Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Side 36
af og af fullri hreinskilni sungið ljóðlínuna: »Lát það
falla, er eigi fær staðizt.« En enginn skilur betur en
hann, hvað á að setja í stað þess, er fellur í rústir.
Hann skilur það manna bezt, að tímarnir krefjast
þess af jafnaðarmönnum, að þeir ekki aðeins gagn-
rýni auðvaldsskiþulagið, heldur hrindi í framkvæmd
nýjum athöfnum.
Allt þetta gerir Stauning að flokksforingja. En liann
er ekki einungis flokksmaður. Hann er foringinn,
sem veit hvert stefna skal. Hann er samofinn alþýðu-
hreyfingunni i öllum hennar myndum.
Stauning' er það, sem foringi jafnaðarmannaflokks-
ins á að vera: trúnaðarmaður allrar alþýðunnar.«
Stefún Jóh. Stefúnsson.
Anthonv Eden.
v
Á síðustu árum hafa orðið mikil mannaskipti istjórn-
málum Norðurálfunnar. Flestir leiðtogarnir frá Ver-
salafundinum og næstu árum á eftir eru nú horfnir
úr sögunni og yngri menn komnir í staðinn.
Af þessum ungu mönnum eru fáir frægari en Mr.
Anthony Eden. Nafn hans hefir nú um hríð verið á
hvers manns vörum, og er hann þó enn ekki fertugur
að aldri.
Eden er fæddur 12. júní 1897 og er af göfugum ætt-
um, lágaðli. Hann hlaut hina venjulega menntun
enskra höfðingjasona, skólavist í Eton og Oxford.
Lagði hann einkum stund á Austurlandamál, og fékk
verðlaun fyrir kunnáttu sína. Talar liann meðal ann-
ars bæði persnesku og arabisku. Hann er vel lærður
i bókmenntum Norðurálfunnar, fornum og nýjum.
Hann er liið mesta glæsimenni í framkomu, og er
hann varð ráðherra, sögðu frönsk blöð um hann, að
á Englandi jafnaðist enginn maður við hann i prúð-
mennsku, nema prinsinn af Wales (nú Játvarður VIII).
(32)