Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 42
Jan. 30., aðf. Strandaði vélbátur, Svalan, hjá Akranesi.
— 30. Stofnað Húsmæðrafélag Reykjavíkur.
Snemma í þ. m. fanst dys eða haugur við túnið
í Enni í Viðvíkursveit. — Kosinn bæjarstjóri á
Isafirði Jens Hólmgeirsson. — Skömmu fyrir mán-
aðamótin kom allsnarpur landskjálftakippur í Dal-
vík, en frá áramótunum hafði borið fremur lítið á
jarðhræringum.
Febr. 1. Nýju áfengislögin gengu í gildi. — Skjaldar-
glíma háð í Rvík. Ágúst Kristjánsson vann skjöld-
inn og einnig 1. verðlaun í fegurðarglímu. Strand-
aði á Jörundarboða út af Skerjafirði enskur botn-
vörpungur Lincolnshire. Hann náðist út '/1, og var
dreginn á Gufuness-leirur, en þaðan 17/í, og sökk
þá við Skarfaklett undan Lauganess-tanga.
— 2. Opnuð íslenzk málverkasýning í Khöfn. Stóð
um tíma.
— 5. Hófst Búnaðarþing í Rvík. Háð i nokkra daga.
— 8.-9. Olli stórviðri ýmsu tjóni á mannvirkjum og
heyjum víðsvegar um land. — Kirkjan í Úthlíð í
Biskupstungum fauk. — Strandaði á Sléttanesi við
Arnarfjörð enskur botnvörpungur, Langanes.
— 15. Alþingi sett. Kosinn forseti sameinaðs þings Jón
Baldvinsson, efri deildar Einar Árnason og neðri
deildar Jörundur Brynjólfsson.
— 21. Fórst í fiskiróðri vélbátur frá Grindavik, Lóa.
— 22. Vann Eggert Gilfer skákmeistaratitil i áttunda
sinni á Skákþingi Islendinga, er háð var í Rvík.
— 25. aðfn. Strandaði nálægt Karlsskála vélbátur,
Garðar, frá Fáskrúðsfirði. Skipið eyðilagðist.
— 28. Strandaði á Óshólum við Bolungavik norskt
fiskitökuskip, Brakall, og eyðilagðist.
Marz 1. Strandaði austan við Markarfljótsútfall þýzk-
ur botnvörpungur, Dússeldorf. Skipið eyðilagðist.
— 2.—9. Gerðu landskjálftakippir vart við sig viða
í efra hluta Borgarfjarðar, og sumir allsnarpir.
(38)