Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 47
Sept. 29. Strandaði við Þórusker í Vogavík síldarflutn-
ingaskip norskt, Hansavog. Skipið eyðilagðist.
Snemma í p. m. komu mislingar til landsins. —
Drápust úr miltisbrandi 3 kýr í Skáney í Reyk-
holtsdal. — Var hlaup mikið í ánni Súlu úr Skeið-
arárjökli; gereyðilagðist símalína á löngum kafla.
—- Fyrir og um miðjan mánuðinn urðu stórfelld
skriðuhlaup í Eyjafirði og víða á Austfjörðum og
ollu skemmdum talsverðum.
Okt. 3. Brann bærinn í Áskoti í Melasveit og allt sem
var í eldhúsi. Bærinn var lágt vátryggður en ann-
að óvátryggt.
9. Vart 7 landskjálftakippa í Rvík. Hinn fyrsti stóð
lengi og varð hans vart í Vestmannaéyjum og á
ísafirði og á svæðinu par á milli.
— 10. Hóf Alpingi störf sín. — Strandaði vélbátur,
Svanur frá FlatejTÍ, við Hrafnaskálanúp hjá Ön-
undarfirði. Báturinn eyðilagðist.
— 11.—14. Stöðugar landskjálftahræringar. Allsnárpur
kippur pann 11/a og fannst um Suðvesturland.
— 15. Ónýttist af eldsvoða íbúðarhús í Efri-Höfn í
Siglufirði. Næstum enguin innanstokksmunum varð
bjargað. Hvorttveggja var vátryggt.
Nóv. 5. Sökk vélbátur, Percjy út af Sauðanesi í Súg-
andafjarðarmynni.
— 11. Aldarafmæli séra Matthiasar pjóðskálds Jochums-
sonar hátíðlegt haldið og mynd af honum gefin út
á nokkurum póstfrímerkjategundum.
— 12. Brotnaði í spón i brimi á Ragnheiðarstaðafjöru
vélbátur, Snyggur, frá Vestmannaeyjum. — Rak á
land um 200 marsvin i Ytri-Njarðvíkum og urðu
drepin.
— 14. Brann bærinn i Villingadal á Ingjaldssandi.
Engum hússmunum varð bjargað.
— 17. Rak tunglfisk á Kálfafellsstaðafjöru.
— 25. aðfn. Flæddi um 50 fjár frá Gröf á Rauðasandi.
— 27., aðfn. Aftakaveður vestanlands og norðan olli
(43)