Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 50
læk var skipaður sóknarprestur að Höskuldsstöð-
um, frá */«.
Apríl 15. Stefáni Þorvarðssvni stjórnarráðsfulltrúa
leyft að bera kommandörkross St. Ólafsorðunnar.
— 17. Útskrifuðust 18 nemendur úr Eiðaskóla.
— 30. Útskrifuðust 8 nemendur úr húsmæðraskólan-
um á Hallormsstað, 25 úr kennaraskólanum og 50
úr verzlunarskólanum.
í þ. m. var Sigurður Sigurðsson læknir skipaður
berklavfirkeknir landsins.
Maí 1. Luku prófi í heimspeki við háskólann hér
Jóhann Havsteen og Jón Jónsson frá Ljáskógum;
báðir með I. einkunn.
— 2. Útskrifuðusí 20 nemendur úr Gagnfræðaskóla
Reykjavikur.
— 10. Séra Arnóri Árnasyni sóknarpresti að Hvammi
í Laxárdal, séra Gísla Einarssyni sóknarpresti að
Stafholti og séra Hallgrími Thorlaciusi sóknar-
presti að Glaumbæ veitt lausn frá embættum frá
*/e.—IngólfurGíslason læknir skipaður héraðslæknir
i Berufjarðarhéraði og Jón Karlsson læknir skip-
aður héraðslæknir i Reykjarfjarðarhéraði.
— 23. Albert Zarzecki viðurkenndur frakkneskur ræð-
ismaður á Islandi með búsetu í Rvík.
I þ. m. var Barði Guðmundsson magister settur
þjóðskjalavörður, Jörundi Brynjólfssyni alþm. faliö
að vera eftirlitsmaður sparisjóðanna. — í tilefni
aldarfjórðungsafmælis Georgs V. Bretakonungs voru
sæmd heiðurspeningi Vestur-íslendingarnir B. J.
Brandsson dr., Einar S. Jónasson þingmaður Gimli-
kjördæmis, Miss Inga Johnson forstöðukona elli-
heimilisins í Betel, Miss Salome Halldórsson yfir-
kennari við Jóns Bjarnasonar Academv, og Skúli
Sigfússon þingmaður St. George kjördæmis.
Júni 1. Séra Bjarna Porsteinssyni sóknarpresti að
Hvanneyri og Sigurði Briem póstmálastjóra veitt
lausn frá embættum.
(46)