur af honum.
Fað liafa orðið örlög mín, að koma inn í lífið um
innganginn eldhúsmegin, og þó að lifskjör einstaks
manns hafi ekki mikil áhrif á þjóðfélagsþróunina, þá
hefir þó endurminningin um þessa bernsku mína
haft áhrif á líf mitt og starf.
Á fleiri en einn hátt hófst æfi mín við innganginn
eldhúsmegin. í gömlu herramannshúsunum voru oft
kvistherbergi, sem leigð voru út til fátæks fólks, og
þá var inngangurinn alltaf eldhúsmegin. Foreldrar
mínir bjuggu i einni slíkri íbúð. Og þegar ég var
nægilega stór til að vinna, gerðist ég sendisveinn. Á
(25)