Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 33
framsýni og stjórnvizku. Og á þeim tímum lagði liann
grundvöll að félagsmálaráðuneytinu danska, sem áð-
ur var ekki til, en nú er orðin föst stjórnardeild.
Árið 1924 myndaði Stauning fyrsta jafnaðarmanna-
ráðuneytið í Danmörku. Pað ráðuneyti sat að völd-
um i rúm tvö ár. En ekki leið á löngu unz Stauning
tók aftur við stjórnartaumunum. Árið 1929 myndaði
hann annað ráðuneyti sitt með róttæka flokknum og
hefir alltaf síðan gegnt forsætisráðherrastörfum, og
það sem sjaldgæft þykir í Danmörku, unnið stórkost-
lega á við kosningar, sem fram hafa farið á þessu
timabili. Situr stjórn hans nú föst í sessi og hefir
þó haft við að stríða örðugleika atvinnukrepþunnar
og ýmis hin vandamestu viðfangsefni í stjórnmálum.
En Stauning hefir með frábærri fyrirhyggju, þolgæði
og þrautseigju, með ágætri aðstoð flokksmanna sinna,
sigrazt á margháttuðum erfiðleikum og öflugri and-
stöðu. Hefir vegur hans farið vaxandi og stjórn hans
notið fullkomins trausts meiri hluta dönsku þjóðar-
innar. Og út á við hefir hann aflað landi sínu auk-
ins álits, ekki sizt í sambandi við hina alkunnu
Grænlandsdeilu.
Sem forsætisráðherra Dana hefir Stauning' komizt
í kynni við ísland og íslendinga. Hann hefir komið
tvisvar hingað til landsins, í siðara sinnið sem gestur
á alþingishátíðinni 1930. Með glöggu gestsauga hefir
hann kynnzt íslandi og íslenzkum staðháttum. Hann
hefir unnið að aukinni samvinnu og samúð sam-
bandsríkjanna og ber hlýjan hug til Islands. Má það
vel marka á ræðu þeirri, er hann hélt í dansk-íslenzka
félaginu í Kaupmannahöfn haustið 1930. Lýsir hann
þar prýðilega landi og þjóð og' ágætum minningum
frá alþingishátíðinni. Pessa ræðu sína endar hann
þannig:
»Frjáls, óháð og fullveðja þjóð á gamla íslandi.
Pjóð, sem hefir sýnt i verki vilja sinn til lífsins, án
pess að beita ofbeldi. Pað er land i framför, af þvi
(29)