Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 66
úr blindum kirtlum, eða menn geta jafnvel lagt sér
til munns blinda kirtla, t. d. skjaldkirtil úr nautgrip-
um, sem auðvelt er að fá i slátrunarhúsum erlendis.
Tilraunirnar sýna m. ö. o. áhrif af vöntun þessara
kemisku kirtlaefna, en hins vegar pað ástand, sem
kemur fram, þegar hormónarnir eru gefnir inn í of
ríkuin mæli.
Það kynni að þykja einfaldast að ákveða þessa
kirtlavessa með efnagreining í blóðinu. En það er
ekki áhlaupaverk, vegna þess hve efnin eru i mikilli
þynning í þeim fimm lítrum af blóði, sem renna um
fullorðinn mannslíkama.
Hormónar í kynkirtlum. Það er ekki nein ný þekk-
ing, að margt fer aílaga í líkamanum, þegar eistun
eru tekin burt. Ytri karlmannseinkenni þroskast ekki,
sé þetta gert á drengjum. Þeir komast ekki í mútur
þeim vex ekki skegg, né hár um kynfærin, sem heldur
ekki taka neinum þroska. Líkaminn fær ekki á sig
eðlilegan karlmannsvöxt, og oft eru þessir menn ó-
eðlilega feitlagnir.
Sama kemur í ljós á skepnum, að sínu leyti. Það
vex ekki fram fallegur, rauður kambur á geltum hana.
En nú hefir visindamönnum tekizt að flytja heil-
brigt eista í vanaða skepnu, og fá það til að gróa í
húðfitunni, undir skinninu. Með þessu móti koma
fram líkamleg karlkynsmerki — jafnvel á kvendýrum,
sem þannig verða tvíkynja, að vissu leyti.
í hverju eista er tvenns konar hold; frumur sem
framleiða sæði, er leiðist um sín göng út úr líkam-
anum; en auk þess eru í eistanu blindar kirtlafrumur,
sem veita sínum hormónum í blóðið. Taugasambönd
koma ekki til greina.
Á þessum niðurstöðum grundvallast tilraunir til
ynginga, sem þeir hafa beitt sér fyrir austurrísku vis-
indamennirnir Steinach og Voronoff'. Þá er ýmist inn-
sett eista undir skinnið á gömlum manni, eða tekið
fyrir sæðisrennslið, með þvi að hluta sundur göngin
(62)