Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 48
miklum skemmdum á Hellissandi og mölbraut þar
2 báta, en á Blönduósi sópaði það burtu allmiklu
af gærum, nokkurum tunnum af kjöti og skemmdi
veg.
í þ. m. var haldið verzlunarþing í Rvík.
Des. 1. Fullveldisdagurinn.
— 14. Ofviðri um Suðvesturland, Vesturland og mik-
inn hluta Norðurlands. — Reykháfar fuku sums
staðar í Rvik. — Fórst vélbátur, Kjartan Ólafsson,
frá Akranesi, 3 opnir vélbátar frá Breiðafirði og 2
frá Sauðárkróki. — Hlöðuþak fauk í Skógum á
Fellsströnd. — Leyfar skjólgarðsins í Bolungavík
sópuðust burtu og róðrarbátur ónýttist þar, og vél-
bátur frá Ögurnesi eyðilagðist hjá Eyrarhlíð. — Á
Málmeyjarrifi kom upp þurt land á kafla, þar sem
áður var sjór. — Skemmdir urðu nokkurar á Húsa-
vik. — F'járskaðar urðu miklir í Dalasýslu. Nokk-
urar kindur fórust í Hólá í Húnavatnssýslu, einnig
á Brún í Reykjadal og á Laxamýri.
15. Sökk vélbátur, Sóley, á Keflavíkurhöfn. Hann
ónýttist.
23. Alþingi slitið.
— 30. Á jólatrésskemmtun barna í Keflavik kviknaði
í tréskrautinu og læsti eldurinn sig' um allt húsið
og brann það alveg.
í þ. m. var fjárpest sums staðar í efri byggðum
Borgarfjarðar. Drápust um 50 kindur í Arnarholti
og lóga varð mörgum kindum í Skánej^. — Frá 21.
þ. m. og til áramóta var bílstjóraverkfall í Rvik,
Hafnarfirði, Keflavík og austan heiðar.
Um haustið var bráðapest í sauðfé víða um land. —
Dráttarbraut var gerð fyrir báta á Eskifirði.
Skemmtiferðaskip þessi komu til Rvíkur, (og tvö af
þeim, 24. og 31. júlí, einnig til Akureyrar): 5. júli:
þýzkt, Reliance, — sænskt, Kungsholm. — 6. júlí: hol-
lenzkt, Rotterdam. — 7. júlí: enskt, Carinthia. — 20. júlí:
franskt, Lafayette. — 22. júli: þýzkt, Milwaukee. — 23.
(44)