Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Qupperneq 43
Marz 12. aðfn. Strandaði á Slýjafjöru í Meðallandi
fiskiskip, Lieutenant Boyou, og eyðilagðist.
— 26. Brann til stórskemmda hús i Sauðagerði í Rvík
og innanhússmunir eyðilögðust.
— 28. Kviknaði í bænum á Árbœ í Mosfellssveit.
Skemmdir urðu talsverðar.
í þ. m., (18.?), fórst vélbátur, Knútur, á leið til Bvik-
ur, frá útlöndum. — Olli vatnsflóð i V.-Skaftafells-
sýslu talsverðum skemmdum á brúm og vegum.—
Baldur Möller varð efstur á Skákþingi Reykjavíkur.
Apríl 5., aðfn. Alþingi frestað. Stóð í 49 dag'a; sam-
þykkti 34 lög og hafði 126 mál til meðferðar.
— 8. Rak 9 metra hval í Sandvík í Vopnafirði.
— 17. Brann stórt tvílyft timburhús, Grettir, í Rvík,
og innanhúss-munir nær allir, nema eitthvað helzt
úr kjallaranum. Sumt munanna var vátrvggt. Tals-
verðar skemmdir urðu á 5 húsum.
— 22. Sigldi, útnorður af Garðskaga, botnvörpungur,
Kópur, á norskan linuveiðara, Faustina, og söklc
línuveiðarinn samstundis.
— 25. Víðavangshlaup í Rvik.
— 26., aðfn. Drápust af rafmagnsstraumi 2 kýr í Mýr-
arhúsum á Seltjarnarnesi.
26. Kom til Rvíkur heimsfrægur píanósnillingur
pólskur, Friedmann að nafni, og hélt 3 hljómleika
í Rvík. Fór 18/s áleiðis til útlanda.
Snemma i þ. m. bjargaði 3 ára drengur, Sveinn
Þórarinsson i Fagurhlíð í Landbroti, jafnöldru sinni
frá drukknun í læk hjá bænum.
Maí 2. Lagði Karlakór Reykjavíkur af stað frá Rvík í
Norðurlandaför. Kom aftur 25. s. m.
•— 11. Komu til Rvíkur 3 vísindamenn austurríkskir,
þeir Franz Stefán dr., Franz Nussers prófessor og
Rudolf Jonas dr. med. Peir voru í Vatnajökulsför
fram í júlíbyrjun.
— 21. Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur og Trausti
Einarsson dr. lögðu i rannsóknarför á eldstöðvarn-
(39)