Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Síða 49
júlí: þýzkt, Berlin. — 24. júlí: enskt, Arandora Star.
— 31. júlí: enskt, Atlantis. — 1. ágúst: þýzkt, Bayern.
Kungsholm, Berlin, Arandora Star og Atlantis fóru
frá Rvík daginn eftir komudag, en hin öll samdægurs.
Snemma í júní var staddur á Hornafirði 8 smálesta
vélbátur sænskur, Golfströmmen, og fóru skiþverjar sér
til skemmtunar í fjallgöngur.
b. Frami og embætti.
Febr. 1. Lauk námsskeiði í sigling'afræði á Eskifirði,
5 nemendur stóðust þróf.
— 2. Dr. Bjarni Sæmundsson kosinn heiðursfélagi
Náttúrufræðifélagsins.
— 9. Luku Friðjón Skarphéðinsson og Olafur Á. Páls-
son embættisprófi í lögfræði við háskólann hér,
báðir með I. einkunn.
— 11. Ketill Guðmundsson framkvæmdarstjóri á ísa-
firði var viðusjkenndur sænskur vararæðismaður
þar.
í þ. m. lauk Agnar Norðfjörð hagfræðiprófi i
Khöfn.
Marz 1. Koefoed-Hansen skógræktarstjóri sagði lausu
embætti sínu.
— 11. Bergur Jónsson sýslumaður í Barðastrandarsýslu
var skipaður bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslu-
maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
— 19. Haraldur Á. Sigurðsson í Rvik viðurkenndur
brezkur vararæðismaður.
— 20. Gaf rikið hafrannsóknaskipinu þýzka, Meteor,
málverk i viðurkenningarskyni fyrir rannsóknar-
störf þess í Norðurhöfum.
í þ. m. lauk Björn Guðfinnsson kennaraprófi í
íslenzkum fræðum við háskólann hér, með I. eink-
unn. Porsteinn Símonarson cand. juris var sett-
ur sýslumaður i Barðastrandarsýslu.
Apríl 10. Björn 0. Björnsson sóknarprestur að Brjáns-
(45)