Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 64
um á Látraströnd. Annar mun hafa rotast, en hinn
varð úti. — Varð úti maður frá Svalbarðseyri. —
Drukknaði maður i liöfninni í Vestmannaeyjum.
Hét Guðmundur Guðmundsson og var formaður.—
Drukknaði maður af botnvörpungi, Sviða frá Hafn-
arfirði.
— 24. Fannst kona drukknuð hjá bátakvínni á ísafirði.
— 29. Guðný Jónsdóttir húsfreyja í Hlíðarhúsum í
Rvík; fædd 1G/ia 1866.
— 30. Fórust í bruna á jólatrésskemmtun í Keflavík 4
börn og 2 gamlar konur.
Snemma á árinu dó Sveinbjörn Hjaltalín i Vestur-
heimi; 69 ára.
Um sumarið dó Sigurlina Jónsdóttir ekkja í Túni í
Vestmannaeyjum; hátt á sextugsaldri.
Um áramótin dó Guðný Andrésdóttir Oddstað,fædd
Fjeldsted; ekkja í Kandahar í Vesturheimi; 92 ára.
Benedikt Gabríel Benediktsson.
Blindir kirtlar.
Eftir Dr. G. Claessen.
Sumir kirtlar gefa frá sér vessa, sem allir geta séð
með berum augum. Pannig kemur brjóstamjólkin út um
geirvörturnar, munnvatnið í munninn, pvagið frá nýr-
unum og tárin úr kirtlum utantil í augntóftinni. Pessir
vessar streyma út um sérstök g'öng frá kirtlunum, út
á yfirborðið, svo sem brjóstamjólk og sviti, eða þá
inn í holrúm líkamans, eins og munnvatnið eða gallið
frá lifi'inni, sem rennur inn í parmana, um sérstaka
pipu. Alla þessa kirtla nefna læknar og lífeðlisfræð-
ingar opna kirtla.
En svo eru aðrir kirtlar, sem ekki eiga sér neina
sérstaka afrás, svo sem skjaldkirtillinn framan á barka-
kýlinu, nýrnahetturnar, er sitja sem ofurlitlir separ
(60)