Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Síða 51
Júni 11. Luku Auður Auðuns og Einar Arnalds em-
bættisprófi í lögfræði við háskólann hér, hæði
með I. einkunn.
— 12. Luku 40 nemendur stúdentsprófi i Rvík og 22
á Akureyri, og gagnfræðaprófi luku 41 þar.
— 14. Luku Einar Asmundsson og Gunnar Pálsson
embættisprófi i lögfræði við háskólann hér, báðir
með I. einkunn.
— 15. Luku embættisprófi við háskólann hér: Her-
mann Jónsson og Sigurgeir Sigurjónsson í lögfræði
og Eiríkur Eiriksson og Jóhann Jóhannsson í guð-
fræði; allir með I. einkunn.
í p. m. lulcu Ásgeir Jónsson og Geir Borg fulln-
aðarprófi i verzlunarnámi i Khöfn.
Júlí 6. Oskar J. Porláksson skipaður sóknarprestur að
Hvanneyri.
í þ. m. var Þórður Sveinsson prófessor á Kleppi
kosinn heiðursfélagi i The Royal Medico Psycho-
logical Assocation í London. — Embættisprófi í
læknisfræði luku við háskólann hér Bjarni Jónsson,
Guðmundur Gíslason, Kristján Porvarðsson og 01-
afur Geirsson, allir með I. einkunn, og Daniel
Danielsson, Erlingur Tulinius, Kristján Hannesson,
Ólafur Halldórsson og Viðar Pétursson, allir með
II. einkunn betri.
Agúst 1. Friðgeir Björnsson hagfræðingur og Ragnar
Bjarkan lögfræðingur skipaðir fulltrúar í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu.
Sept. 5. Skúla V. Guðjónssyni dr. veitt leyfi að bera
Rauðakross-orðuna.
— 13. Eggert Briem og Páli Einarssyni hæztaréttar-
dómurum veitt lausn frá embættum.
í þ. m. voru Gissur Bergsteinsson fulltrúi og
Pórður Eyjólfsson prófessor skipaðir liæztaréttar-
dómarar. — Ludvig Kaaber bankastjóri varð riddari
Rauðakross-orðunnar.
(47)