Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Side 44
ar við Grímsvötn á Vatnajökli og luku henni um
mánaðamótin.
Maí 2-i. Giftust rikiserfinginn og Ingiríður dóttir ríkis-
erfingja Svía. íslenzka ríkið gaf peim höggmynd
eftir Einar Jónsson og málverk eftir Jón Stefáns-
son.
— 28. Afhentu íslenzkir fulltrúar á fimmhundruð ára
þingshátíð Svía gjafir frá íslandi: Málverk af f*ing-
völlum eftir Ásgrím Jónsson og teikningu eftir
Tryggva Magnússon, en Alþingi var sæmt frá sænska
ríkinu einum af sjö minnispeningum úr gullnám-
unni í Boliden. — Féll 5 ára drengur fram af
bryggju á Suðui'eyri við Súgandafjörð, en 11 ára
drengur, Árni Jónsson, frá ísafirði, bjargaði hon-
um á sundi.
31. Sökk vélbátur, Von, útaf Fljótavík á Vestfjörðum.
I þ. m. hljóp af stokkunum á ísafirði 70 smá-
lesta skip ætlað til grjótnáms og sandsugu þar. —
Varð Friðbjörn Níelsson kaupmaður á Siglufirði
bæjargjaldkeri þar. — Kom til Rvíkur danskur haf-
rannsóknavélbátur, Thor, 18 smálesta stór, og var
i rannsóltnaför hér við land um mánaðartíma.
Júni 8., aðfn. Varð vart þriggja landskjálftakippa í
Rvik. Stóð hinn helzti þeirra alllengi en var ekki
mjög snarpur.
— 8. Gerónýttust í norðaustanroki og hrimi margir
vélbátar í Olafsfirði og margir stórskemmdust.
Flestir bátarnir voru óvátryggðir.
— 13., aðfn. Reynd í fyrsta skipti talstöðin milli ís-
lands og útlanda. Hún er á Seyðisfirði.
— 16. Hófst Iðnsýning' á Akureyri. Lokið 12/s.
— 17. Afmæli Jóns Sigurðssonar. — Hófst i Rvík alls-
herjarmót í. S. í. Lauk 26. s. m.
21. Kom Jakobína Johnson skáldkona í kynnisför
til landsins.
— 26. Hófst Prestastefna í Rvík. Lauk 28. s. m.
(40)