Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 41
Árbók íslands 1935.
a. Ýmis tíðindi.
Árferði. Frá áramótum og til vors var umhleyp-
ingasamt, einkum vestanlands, en í febrúar var kalt;
svo var og framan af vori, en þá brá til blíðviðra um
allt land, og að mestu til mailoka. í júli var næð-
ingaríkt, síðan hlýtt, en lagðist í rigningar, sem héld-
ust, einkum austanlands, fram á liaust, og urðu par
óvenju miklar, en auk þess var þar vindasamt, en
vestanlands var þá góð tíð löngum. í október var
norðanátt tíð og umhleypingar, svo snjóasamt norð-
anlands. í nóvember var austanátt yfirgnæfandi, en í
desember var hagstæð veðrátta lengst af sunnanlands
og vestan, en snjóþungt norðanlands. Um miðjan mán-
uðinn gerði stórfellt norðanáhlaup og úr því frost
um allt land árið út.
Verzlun var nokkru hagstæðari en árið áður.
Fiskveiðar og sildveiðar voru í lakara lagi en mörg
undanfarin ár, sérstaklega síldveiðarnar.
* *
Jan. 3., aðfn. Kveikt í verzlunarhúsi Kauþfélags Stykk-
ishólms. Eldinn tókst að slökkva, en vörur brunnu
og skemmdust mjög af vatni og reyk.
- 4., aðfn. Kom upp eldur í fjósi í Tungu í Svínadal
í Borgarfjarðarsýslu og hrann fjósið mjög innan
og drápust þar 5 kýr og einn lirútur.
— 9. Fórst vélbátur, Njáll, frá Súgandafirði.
- 11. Skipuð í Rvík gjaldej'risnefnd fyrir allt land.
— 12., aðfn. Sökk vélskip, Phönix, á Pingeyrarhöfn.
— 16. Brann geymsla, hlaða, þvottahús og' eitthvað af
heyi á Hólmavik. Húsin voru vátryggð.
— 23., aðfn. Fórst við Lambahlíð i Látrabjargí ensk-
ur botnvörpungur, Jeria.
— 23. Islenzkum tónleikum útvarpað frá Khöfn í 1.
sinni.
(37)